Þingtíðindi Alþýðusambands Íslands ... - 24.11.1980, Blaðsíða 18
Samvinna við fatlaða
A þinginu lagði Kolbeinn Friðbjarnarson fram tillögu um samvinnu
verkalýðshreyfingarinnar og samtaka fatlaðra. Tillagan var samþykkt (sjá
ályktanir þingsins).
Gervasoni-málið
Aðalheiður Bjarnfreðsdóttir bar upp tillögu á þinginu um stuðning ASI
við landvistarleyfi fyrir Frakkann Gervasoni. Tillagan var samþykkt (sjá
ályktanir þingsins).
Ástandið í Póllandi
A þinginu var samþykkt tillaga frá Guðmundi J. Guðmundssyni og Jóni
Karlssyni um stuðning við óháð verkalýðssamtök í Póllandi (sjá ályktanir
þingsins).
Kjör forystumanna ASÍ
Forsetakjör
Benedikt Davíðsson hafði orð fyrir kjörnefnd. Kvað hann kjörnefnd ekki
hafa komist að sameiginlegri niðurstöðu um forsetaframboð. Meirihluti
nefndarinnar (5 menn), mælti með Asmundi Stefánssyni, 2 sátu hjá í kjör-
nefnd, en minnihlutinn (2 menn) mæltu með Karvel Pálmasyni, og hafði
Karl Steinar Guðnason orð fyrir minnihlutanum. Þá tók til máls Guðmund-
ur Sæmundsson, Akureyri, og gerði tillögu um sjálfan sig í embætti forseta.
Atkvæði féllu þannig: Asmundur Stefánsson 35.825 atkv., Karvel Pálmason
17.050 atkv., Guðmundur Sæmundsson 2.275 atkv. Auðir seðlar voru 875.
Varaforsetakjör
Benedikt Davíðsson gerði grein fyrir áliti meirihluta kjörnefndar (5
menn), sem mælti með Birni Þórhallssyni. Karl Steinar Guðnason gerði grein
fyrir áliti minnihluta (3 menn, 1 sat hjá), sem mælti með Jóni Helgasyni.
Atkvæði féllu þannig: Björn Þórhallsson fékk 36.450 atkv., Jón Helgason
18.625 atkv. Auðir seðlar 775 og ógildir 125.
Miðstjórn
Samstaða náðist í kjörnefnd um tillögur að miðstjórn. Stungið var upp
á Aðalheiði Bjarnfreðsdóttur, Benedikt Davíðssyni, Guðjóni Jónssyni, Guð-
mundi J. Guðmundssyni, Guðmundi Hallvarðssyni, Guðmundi Þ. Jónssyni,
16