Þingtíðindi Alþýðusambands Íslands ... - 24.11.1980, Blaðsíða 51
þann fjárhagsvanda, sem þar er víð að etja, má vænta þess að Listasafnið
verði einn sterkasti þátturinn í menningarstarfi alþýðusamtakanna. í sam-
eiginlegu átaki verkalýðsfélaganna, Sögusafnsins, MFA og Listasafns getur sú
stofnun á komandi árum gjörbreytt sjálfsmati og sjálfstrausti verkafólks og
þurrkað með öllu út þann leiða skilning, sem svo lengi hefur gætt hjá mörg-
um í afstöðu til listrænna verðmæta, að þau hljóti að vera einhvers konar
gullastokkur og hégómadýrð einstakra hópa.
Svo litið sé til þeirra verkefna, sem brýnust eru á næstunni ályktar þingið:
1) Þingið leggur áherslu á eflingu Félagsmálaskóla alþýðu í höfuðatrið-
um í því formi, sem hann hefur þróast til þessa. Stefnt verði að því
sem fyrst að á vegum skólans verði starfrækt framhaldsnámskeið í ein-
stökum greinum, sem taki við af því námi, sem nemendur á 3 .önn
skólans hafa stundað. Þessum námskeiðum verði komið á svo víða um
land sem unnt er og starfi sem kvöldnámskeið.
Ahersla verði lögð á að allt nám Félagsmálaskólans, auk kvöldnám-
skeiða, verði metið til stiga, sem námsárangur í framhaldsskólum og
háskóla.
2) Að átelja harðlega þá meðferð, sem samþykktir ASÍ-þinga um fræðslu
fullorðinna hafa fengið. A. m. k. tvær nefndir hafa á undanförnum ár-
um verið skipaðar af ráðherrum til þess að gera tillögur og semja
frumvörp um fullorðinsfræðslu. Strax og þessi frumvörp hafa birst á
Alþingi frumflutt og endurflutt, hefur þeim verið stungið svefnþorn
með þögn og afskiptaleysi.
Þing ASÍ telur slíka afstöðu lýsa hvorttveggja í senn óvirðingu og
dáðleysi yfirvalda gagnvart óskum þess fólks, sem komið er út í at-
vinnulífið og vill njóta hluta þess réttar, sem menntakerfi þjóðarinnar
býður öðrum, sem leggja vilja í langskólanám. Það misrétti, sem hér
um ræðir er miklu meira og alvarlegra en almenningur og valdhafar
þjóðarinnar hafa gert sér grein fyrir til þessa og felur í sér þá hættu
að stéttamismunur aukist milli þeirra sem vinna líkamleg störf, og
hinna, sem aðra vinnu stunda.
í sambandi við löggjöf um fræðslu fullorðinna, sem jafnan hefur
verið rætt um sem frístundanám, vill þingið benda á að ekkert væri
eðlilegra en fólkið í atvinnulífinu hefði möguleika á því, samkvæmt
ákveðnum reglum, að fá launuð námsfrí frá störfum úr opinberum
námslaunasjóði sem ásamt frístundanámi gæfi réttindi í vissum grein-
um til framhaldsnáms í skólakerfinu, þar með talið háskólanám.
Þingtíðindi ASÍ ’80 4
49