Þingtíðindi Alþýðusambands Íslands ... - 24.11.1980, Blaðsíða 14
Valdimar Guðmannsson, Vlf. A.-Hún., sagði að honum hefði verið sagt
að hann fengi fullan rétt á þinginu og af þeirri ástæðu komið á þingið.
Kolbeinn Friðbjarnarson sagðist ekki vera sáttur við álit Péturs Sigurðs-
sonar og lagði til að kjörbréf fulltrúa frá Oidunni yrðu tekin gild.
Hermann Guðmundsson sagði að ekki væri nýtt að deilt væri um kjör-
bréf á ASI-þingi. Taldi að félögin ættu að fá fullan rétt á þinginu.
Þórir Daníelsson sagði að kjörbréfanefnd legði til að öll kjörbréfin verði
tekin gild, en þau eru:
Frá Bílstjórafélaginu Keili................... 1 fulltrúi
— Vlf. A.-Hún................................. 2 íuiltrúar
— Bílstjórafél. Rangæinga .................... 1 fulltrúi
— Vkf. Öldunni ............................... 4 fulltrúar
Tveir menn voru þá eftir á mælendaskrá.
Karvel Pálmason, sem lýsti sig samþykkan niðurstöðu kjörbréfanefndar.
Óskar Garibaldason sagði að hvergi stæði í lögum ASÍ hvernig beri að
kjósa til ASÍ-þings.
Þá bar forseti kjörbréfin 8 undir atkvæði og voru þau samþykkt með öll-
um greiddum atkvæðum gegn einu.
Síðar á þinginu var samþykkt 1 kjörbréf frá Vlf. Hrútfirðinga. Sátu þvi
þingið samtals 451 fulltrúi.
Skýrsla forseta
Fyrir þingfulltrúum lágu prentaðar skýrslur um starfsemi ASÍ fyrir árin
1977-1980. Rakti Snorri Jónsson megindrætti skýrslnanna. Að lokum gat
hann þess, að hann gæfi ekki kost á sér sem forseti ASÍ, né í miðstjórn.
Reikningar ASÍ og MFA
Fyrir þinginu lágu fjölritaðir reikningar ASÍ og MFA. Einar Ögmundsson,
gjaldkeri fráfarandi miðstjórnar, gerði grein fyrir reikningum ASI og Magn-
us L. Sveinsson gerði grein fyrir reikningum MFA. Reikningarnir voru born-
ir undir atkvæði og samþykktir samhljóða.
Ávarp frá Sjálfsbjörg
Miðstjórn ASÍ hafði samþykkt að heimila ávarp frá Sjálfsbjörg á þinginu
í tilefni af alþjóðaári fatlaðra 1981. Formaður Sjálfsbjargar, Theodór A.
Jónsson, flutti ávarpið og ræddi um vanda fatlaðra á vinnumarkaðinum og
samvinnu Landssambands fatlaðra og verkalýðshreyfingarinnar.
12