Þingtíðindi Alþýðusambands Íslands ... - 24.11.1980, Blaðsíða 10
sambandsins, lífeyrismál, fræðsiu- og menningarmál, atvinnulýðræði og
tölvumál.
Þá verða á dagskrá laga- og skipulagsmál. Það eru nú 12 ár síðan skipu-
lagi Alþýðusambandsins var breytt og ákveðið að skipa aðildarfélögunum í
landssambönd. Nú eru um 48 þúsund félagsmenn Alþýðusambandsins innan
árta landssambanda þess, en félagatal þeirra félaga, sem eru með beina aðild
að sambandinu, er um 8 þúsund innan 42ja félaga.
Agætu félagar og þingfulltrúar.
Það er von mín að öll störf þessa þings megi verða verkalýðssamtökunum
til farsældar og sóma. - Að svo mæltu lýsi ég 34. þing Alþýðusambands ís-
lands sett.
Frá því að 33. þing Alýðusambandsins var haldið fyrir fjórurn árum hafa
margir félagar okkar látist. Við minnumst þeirra allra með virðingu og
þakklæti fyrir þau störf sem þeir lögðu af mörkum fyrir sameiginleg málefni
olckar í verkalýðshreyfingunni. Aðstandendum þeirra og ástvinum vottum
við einlæga samúð okkar.
Valdwiar Leonhardsson var formaður Félags bifvélavirkja í fjölda ára og
var fulltrúi félagsins á mörgum Alþýðusambandsþingum.
Jón Rafnsson var um áratugaskeið einn fremsti forystumaður í verkalýðs-
lýðssamtökunum. Framkvæmdastjóri Alþýðusambandsins var hann um tíma
og sat fjölda þinga Alþýðusambandsins.
Jón Axel Pétursson var í miðstjórn Alþýðusambands íslands um árabil og
framkvæmdastjóri þess var hann um skeið. Hann átti sæti í Fulltrúaráði
verkalýðsfélaganna í Reykjavík. Jón sat mörg þing Alþýðusambandsins.
Stefán Jóhann Stefánsson, gegndi fjölmörgum trúnaðarstörfum fyrir verka-
lýðshreyfinguna og sat í miðstjórn Alþýðusambandsins árin 1924-1940.
Hann sat mörg Alþýðusambandsþing fyrr á árum. Hann átti lengi sæti á
Alþingi íslendinga, var ráðherra í nokkrum ríkisstjórnum og síðar ambassa-
dor íslands í Danmörku.
Sigríkur Sigríksson, var einn af stofnendum Verkalýðsfélags Akraness og
formaður sjómannadeildar þess í mörg ár. Hann átti sæti á mörgum þingum
Alþýðusambandsins.
Þórður Gíslason var um tíma í stjórn Trésmiðafélags Reykjavíkur. Þá vann
hann á Hagræðingardeild Alþýðusambands íslands, sem fulltrúi Sambands
byggingamanna.
Jónas Karl Helgason, var í stjórn Verkalýðsfélagsins Baldurs á ísafirði og
í stjórn Alþýðusambands Vestfjarða síðustu sex árin. Áður var hann formað-
ur Verkalýðs- og sjómannafélags Hnífsdælinga.
8