Þingtíðindi Alþýðusambands Íslands ... - 24.11.1980, Blaðsíða 83
Við 28. gr., 4. mgr.:
Mgr. orðist svo: „Fyrir félög, sem hafa 501 félagsmann og fleiri, skal
kjósa 5 fulltrúa fyrir fimm hundruð félagsmanna, en fyrir þann fjölda fé-
lagsmanna, sem er fram yfir 500 skal kjósa einn fulltrúa fyrir hver 200 fé-
lagsmanna eða brot úr þeirri tölu ef hún nemur 100 eða meiru."
Jafnmarga fulltúa skal kjósa til vara.
Við 31. gr., 3. mgr.:
Mgr. orðist svo: „Miðstjórn skal tilkynna bréflega félögum þeim og lands-
samböndum, sem rétt eiga til að kjósa fulltrúa á þing ASI, hvenær kosningu
megi hefja og hvenær henni skal lokið."
Við b.-lið 33. gr. verði bætt eftirfarandi mgr.:
„Þó er sambandsstjórn heimilt að veita félögum með beina aðild að sam-
bandinu sama rétt og landssambönd með færri en 2500 félagsmenn, enda sé
félagsmannafjöldi þeirra 750 eða fleiri og þau eiga ekki rétt til að skipa sér
í landssamband."
Við 33. gr.:
Orðið „sambandsstjórn" í næst síðustu mgr. verði „miðstjórn".
í stað orðanna „úr sínum hópi" í lok 33. gr. verði „úr hópi miðstjórnar-
manna".
Við 39. gr., 1. mgr.:
Orðin „5 menn úr miðstjórn" verði „5 miðstjórnarmenn".
Eftirfarandi tillögur frá skipulags- og laganefnd voru felldar, þar sem þcer
hlutu ekki tilskilinn meirihluta til þess að ná fram að ganga:
Við 12. gr., gr. orðist svo:
„Landssamböndin ákveða sjálf í lögum sínum, á hve margra ára fresti
þing skuli haldin, þó skal það eigi vera sjaldnar en 4ða hvert ár."
Atkvæði féllu þannig: Já sögðu 217, nei 194, auðir seðlar voru 18.
Við 33. gr.:
Stafliður a) (2. mgr.) orðist svo: „A reglulegu sambandsþingi skal kjósa
serstaklega forseta ASÍ, 1. og 2. varaforseta. Síðan skal kjósa sameiginlega
12 meðstjórnendur. Þessir 15 mynda miðstjórn ASÍ."
Þingtíðindi ASÍ ’80 6
81