Þingtíðindi Alþýðusambands Íslands ... - 20.05.1996, Blaðsíða 31
Skýrsla forseta til 38. þings ASÍ
Góðir félagar,
Þið hafið fyrir framan ykkur skýrslur forseta fyrir árin 1993, 1994 og 1995,
alls hátt í 700 blaðsíður þar sem gerð er grein fyrir starfsemi Alþýðusam-
bands Islands og stofnana þess á tímabilinu frá október 1992 til október
1995. Þá er frátalið þing sambandsins sem háð var á Akureyri í nóvember
1992 og sérstaklega er fjallað um í þingtíðindum 37. þings ASI sem einnig
liggja frammi.
Skýrslurnar bera þess glöggt vitni að starfsemi Alþýðusambands Islands
var mikil og vaxandi á tímabilinu og verkefnin fjölbreytt. Kjara- og atvinnu-
málin voru ofarlega á dagskrá eins og jafnan áður.
Skýrslurnar endurspegla líka ágætlega áherslur og starf að fjölmörgum
málaflokkum öðrum, s.s. verðlagsmálum, húsnæðismálum, lífeyrismálum,
jafnréttismálum og vinnuvernd.
Umsagnir um lagafrumvörp og þingsályktanir eru áberandi í skýrslunum.
Mikill fjöldi umsagna sýnir vel það mikilvæga upplýsinga-, ráðgjafar- og
aðhaldshlutverk sem ASI er ætlað að gegna gagnvart stjórnarandstöðu jafnt
og stjórnvöldum á hverjum tíma. Jafnframt bera umsagnirnar með sér að Al-
þýðusambandið leggur mikla vinnu og metnað í að sinna þessu hlutverki
sínu sem best.
A undanförnum árum hefur íslensk verkalýðshreyfing lagt aukna áherslu
á þátttöku í alþjóðlegu starfi samtaka verkafólks. Efni skýrslanna ber þess
glöggt vitni að Alþýðusamband Islands er virkur og vaxandi þátttakandi í
starfi alþjóðlegrar hreyfingar launafólks. Þá kemur skýrt fram hversu mikil-
vægt þetta starf er og hvað miklu það getur skipt fyrir stöðuna og þróun á ís-
lenskum vinnumarkaði hvað gerist á alþjóðavettvangi. Það á einkum við um
starfið á vettvangi Norðurlandanna og í Evrópu, auk þess sem starfið innan
Alþjóðavinnumálastofnunarinnar mun áfram skipta miklu.
Frásögnin af starfi Menningar- og fræðslusambands alþýðu, Tómstunda-
skólans og Listasafni ASÍ endurspeglar með glöggum hætti mikilvægi fjöl-
breyttrar mennta- og menningarstarfsemi fyrir verkalýðshreyfinguna. Þar
kemur einnig skýrt fram vaxandi fjölbreytni og aukin umsvif í starfsemi
þessarra stofnana á flestum sviðum.
Loks er í skýrslunum að finna umfjöllun um mikinn fjölda málefna sem
ekki hefur verið getið um hér að framan. Þær endurspegla þannig fjölbreytt
starf Alþýðusambandsins þó að engan veginn allt sé tínt til sem sambandið,
stofnanir þess og starfsmenn hafa afskipti af í hinu daglega starfi sínu.
Hér á eftir verður vikið nánar að örfáum þáttum úr starfi Alþýðusam-
bandsins frá síðasta þingi þess. Það er aðeins fátt eitt sem tínt verður til af
öllu því sem af er að taka.
29