Þingtíðindi Alþýðusambands Íslands ... - 24.11.1980, Blaðsíða 66
FRÁ KJARA- OG ATVINNUMÁLANEFND
Þingskjal nr. 54
Kjai'amálaályktun
I.
Þegar 33. þing ASÍ var haldið síðla árs 1976 var kaupmáttur launafólks
í lágmarki og hafði farið nær óslitið þverrandi frá fyrri hluta árs 1974. í
ályktun þingsins um kjara- og efnahagsmál er lögð áhersla á að snúa verði
vörn í sókn og þar segir m. a.:
„33. þing Alþýðusambands íslands lýsir yfir því, að nú sé lokið því tíma-
bili varnarbaráttu í kjaramálum sem staðið hefur nú rösklega í tvö ár. Þingið
telur nú svo komið launamálum verkafólks, að með engu móti verði lengur
þolað, ef ekki á að verða varanlegur háski fyrir alla alþýðu manna og þjóð-
ina í heild."
í ályktuninni er sett fram krafa um 100 þús. kr. lágmarkslaun á mánuði,
sem verði að fullu verðbætt í samræmi við breytingar framfærslukostnaðar
og krafist ýmsra aðgerða til þess að ná auknu jafnrétti í þjóðfélaginu. Þá er
í ályktuninni hvatt til þess, að verkalýðsfélögin komi fram sem ein heild
gagnvart atvinnurekendum og stjórnvöldum varðandi þær meginkröfur, sem
snerta alla félaga verkalýðshreyfingarinnar.
II.
Með sólstöðusamningunum 1977 var öfugþróun undangenginna ára snú-
ið við, kaupmáttur hækkaði verulega og verðbótakerfið varð traustara en
áður. Með samningunum var stefnt að því að jafna launin, bæði með því að
almennar kauphækkanir voru í sömu krónutölu til allra og eins voru verð-
bætur í sömu krónutölu í tvo áfanga. Þó ríkisstjórnin hefði við undirskrift
samninganna staðfest, að þeir væru innan hins efnahagslega ramma þjóðfé-
lagsins, sneri hún þegar í febrúar 1978 við blaðinu og hafði forgöngu um
lagasetningu, sem skar verðbætur niður um helming. Verkalýðssamtökin
snerust af hörku gegn þessari óréttlám lagasetningu enda fyrirsjáanlegt, að
yrði henni ekki hrundið væri þess skammt að bíða, að kaupgeta félli aftur
niður á það stig, sem var fyrir sólstöðusamningana. Með nýjum lögum í mai
var slakað á skerðingunni á dagvinnukaupi, en henni haldið á yfirvinnu svo
auðsætt var að innan tíðar yrði yfirvinnuálögum eytt.
Eftir kosningar 1978 voru samningar settir í gildi á ný samhliða miklum
niðurfærsluaðgerðum. í desember það ár var hins vegar enn gripið til að-
64