Þingtíðindi Alþýðusambands Íslands ... - 24.11.1980, Blaðsíða 45
Þingskjal nr. 37
Ályktun um tölvumál
34 þing ASÍ vekur athygli á þeim gífurlegu tæknibreytingum á sviði
tölvumála sem nú eiga sér stað og fyrirsjáanlega munu eiga sér stað á næstu
árum og hinum miklu áhrifum þeirra á atvinnumöguleika og vinnuumhverfi
launþega.
Alþýðusamband Islands er hlynnt auknum rannsóknum og tækniþróun,
sem notaðar eru á réttan hátt til hagsbóta fyrir þjóðarheildina. Sambandið tel-
ur þó að hvers konar tækninýjungum eigi ekki að taka gagnrýnislaust og ef
rangt er að staðið þá getur sú tækniþróun, sem nú ber mest á og kemur fram
í tölvuvæðingu og vélmennsku alls konar, leitt til þess að mörg störf verða
stöðugt einhæfari en þau eru í dag og atvinnuleysisvofan skimar í gætt-
inni.
A næstu árum mun hin nýja tækni ryðja sér til rúms hér á landi í aukn-
um mæli. ís'ensk verkalýðshreyfing verður nú þegar að fá áhrif á hvernig
þessari nýju tækni verður beitt. Áhrif verkalýðsfélaganna skulu í þessu sam-
bandi notuð til þess að hlutast til um það hvort, hvenær og til hvers tölvur
skuli notaðar, og taka skal til meðferðar áhrif tölvuvæðingar á vinnustaðinn,
innihald starfa, sem hugsanleg tölvuvæðing leiðir af sér, þannig að félags-
legir þættir vegi að minnsta kosti jafn þungt og hinar hefðbundnu efnahags-
legu og tæknilegu kröfur, sem atvinnurekendur setja fram. Leggja verður
áherslu á fulla atvinnu handa öllum, innihaldsauðuga vinnu og félagsleg
samskipti á vinnustað. Tölvuvæðingin gefur tilefni til þess að vinnutími
styttist án þess að tekjur rýrni. Að því leyti sem ný tækni krefst nýrrar verk-
kunnáttu verður að gefa starfsfólki kost á endurmenntun, þannig að aldrei
verði hægt að segja fólki upp störfum í skjóli þess, að það kunni ekki með
tækninýjungarnar að fara.
Tölvur geta haft jákvæð áhrif á vinnuumhverfið. Þær hafa stóraukið
möguleikana á því að útrýma líkamlega eða andlega slítandi störfum og
þeim sem stunduð eru í erfiðu og/eða hættulegu umhverfi. Það er því krafa
-ASÍ að tölvur og vélmenn verði eins notuð af vinnuumhverfisástæðum eins
°8 af framleiðniástæðum.
Ef rangt er að staðið getur vinna við tölvuskerma leitt til alls konar sjúk-
dóma hjá starfsfólki. Því gerir ASÍ kröfu til þess, að tölvuskermar og að-
búnaður á vinnustað við notkun þeirra sé með þeim hætti að þeir séu ekki
heilsuspillandi.
Fræðslu um tölvumál í skólum verður að stórauka. Brjóta verður niður þá
tmynd sem sums staðar gætir að tölvan sé sjálfstætt fyrirbæri. Fræðsla um
43