Þingtíðindi Alþýðusambands Íslands ... - 24.11.1980, Qupperneq 71

Þingtíðindi Alþýðusambands Íslands ... - 24.11.1980, Qupperneq 71
Frá Óskari Vigfússyni og fl.: „34. þing Alþýðusambands íslands beinir þeirri eindregnu áskorun til sjávarútvegsmálaráðherra að nú þegar verði gefin út reglugerð um að allir sjómenn fái minnst þriggja daga frí frá veiðum yfir jólahelgina." Frá Jóhönnu Friðriksdóttur: „34. þing Alþýðusambands íslands samþykkir að fela miðstjórn að beita sér fyrir því að Alþýðusambandið gefi út handbók um túlkun samninga í formi spurninga og svara." Frá Ragnari Karlssyni o. fl. ásamt tillögu fóhönnu Friðriksdóttur nokkuð breyttri: „34. þing ASÍ samþykkir að fela miðstjórn sambandsins að beita sér fyrir nýrri lagasetningu um bættan rétt starfsfólks þegar um uppsagnir er að ræða. Skal með þeim lögum tryggt að allir njóti fyllsta uppsagnarréttar og aldrei verði fleirum sagt upp en láta eiga af störfum. Uppsagnarástæða skal til- greind og þegar fólki er sagt upp vegna samdráttar í starfsemi skal skylt að fara eftir starfsaldri þar sem því verður við komið. Við endurráðningu skal á sama hátt fara eftir starfsaldri þannig að fyrst verði endurráðnir þeir sem hafa lengstan starfstíma að baki. Verkalýðsfélögum og vinnumálaskrifstofu skal tilkynnt um ráðgerðan samdrátt með þeim mun lengri fyrirvara sem fleirum er sagt upp og aldrei síðar en þegar sá starfsmaður sem lengstan starfsaldur hefur að baki fær uppsögn sína. Ennfremur samþykkir 34. þing ASÍ að fela miðstjórn að beita sér fyrir því, að 3. gr. laga um rétt verkafólks til uppsagnarfrests frá störfum o. fl. verði breytt þannig að atvinnurekendum verði ótvírætt óheimilt að fella niður launagreiðslur til starfsfólks með tilvísun til hráefnisskorts." Þá samþykkti nefndin samhljóða að mcela með að send verði eftirfarandi umsögn um frumvarp til laga um breytingu á lögum nr. 80, 11. júní 1938, um stéttarfélög og vinnudeilur, sem lagt hefur verið fram á Alþingi af Pétri Sigurðssyni o. fl.: „Vegna fram kominnar óskar félagsmálanefndar neðri deildar Alþingis ítrekar 34. þing Alþýðusambands íslands fyrri yfirlýsingar samtakanna um að löggjafinn hlutist ekki til um innri mál verkalýðshreyfingarinnar." Þá leggur kjara- og atvinnumálanefnd til samhljóða að þingið samþykki eftirfarandi tillögur sem mótaðar voru í nefndinni: 69
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80
Qupperneq 81
Qupperneq 82
Qupperneq 83
Qupperneq 84
Qupperneq 85
Qupperneq 86
Qupperneq 87
Qupperneq 88
Qupperneq 89
Qupperneq 90
Qupperneq 91
Qupperneq 92
Qupperneq 93
Qupperneq 94
Qupperneq 95
Qupperneq 96
Qupperneq 97
Qupperneq 98
Qupperneq 99
Qupperneq 100
Qupperneq 101
Qupperneq 102
Qupperneq 103
Qupperneq 104
Qupperneq 105
Qupperneq 106
Qupperneq 107
Qupperneq 108
Qupperneq 109
Qupperneq 110
Qupperneq 111
Qupperneq 112
Qupperneq 113
Qupperneq 114
Qupperneq 115
Qupperneq 116

x

Þingtíðindi Alþýðusambands Íslands ...

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Þingtíðindi Alþýðusambands Íslands ...
https://timarit.is/publication/1793

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.