Þingtíðindi Alþýðusambands Íslands ... - 24.11.1980, Blaðsíða 63
einstaklingum sem þurfa að komast inn á vinnumarkaðinn eftir að hafa
orðið fyrir röskun vegna breyttra aðstæðna svo sem siysa, sjúkdóma, afbrota
eða hjúskaparslita.
Fjárframiög í þessu skyni verði veitt úr tryggingum og miði framlögin
að því að kosta einstaklinginn til starfsmenntunar og sjálfsbjargar.
Ályktun II
34. þing ASÍ fordæmir harðlega bráðabirgðalög nr. 70, sem sett voru á
farmenn þann 19. júní 1979. Þessi lög eru ómakleg árás pólitísks valds á
sjcmenn og þá sérstaklega undirmenn, þar sem ekkert lá fyrir um vinnu-
stöðvun þeirra.
Sérstaklega fordæmir þingið svik þáverandi valdhafa við eigin bráða-
birgðalagasetningu um rannsókn og mat á vissum þáttum í starfi sjómanna.
Slík valdníðsla vofir sem skuggi yfir öllum launþegum þessa lands, því
alltaf má endurtaka ósómann.
Ályktun III
34. þing ASÍ bendir á niðurstöður Heilbrigðisstofnunar Sameinuðu þjóð-
anna (WHO), þar sem fram kemur, að þau vandamál, er stafa af áfengis-
neyslu eru í beinu samhengi við heildarneyslu þess. Heilbrigðisstofnun Sam-
einuðu þjóðanna telur helstu ráðin til úrbóta á þessu sviði vera að halda
verðlagi á áfengi háu og fækka dreifingarstöðum áfengis. 34. þing ASÍ lýsir
yfir fullum samstarfsvilja við þá aðila sem berjast gegn áfengis- og fíkni-
efnaneyslu og aðstoða þá einstaklinga sem háðir eru þessari neyslu.
Þingskjal nr. 51
Eftirfarandi tillaga Félags verslunar- og skrifstofufólks á Akureyri og ná-
grenni um samræmingu laga og réttlætis, fékk umfjöllun nefndarinnar.
Niðurstaðan varð sú, að þar sem athyglisverðar ábendingar koma fram í
tillögunni, en efni þeirra er unifangsmikið, þá sé tillögunni vísað til mið-
stjórnar til athugunar.
„Tillaga um samræmingu laga og réttlætis.
Óskað er eftir að íhugað verði hvort ekki er orðin ástæða til að ASÍ geri
uttekt á misræmi því sem orðið er milli laga og réttlætis í þessu þjóðfélagi,
bent er á að ein tegund „réttlætis" gildir fyrir hið opinbera, önnur fyrir e:n-
staklinga, sem dærni má nefna að eftir síðustu skattalagabreytingar vöknuðu
fjölda mörg hjón upp við að annað átti inni fé vaxtalaust hjá hinu opin-
61