Þingtíðindi Alþýðusambands Íslands ... - 24.11.1980, Blaðsíða 58
Landshlutar, ASS, ASA, AN, ASV, ASVL, Fulltrúaráð verkalýðsfélaga í
Reykjavík, Verkalýðsfélög á Reykjanesi, Fulltrúaráð verkalýðsfélaga í Vest-
mannaeyjum
í samvinnu við svæðasamböndin innan ASÍ verði haldnar 1 dags ráðstefn-
ur fyrri hluta ársins 1982, þar sem fulltrúar verkalýðsfélaganna í viðkom-
andi landshluta koma saman. Á ráðstefnunum verði komið á framfæri þeirri
fræðslu, sem nauðsynlegust er varðandi lögin um aðbúnað, hollustuhætti og
öryggi á vinnustöðum. Auk þess verði rætt um ástand mála í einstökum
byggðarlögum með tilliti til laganna. Á ráðstefnunum verði kannað hvort
almennt er búið að velja öryggistrúnaðarmenn á vinnustöðunum og öryggis-
nefndir starfsgreina í viðkomandi landshluta. Einkenni ráðstefnanna væri
því fræðsla, skoðanaskipti og umræður til undirbúnings átaks um framkvæmd
laganna um aðbúnað, hollustuhætti og öryggi á vinnustöðum.
V innustaðafundir
Meginþungi þessa verkefnis verði á vinnustaðafundum, og fundum í ein-
stökum byggðarlögum. Lengd fundanna verði 1-2 klst., með skipulagðri dag-
skrá (stuttum inngangi, myndasýningum, umræðum o. fl.). Bæklingum og
öðru kynningarefni í prentuðu formi verði dreift á fundunum. Heilbrigðis-
og öryggisfulltrúum verði boðið á fundina, auk þess atvinnurekendum og
fulltrúum þeirra, s. s. verkstjórum. Vinnustaðafundirnir verði skipulagðir eft-
ir landshlutum. Auk þess verði starfsmenn vinnuverndarársins viðbúnir að
heimsækja vinnustaði og stofnanir eftir óskum.
1. maí
1. maí 1982 verði helgaður vinnuverndarmálum.
Fjölmiðlar
Sérstök áhersla verði lögð á umfjöllun vinnuverndarmála í fjölmiðlum,
svo sem með þáttagerð, skrifum, þýðingum og viðtölum. A. m. k. eitt tölu-
blað VINNUNNAR verði helgað vinnuvernd árið 1982.
Landsráðstefna
Undir lok ársins verði haldin í Reykjavík landráðstefna um vinnuvernd,
þar sem boðið yrði fulltrúum frá ýmsum aðilum, er málið snertir, auk full-
trúa verkalýðshreyfingarinnar.
56