Bændablaðið - 09.02.2023, Side 57

Bændablaðið - 09.02.2023, Side 57
55Bændablaðið | Fimmtudagur 9. febrúar 2023 Safnahelgi á Suðurnesjum verður haldin hátíðleg 17.–19. mars næstkomandi. Þá mun Byggðasafn Reykjanesbæjar í samvinnu við Þjóðminjasafn Íslands ýta úr vör þjóðháttasöfnun þar sem spurt verður um upplifun fólks af veru varnarliðsins á Miðnesheiði. Starfsfólk safnsins tekur vel á móti gestum í Duus safnahúsum. Það er við hæfi að sýningar Byggðasafns Reykjanesbæjar séu staðsettar í einu elsta húsi bæjarfélagsins. Bryggjuhúsið var reist árið 1877 sem pakkhús fyrir verslun Duus kaupmanns og er nú hluti af Duus safnahúsum. Húsið ber nafn bryggju sem lá frá húsinu niður að sjó en þar var varningi verslunarinnar skipað upp. Ein helsta prýði hússins er lyftuhjól sem notað var til að hífa varning á milli hæða þegar inn var komið. Um þessar mundir er unnið að því að setja upp annars konar lyftu í húsinu skammt frá gamla lyftuhjólinu. Nýja lyftan mun þjóna gestum og auka aðgengi að efri hæðum hússins. Í kjölfarið verða sýningar safnsins endurnýjaðar að stórum hluta. Bátafloti Gríms Karlssonar, sem telur ríflega 130 bátslíkön, á heimili sitt í byggðasafninu og mun fá andlitslyftingu á vormánuðum. Síðar á árinu verður opnuð tímabundin sýning sem ber heitið Eins manns rusl er annars gull. Hugmyndin að sýningunni kviknaði þegar starfsfólk safnsins tók á móti pennasafni Kristins Egilssonar, sem telur mörg þúsund penna. Á sýningunni er athyglinni beint að hversdagslegum hlutum sem eiga það sameiginlegt að vera fjöldaframleiddir, til að mynda pennum, plastpokum og barmmerkjum. Flestir sýningargripanna eru merktir og eru forvitnileg heimild um fyrirtæki sem áður voru og hönnun og þróun vörumerkja. Þótt sambærilegir hlutir hafi verið algengir fyrir fáum árum fer þeim fækkandi. Ástæðurnar eru líklega fjölþættar; neyslumynstur hefur breyst með aukinni umhverfisvitund, tæknin hefur leyst ýmsa nytjahluti af hólmi og markaðssetning fer í auknum mæli fram í hinum stafræna heimi. Eftir tvö ár er stefnt að því að opnuð verði ný grunnsýning þar sem sögu svæðisins verður gerð skil. Staðhættir á Suðurnesjum urðu til þess að sjósókn fékk þar mikið vægi frá upphafi byggðar og Keflavík var verslunarstaður frá 18. öld. Bandarískt varnarlið hafði aðsetur á Miðnesheiði og hafði óhjákvæmilega áhrif á samfélagið. Gripir safnsins eru margir hverjir táknmyndir fyrir öra nútímavæðingu og breytingar á atvinnuháttum á 20. öldinni. Á grunnsýningunni verða sérkenni svæðisins dregin fram og áhrif þeirra á samfélagið skoðuð. Áhersla verður lögð á að setja efnið fram á áhrifamikinn og áhugaverðan hátt þar sem safngripirnir verða í forgrunni. Verið öll velkomin í Byggðasafn Reykjanesbæjar! Eva Kristín Dal, safnstjóri. OG VINNUM ÚR ÞEIM LAUSNIR TÖKUM AÐ OKKUR VERKEFNI VHE • Melabraut 27 Hafnarfjörður • Hraun 5 Reyðarfirði Sími 843 8804 • Fax 575 9701 • www.vhe.is • sala@vhe.is KROSSGÁTA Bændablaðsins Lausn á krossgátu í síðasta blaðiGESTA- BOÐ ÖNUG FARAR- TÆKI SAMHÆFA ROSA MISSIR VINGSA ÓGÆFA ÞARF KK NAFN EKKI HANGA UPP- GANGUR ÞOLDI EINING REYNDAR FÚSLEGA HÓTA HLJÓTA Í RÖÐ NYTSEMI DRYKKUR FLÖKTIVOPN Í RÖÐ DRÍFANDI AFDREPI ÁSTUNDUN ÖFUG RÖÐ PRÝÐA RÚST SVEIG BRÚKA TVENND SKRÁ KVÍÐI LÆKUR ÓHREINK- AST REIÐUR GÓÐ- GLAÐUR ÞRAUKATVEIR EINS HRYGLA HAFÐIR KVARS- STEIN HÖRFA LÚI GLATT STILLA Í RÖÐ FEITI TALGALLI RISTI ÁORKA GRUNA ÓVILDBLIK HAPP ÖFUG RÖÐ KEMST HAPP- DRÆTTI GETA MÓTLÆTI NÁLÆGTSMÁRÆÐI ÞJÓTA H Ö FU N D U R B H • B R A G I@ TH IS .I S • K R O SS G A TU R .G A TU R .N ET 190 PASSI TOR- TRYGGJA ÖFUG RÖÐ TÝNA SAGGA VIÐBÓT BURSTA G E R S I G R A MATJURT FOK- VONDUR Æ F U R FRÍR SKÁRRI L A U S TANGAR- HALD Í RÖÐ T A HÖRFA BRIGSLA B A K K A I FARRÝMI BYLGJAN K Á E T A STAGL L F Ó TRAUÐUR L TVEIR EINS S ÖFUG RÖÐ SKADDIST K NÆÐA AUÐLINDIN G U S T A ÁTT VIÐUR- EIGNA S A INN- KÖLLUN J FANTALEG K A F L A RÆKI- LEGAR N Á N A R HEFUR FYRIRFERÐ Á T TKRAFTA R Ú SKARPUR ÆRINN K L Á R HIRSLA VESKI K I S T A HREKKJA- LÓMURÓREIÐA A S M I FÆÐA AÐGÆTA M A T A LEIÐSLA SLITNA T A U GSJÚK- DÓMUR R REIÐAR- SLAG I ÞESSA TVEIR EINS H A N A YRKJA TIL- FINNING R Æ K T A T Á K N U N GLUFA TALA S K O R A FORÐUM B Æ F I N G KAPPSEMI LEYNI Á K E F Ð Í RÖÐ ÓAÐGÆTNI Á BÞJÁLFUN K A L SÍÐDEGI TVEIR EINS A F T A N N OFSA- REIÐA TVEIR EINS Ó Ð AÓVILD I RÍKI Í EVRÓPU L L L E T T INNBYRÐI T E L T A TRÍTILL N N D A ÝFI G G G Á U R R I ÓGOTT MERKINGH Ö FU N D U R B H • B R A G I@ TH IS .I S • K R O SS G A TU R .G A TU R .N ET 189 Hamrahlíð 17 Hús Blindrafélagsins Sími • 552-2002 ÓDÝR Margskipt gleraugu Verð 39.900 kr Margskipt gler frá Essilor (afgreiðslutími +/- tvær vikur) Gleraugu með glampa og rispuvörn Sérsmíðum samdægurs í styrk +/- 6,0 með cyl. til 2,0 19.900 kr. Margskipt gleraugu Margskipt gler frá Essilor (afgreiðslutími +/- tv r vikur) 39.900 kr. gleraugu umgjörð og gler www.bbl.is FRÆÐSLA Byggðasafn Reykjanesbæjar: Pennar, plastpokar og þjóðhættir Undirbúningur er hafinn á sýningunni Eins manns rusl er annars gull sem verður opnuð síðar á árinu í Byggðasafni Reykjanesbæjar. Hugmynd að sýningunni kviknaði þegar starfsfólk safnsins tók á móti stóru pennasafni.

x

Bændablaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Bændablaðið
https://timarit.is/publication/906

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.