Þingtíðindi Alþýðusambands Íslands ... - 24.11.1980, Blaðsíða 55
Telja verður eðlilegt að nemendur í skóla verkalýðshreyfingarinnar eigi
aðild að stjórn skólans, enda er það grunntónn Stefnuyfirlýsingar ASÍ að
auka áhrif hins aimenna félaga í verkalýðshreyfingunni sem og í þjóðféiag-
inu öllu.
Augljóslega yrði það styrkur fyrir Félagsmálaskóla alþýðu að innan stjórn-
ar skólans væri fulltrúi þess hóps sem þar hefur hlotið fræðslu.
Þorbjörn Guðmundsson o. fl.
FRÁ NEFND UM VINNUVERND, TRYGGINGA-
OG ÖRYGGISMÁL
Þingskjal nr. 42
Ályktun um vinnuvernd
34. þing ASÍ fagnar því að Alþingi hefur samþykkt nýja löggjöf um
starfsumhverfi og vinnuvernd - lög um aðbúnað, hoilustuhætti og öryggi á
vinnustöðum nr. 46/1980 - sem öðlast gildi 1. janúar 1981.
í hinum nýju lögum eru mörg athyglisverð nýmæli, m. a. er grundvallar-
atriði laganna að leysa skuli vandamál varðandi aðbúnað, hollustuhætti og
öryggi f starfsumhverfi á sjálfum vinnustöðunum með samstarfi fulltrúa
verkafólks og atvinnurekenda, undir forysm og leiðsögn Vinnueftirlits ríkis-
ins, sem er sjálfstæð stofnun með stjórnunaraðild heildarsamtaka verkafólks
og atvinnurekenda.
Við gildistöku nýju laganna skapast nýir möguleikar fyrir verkafólk til
■notunar starfsumhverfis og aukinna áhrifa á vinnustöðum.
Setning laga nr. 46/1980 um aðbúnað, hollustuhætti og öryggi á vinnu-
stöðum er þýðingarmikill áfangasigur fyrir verkafólk og samtök þess.
Næsti áfangi, sem er ekki síður mikilvægur, er að fá fram fulla fram-
kvæmd laganna, og að verkafólk og samtök þess hagnýti sér til fullnustu þá
möguleika sem í þeim felast til þess að ná fram nauðsynlegum úrbótum á að-
búnaði, hollustuháttum og öryggi vinnustaða.
34. þing ASÍ telur þetta verkefni eitt hið þýðingarmesta í starfi verka-
lýðshreyfingarinnar næstu mánuði, og beinir því eftirfarandi til miðstjórnar
ASÍ, MFA, verkalýðsfélaga og sambanda og Vinnueftirlits ríkisins:
Að lög nr. 46/1980 um aðbúnað, hollustuhætti og öryggi á vinnustöðum
verði kynnt ítarlega fyrir félagsmönnum aðildarfélaga ASÍ.
53