Þingtíðindi Alþýðusambands Íslands ... - 24.11.1980, Blaðsíða 91
Þróun kauptaxta og kaupmáttar
1972-1980
Þingskjal nr. 24
Hér á eftir verður gerð nokkur grein fyrir þróun kauptaxta og kaupmátt-
ar 1972—1980. Jafnframt verður gerð grein fyrir þróun greidds tímakaups í
dagvinnu samkvæmt úrtaksathugun í Reykjavík og nágrenni og þróun vinnu-
tíma 1972-1980 samkvæmt athugun Kjararannsóknarnefndar. Síðast í þessu
yfirliti er gerð grein fyrir breytingum og taxtakaupi verkamanna frá 1. mars
1976 til 1. des. 1980 og birt yfirlit yfir meðalhækkun neysluvöruverðlags í
OECD-löndum frá 1961 til 1. apríl 1980 samkvæmt athugunum OECD.
Á töflu 1 er sýndur kaupmáttur kauptaxta á árunum 1971—1980. Yfir-
litið tekur til fjögurra hópa innan ASÍ, þ. e. verkamanna, verkakvenna, iðn-
aðarmanna og verslunar- og skrifstofufólks. Þessir fjórir hópar eru síðan
dregnir saman í einn undir yfirskriftinni ASÍ landverkafólk, en í næst aft-
asta dálki töflunnar er tilsvarandi kaupmáttarröð fyrir opinbera starfsmenn
(BSRB/BHM félaga í ríkisþjónustu). í aftasta dálki töflunnar er kaupmátt-
ur þeirra fimm hópa, sem á undan fara, veginn saman undir yfirskriftinni
„allir" launþegar.
Kaupmáttur kauptaxtanna er hér miðaður við vísitölu framfærslukostn-
aðar og er ársmeðaltal 1971 = 100. Reiknað er á grundvelli viku- og mán-
aðarkaups, sem ekki breytist við vinnutímastyttinguna í ársbyrjun 1972.
Vinnutímastyttingunni fylgdi á hinn bóginn hækkun tímakaups, þannig að
ef það hefði verið valið til viðmiðunar væru tölurnar 10% hærri, en þær
sem bér birtast.
í byrjun desember 1971 voru gerðir kjarasamningar tii tveggja ára. Samn-
ingum þessum fylgdu grunnkaupshækkanir á samningstímanum, en jafn-
framt var samið um vísitölubindingu launa. Verðlagsþróunin á árunum
1972 og 1973 var hægfara, ef miðað er við síðari ár. Kaupmáttur jókst því
verulega milji áranna 1971 og 1972 og hélst nokkuð stöðugur árið 1973.
89