Þingtíðindi Alþýðusambands Íslands ... - 24.11.1980, Blaðsíða 59

Þingtíðindi Alþýðusambands Íslands ... - 24.11.1980, Blaðsíða 59
Niðurstöður Niðurstöður framkvæmdar vinnuverndarársins verði lagðar fram og kynnt- ar árið 1983 í formi myndarlegrar skýrslu, sem einstök félög og sambönd gætu stuðst við í starfi sínu að vinnuverndarmálum. Eins og sjá má á því, sem fram kemur hér í greinargerðinni, þá er að miklu leyti stuðst við þá reynslu, sem fékkst við framkvæmd vinnuverndar- viku byggingamanna. Tilgangur flutningsmanna tillögunnar er m. a. að færa þá reynslu víðar. A nýafstöðnu þingi Sambands byggingamanna var ennfremur ályktað að be.'na því til ASI að standa fyrir vinnuverndarári 1982. Vinnuverndarár eitt og sér flytur okkur ekki í höfn í þessu efni, því bar- áttan fyrir bættu vinnuumhverfi hlýtur að vera stöðug barátta. En vinnu- verndarár, ef vel tekst til, getur skilað okkur áleiðis til betri lífskjara, því hvað er vinnuumhverfi annað en hluti lífskjaranna? Með sérstöku vinnuverndarári munu verkalýðssamtökin sjálf með Al- þýðusamband íslands í broddi fylkingar hafa frumkvæði, og veg og vanda að öflugu og markvissu starfi er miðar að því að vinnuumhverfi verkafólks verði með þeim hætti, sem lög mæla fyrir um og lengi hefur verið barist fyrir. Nefndin leggur til að eftirfarandi verði samþykkt: 34. þing ASÍ tekur undir og mælir með eftirtöldum samþykktum 12. þings Sjcmannasambands Islands: 1. Enn er lögskráningu sjómanna mjög ábótavant, þrátt fyrir viðleitni Al- þingis í átt til hins betra með nýorðnum lagabreytingum á lögskrán- ingarlögum. Vandinn er einkum fólginn í, að ekki er lögskráð á skip undir 12 brl. og í ónákvæmni lögskráningu á sjómönnum í skipsrúm, en í sum- um tilvikum líða margar vikur frá því, að sjómaður hefur störf á skipi og þar til lögskráning fer fram. Ekki dugir það eitt, að kenna löggjafanum um, því hér þarf vissu- lega einnig til að koma hugarfarsbreyting sjómanna á gildi lögskrán- ingarinnar. Skipstjórnarmenn og skipshafnir hafa því miður ekki fylgt lög- skráningarlögum sem skyldi og hvetur þingið sjómenn til að taka hönd- um saman svo betur megi fara. 57
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104
Blaðsíða 105
Blaðsíða 106
Blaðsíða 107
Blaðsíða 108
Blaðsíða 109
Blaðsíða 110
Blaðsíða 111
Blaðsíða 112
Blaðsíða 113
Blaðsíða 114
Blaðsíða 115
Blaðsíða 116

x

Þingtíðindi Alþýðusambands Íslands ...

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þingtíðindi Alþýðusambands Íslands ...
https://timarit.is/publication/1793

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.