Þingtíðindi Alþýðusambands Íslands ... - 24.11.1980, Blaðsíða 103
skv. júnísamningi og auk þess um 9-319 kr. vegna verðlagsbóta, eða
samtals 14.319 kr., sem samanvegið samsvarar 14.3% meðalhækkun.
10. 1. mars 1978 hækkuðu mánaðarlaun um 6.93%, eftir að áður gildandi
laun höfðu verið lækkuð um 1.590 kr. Hækkun þessi nam helmingi
hækkunar verðbótavísitölu og verðbótaauka. Samkvæmt lögum nr. 3/
1978 var frá 1. mars einnig greiddur verðbótaviðauki, sem fór lækk-
andi eftir því sem heildartekjur hækkuðu og dó út við kr. 169.000
heildartekjur á mánuði. Tekjuáhrif almennra verðbóta og verðbóta-
viðauka frá 1. mars eru áætluð 6%.
11. 1. júní 1978 hækkuðu Iaun um 6.4% vegna almennra verðbóta. Við þá
hækkun bættist grunnkaupshækkun kr. 5.000 á mánuði, sem gerði kr.
5.603 með verðbótum. Ofan á mánaðarlaun þannig reiknuð var síðan
greiddur verðbótaviðauki skv. lögum nr. 3/1978 og nr. 63/1978.
Hækkun dagvinnulauna er alls talin um 22.5% 1. júní. Tekjuáhrif eru
nokkuð minni eða um 18%, þar sem verðbótaviðauki lagðist ekki á yfir-
vinnu- og vaktarvinnuálög.
12. 1. september 1978 hækkuðu grunnlaun um kr. 4.000 á mánuði, eða
alls kr. 4.992 með verðbótum. Frá sama tíma féllu úr gildi lög nr. 3/
1978 og nr. 63/1978 og var greiðslu verðbótaviðauka því hætt, en
greiðsla verðbóta miðuð við óskerta verðbótavísitölu, 142.29 stig, sem
gilt hefði frá 1. júní, ef ekki hefði komið til fyrrnefndrar lagasetning-
ar. Þeirri hækkun verðbóta, sem að óbreyttu hefði orðið 1. september
var hins vegar eytt með niðurfærslu verðlags, sem fólst í auknum nið-
urgreiðslum og niðurfellingu söluskatts á matvörum, sbr. lög nr. 96
frá 8. september 1978. í þessum lögum er einnig ákvæði um að hámark
(þak) verðbóta á mánaðarlaun fyrir dagvinnu skuli frá 1. sept. miðast
við laun sem voru kr. 200.000 miðað við verðbótavísitölu þá er gilti 1.
desember 1977.
Tekjuáhrif launabreytinganna 1. september 1978 eru áætluð 7.6%.
13. 1. desember 1978 komu 6.12% verðbætur á laun lægri en 262.605
(þakið). Þau laun, sem voru yfir þessum mörkum hækkuðu um kr.
16.075. Að óbreyttum lögum áttu verðbætur að hækka um 14.13%, en
með lögum um tímabundnar ráðstafanir til viðnáms gegn verðbólgu
nr. 103/1978 var ákveðið að kauphækkun yrði 6.12%, niðurgreiðslur
auknar sem svaraði 3.01% af verðbótavísitölu, félagslegar umbætur
auknar, sem næmi 3% af verðbótavísitölu og skattar lágtekjufólks
lækkaðir, sem næmi 2% af verðbótavísitölu.
101