Þingtíðindi Alþýðusambands Íslands ... - 24.11.1980, Blaðsíða 59
Niðurstöður
Niðurstöður framkvæmdar vinnuverndarársins verði lagðar fram og kynnt-
ar árið 1983 í formi myndarlegrar skýrslu, sem einstök félög og sambönd
gætu stuðst við í starfi sínu að vinnuverndarmálum.
Eins og sjá má á því, sem fram kemur hér í greinargerðinni, þá er að
miklu leyti stuðst við þá reynslu, sem fékkst við framkvæmd vinnuverndar-
viku byggingamanna. Tilgangur flutningsmanna tillögunnar er m. a. að færa
þá reynslu víðar.
A nýafstöðnu þingi Sambands byggingamanna var ennfremur ályktað að
be.'na því til ASI að standa fyrir vinnuverndarári 1982.
Vinnuverndarár eitt og sér flytur okkur ekki í höfn í þessu efni, því bar-
áttan fyrir bættu vinnuumhverfi hlýtur að vera stöðug barátta. En vinnu-
verndarár, ef vel tekst til, getur skilað okkur áleiðis til betri lífskjara, því
hvað er vinnuumhverfi annað en hluti lífskjaranna?
Með sérstöku vinnuverndarári munu verkalýðssamtökin sjálf með Al-
þýðusamband íslands í broddi fylkingar hafa frumkvæði, og veg og vanda að
öflugu og markvissu starfi er miðar að því að vinnuumhverfi verkafólks
verði með þeim hætti, sem lög mæla fyrir um og lengi hefur verið barist
fyrir.
Nefndin leggur til að eftirfarandi verði samþykkt:
34. þing ASÍ tekur undir og mælir með eftirtöldum samþykktum 12. þings
Sjcmannasambands Islands:
1. Enn er lögskráningu sjómanna mjög ábótavant, þrátt fyrir viðleitni Al-
þingis í átt til hins betra með nýorðnum lagabreytingum á lögskrán-
ingarlögum.
Vandinn er einkum fólginn í, að ekki er lögskráð á skip undir 12
brl. og í ónákvæmni lögskráningu á sjómönnum í skipsrúm, en í sum-
um tilvikum líða margar vikur frá því, að sjómaður hefur störf á skipi
og þar til lögskráning fer fram.
Ekki dugir það eitt, að kenna löggjafanum um, því hér þarf vissu-
lega einnig til að koma hugarfarsbreyting sjómanna á gildi lögskrán-
ingarinnar.
Skipstjórnarmenn og skipshafnir hafa því miður ekki fylgt lög-
skráningarlögum sem skyldi og hvetur þingið sjómenn til að taka hönd-
um saman svo betur megi fara.
57