Þingtíðindi Alþýðusambands Íslands ... - 20.05.1996, Side 24

Þingtíðindi Alþýðusambands Íslands ... - 20.05.1996, Side 24
Verðbólga er lægri en hún hefur verið áratugum saman. Atvinnuleysi er að vísu enn mjög mikið á okkar mælikvarða, en fer nú minnkandi með fjölgun starfa í flestum greinum atvinnulífsins. Fjárfestingar í atvinnulífinu hafa aftur tekið við sér. Við höfum með þessu lagt traustan grunn til að byggja á og því eru allar að- stæður hagstæðar til þess að verkalýðshreyfingin geti á næstu árum haldið áfram því mikilvæga verkefni að auka kaupmátt dagvinnulauna. I drögum að stefnu okkar í launamálum er stefnt að því að launafólk á Islandi búi við sambærileg kjör og best gerist í nágrannalöndunum. Þetta gerum við best með því að móta vel útfærða og markvissa áætlun um að ná þessu takmarki á næstu árum. Til þess verður að fara saman efnahagslegur stöðugleiki, þróttmikil og framsýn atvinnu- stefna, aukin framleiðni á öllum sviðum atvinnulífsins, breytingar á skipulagi vinnunnar og nútímalegri vinnubrögð við undirbúning kjarasamninga með breyttri og markvissari verkaskiptingu milli heildarsamtaka, landssambanda, fé- laga og trúnaðarmanna. Slík stefna verður að byggja á traustri efnisvinnu, sam- felldum málflutningi og við verðum að forðast afmörkuð skammtíma upphlaup. Aðeins þannig náum við árangri, aðeins þannig byggjum við upp traust okkar félagsmanna, aðeins þannig byggjum við upp ásættanleg lífskjör á íslandi. Yfirskrift þessarar launastefnu er krafan um heildstætt samningaferli, þar sem hlutverk og bein þátttaka launafólks verði óaðskiljanlegur þáttur í daglegu starfi okkar því einungis með þeim hætti getum við náð því tvíþætta markmiði okkar, að efla félagslegt starf í stéttarfélögunum og að jafna kjör okkar félagsmanna á við það sem best gerist í nágrannalöndunum. Verkalýðshreyfingin stendur frammi fyrir miklum og ögrandi verkefnum. Tekist er á um ólíka sýn á samfélagið og þróun þess. Annars vegar stendur verkalýðshreyfingin og bandamenn hennar á grundvelli jafnaðar og samstöðu. Hins vegar frjálshyggjan með sérhyggju og ójöfnuð. Við þessar aðstæður er mikilvægara enn nokkru sinni fyrr að við treystum samtök okkar og samstöðu. Við þetta bætist síðan að breyttir samfélagshættir og kröfur félagsmanna í verka- lýðshreyfingunni um öflugri samtök og bætta þjónustu kalla á það að við séum sífellt vakandi fyrir breytingum og úrbótum sem geri hreyfingu okkar hæfari til að sinna hlutverki sínu. Staða verkalýðshreyfingarinnar En hver er þá staða okkar? Oft heyrist sagt að hreyfing okkar sé íhaldssöm og vilji litlu eða engu breyta í sínum eigin málum eða skipulagi. Þessi fullyrðing er sem betur fer ekki rétt. Samtök okkar hafa tekið miklum breytingum á síðustu árum og eru að taka breytingum sem miða að því að efla starf þeirra og áhrif. Frá því að við komum síðast saman á þingi Alþýðusambandsins fyrir þrem og hálfu ári hefur orðið mjög umtalsverð breyting á aðildarfélögunum og sambönd- um. Þar má fyrst telja sameiningu tveggja landssambanda, Sambands bygginga- manna og Málm- og skipasmiðasambandsins í nýtt stærra og öflugra landssam- band; Samiðn, samband iðnfélaga árið 1993. Þessari breytingu hafa síðan fylgt
Side 1
Side 2
Side 3
Side 4
Side 5
Side 6
Side 7
Side 8
Side 9
Side 10
Side 11
Side 12
Side 13
Side 14
Side 15
Side 16
Side 17
Side 18
Side 19
Side 20
Side 21
Side 22
Side 23
Side 24
Side 25
Side 26
Side 27
Side 28
Side 29
Side 30
Side 31
Side 32
Side 33
Side 34
Side 35
Side 36
Side 37
Side 38
Side 39
Side 40
Side 41
Side 42
Side 43
Side 44
Side 45
Side 46
Side 47
Side 48
Side 49
Side 50
Side 51
Side 52
Side 53
Side 54
Side 55
Side 56
Side 57
Side 58
Side 59
Side 60
Side 61
Side 62
Side 63
Side 64
Side 65
Side 66
Side 67
Side 68
Side 69
Side 70
Side 71
Side 72
Side 73
Side 74
Side 75
Side 76
Side 77
Side 78
Side 79
Side 80
Side 81
Side 82
Side 83
Side 84
Side 85
Side 86
Side 87
Side 88
Side 89
Side 90
Side 91
Side 92
Side 93
Side 94
Side 95
Side 96
Side 97
Side 98
Side 99
Side 100
Side 101
Side 102
Side 103
Side 104
Side 105
Side 106
Side 107
Side 108
Side 109
Side 110
Side 111
Side 112
Side 113
Side 114
Side 115
Side 116
Side 117
Side 118
Side 119
Side 120
Side 121
Side 122
Side 123
Side 124
Side 125
Side 126
Side 127
Side 128
Side 129
Side 130
Side 131
Side 132
Side 133
Side 134
Side 135
Side 136
Side 137
Side 138
Side 139
Side 140
Side 141
Side 142
Side 143
Side 144
Side 145
Side 146
Side 147
Side 148
Side 149
Side 150
Side 151
Side 152
Side 153
Side 154
Side 155
Side 156
Side 157
Side 158
Side 159
Side 160
Side 161
Side 162
Side 163
Side 164
Side 165
Side 166
Side 167
Side 168
Side 169
Side 170
Side 171
Side 172
Side 173
Side 174
Side 175
Side 176
Side 177
Side 178

x

Þingtíðindi Alþýðusambands Íslands ...

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Þingtíðindi Alþýðusambands Íslands ...
https://timarit.is/publication/1793

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.