Þingtíðindi Alþýðusambands Íslands ... - 24.11.1980, Blaðsíða 54
að skapa verkafólki aukið Öryggi í atvinnulífinu og baeta lífskjör þess,
en einnig að því að fullnægja þörfum þjóðfélagsins fyrir vel menntað
vinnuafl. En verkalýðshreyfingin lítur einnig á aukna menntun sem
leið til aukins mannlegs frjálsræðis. Ef takast á að veita fjöldanum
slíkta aukið frjálsræði, verður menntunarkerfið í heild sinni að verða
sveigjanlegra, óþarfar aðgreiningar milli mismunandi tegunda skóla og
kröfur um sérstök prófskírteini verða að hverfa, þannig að aðgangur
að öllum skólum og hreyfingar skóla í milli verði auðveldari. Aðgang-
ur að menntaskólum og háskóla verði víðtækari en nú er, og sú ein-
angrun, sem þessir skólar nú eru í, verði rofin. Kennsla í almennum
skólum, iðnskólum, menntaskólum og háskóla, þarf að veita víðtæka
þekkingu á stofnunum atvinnulífsins og starfsemi þeirra. Námsskrár í
þessum greinum ber að vinna í nánu samstarfi við samtök verkafólks.
Jafnréttiskröfur verkalýðshreyfingarinnar eru í fullu gildi í menn-
ingarmálum. Þess vegna stefnir framtak hennar í þeim málum að því
að afnema stéttamismun og hindra að nýr stéttamismunur skapist milli
þeirra, sem vinna líkamleg störf, og hinna, sem andlega vinnu stunda."
«... . Þingskjal nr. 40
Alyktun I y
34. þing ASI hvetur til þess að sjómönnum er lengi hafa starfað og hætta
vilja sjómennsku, verði auðveldað að búa sig undir og komast í störf í
landi, og þeim verði gert kleift að afla sér endurmenntunar til dæmis með
styrkjum eða lánum úr námslánasjóðum.
Ályktun II
34. þing ASÍ skorar á ríkisstjórn og Alþingi að láta kanna kostnað sem
fylgja mundi því að styrkja fullorðinsfræðslu þeirra, sem eiga búsetu fjarri
skólum, sem fræðslu þessa veita, eða verða að dvelja langtímum saman
fjarri þeim og sínum heimilum vegna atvinnu sinnar. Skal meðal annars
kannaður kostnaður við upptökur og prentun kennslugagna og verkefna sem
unnin eru í skólunum sjálfum: Skal bæði miða við fög, sem kennd eru í
menntaskólum og fjölbrautaskólum.
Þingskjal nr. 41
Nefndin leggur til að eftirfarandi tillögu verði vísað til endurskoðunar
á reglugerð MFA:
Undirritaðir nemendur Félagsmálaskóla alþýðu leggja til að fulltrúar nem-
enda fái aðild að stjórn Félagsmálaskólans.
52