Þingtíðindi Alþýðusambands Íslands ... - 24.11.1980, Blaðsíða 13
Þinghald og kosningar
Álit kjörbréfanefndar
Formaður kjörbréfanefndar, Þórir Daníelsson, skýrði frá því að 157 félög
ættu rétt til að sitja þingið með fast að 500 fulltrúum. Af beim sendu 127
félög 435 fulltrúa. 3 félög sendu fulltrúa, sem ekki eiga rétt til setu á þing-
inu vegna fólksfæðar. Leggur kjörbréfanefnd til að þeim verði veittur réttur
til setu á þinginu, með málfrelsi og tillögurétti en án atkvæðisréttar. Voru
435 kjörbréf samþykkt. Síðan voru samþykkt 3 kjörbréf til viðbótar frá
Verkalýðsfélaginu Jökli. Var síðan gert fundarhlé.
Þingi var fram haldið kl. 14.25.
Þórir Daníelsson, form. kjörbréfanefndar, lagði fram 4 kjörbréf og sagði
að ef þau yrðu samþykkt væru fulltrúar orðnir 442.
Snorri Jónsson bar kjörbréf upp til atkv. og voru þau samþykkt samhljóða.
Þá voru kosnir starfsmenn þingsins, sjá bls.....
Þórir Daníelsson skýrði síðan frá 2 kærum vegna kosningu fulltrúa frá
Vlf. A.-Hún. og Verkakvennafél. Aldan, Sauðárkróki. Lagði formaður nefnd-
arinnar til að fulltrúar frá Vlf. A.-Hún. fengju að sitja þingið með málfrelsi
og tillögurétti eins og fulltrúar Bifreiðastjórafélagsins Keilis og Bílstjórafél.
Rangæinga.
Hjá Verkakvennafélaginu Oldunni, Sauðárkróki væru uppi deilur um lög-
tnæti kosninga. Lagði Þórir til að þingið skæri úr um hvort fulltrúar fái að
sttja þingið með fullum réttindum. Taldi að þessi mál væru víti til varnaðar
°g það ætti að endurskoða kosningareglugerðina og samræma hana hjá fé-
lögunum.
Pétur Sigurðsson, Sjómannafélagi Reykjavíkur, taldi að ekki hefði verið
rett staðið að kosningu hjá Öldunni, og lagði til að fulltrúar félagsins fengju
ekki fullan rétt á þinginu.
11