Þingtíðindi Alþýðusambands Íslands ... - 20.05.1996, Side 35

Þingtíðindi Alþýðusambands Íslands ... - 20.05.1996, Side 35
una að virkari upplýsingamiðli bæði inn á við og út á við, svo hún þjónaði bet- ur margþættu hlutverki sínu sem er: • Að vera málgagn verkalýðshreyfingarinnar, fréttamiðill og andlit bæði út á við og innávið. • Að koma sjónarmiðum hreyfingarinnar á framfæri í þjóðfélaginu. • Að miðla upplýsingum til félagsmanna. • Að stuðla að lýðræðislegri og gagnrýninni umræðu. Vinnan er blað hreyfingarinnar og á að endurspegla þá fjölbreytni og framsækni sem einkennir fjöldahreyfingu launafólks. Því var ákveðið að breyta bæði formi blaðsins og efnistökum í þá átt að gera blaðið líflegra, tengdara atburðum líð- andi stundar og efni þess að jafnaði styttra og hvassara. Við höfum reynt að lýsa blaðinu í hnotskurn á eftirfarandi hátt: Sveigjanlegur fréttamiðill með hvössum fréttum á útsíðum, líflegri uppsetn- ingu, lifandi og gagnrýninni umræðu, auk hæfilegrar blöndu af afþreyingarefni og efni á léttum nótum. Fólk og aftur fólk er þungamiðja blaðsins; kjör fólks, hugmyndir fólks og draumar, fólk að leik og í starfi. Eftir að hafa stigið þetta skref með breytingunum á blaðinu kemur líka til kasta fólks. Við þurfum að auka útbreiðslu Vinnunnar, ekki síst meðal félags- manna í hreyfingunni og þar kemur að ykkar þætti. Félög og sambönd innan ASÍ verða að taka á með ritstjórn Vinnunnar ef takast á að gera blaðið að því öfluga málgagni sem hreyfingin þarf svo mjög á að halda. Frœðslustarf Megin stoðir í fræðslustarfi okkar hjá Alþýðusambandinu síðasta kjörtímabil voru MFA, Félagsmálaskóli alþýðu og Tómstundaskólinn. MFA var með fjöl- þætta starfsmenntun í allmörgum starfsgreinum, starfsfræðslu um verkalýðs- hreyfinguna í grunnskólum, námskeið fyrir atvinnulaust fólk, MFA skólann sem býður langt og umfangsmikið nám fyrir atvinnulaust fólk með skamma skóla- göngu, samstarf við farskóla um fræðslustarf og námskeið um félagsmál fyrir ýmis félög sem leita til MFA með þjónustu. Þá hefur MFA haft milligöngu um þátttöku á námskeiðum og í skólum erlendis í samvinnu við verkalýðshreyfing- una á Norðurlöndunum. Tvenn vinnustaðaleikrit voru styrkt og þeim komið á framfæri. Starfsemi Félagsmálaskóla alþýðu einkenndist af fræðslu fyrir trúnað- armenn á vinnustöðum, tveggja vikna önnum þar sem félagsmál verkalýðs- hreyfingarinnar ásamt þjálfun í að koma fyrir sig orði sátu í fyrirrúmi. Tóm- stundaskólinn stækkaði verulega á kjörtímabilinu og er orðinn geysiöflug fræðslustofnun á sviði fullorðinsfræðslu. A kjörtímabilinu 1988 til 1992 voru nemendur í fræðslustarfi okkar liðlega 9 þúsund. A kjörtímabilinu sem nú er að ljúka voru nemendur okkar um 26 þús- und. Þetta er mjög góður árangur. Ef fjöldi nemenda á námskeiðum fyrir at- vinnulaust fólks er dreginn frá kemur í ljós að öðrum nemendum en atvinnu- lausu fólki fjölgaði um 80% á milli kjörtímabila. Við höfum á ýmsum sviðum 33
Side 1
Side 2
Side 3
Side 4
Side 5
Side 6
Side 7
Side 8
Side 9
Side 10
Side 11
Side 12
Side 13
Side 14
Side 15
Side 16
Side 17
Side 18
Side 19
Side 20
Side 21
Side 22
Side 23
Side 24
Side 25
Side 26
Side 27
Side 28
Side 29
Side 30
Side 31
Side 32
Side 33
Side 34
Side 35
Side 36
Side 37
Side 38
Side 39
Side 40
Side 41
Side 42
Side 43
Side 44
Side 45
Side 46
Side 47
Side 48
Side 49
Side 50
Side 51
Side 52
Side 53
Side 54
Side 55
Side 56
Side 57
Side 58
Side 59
Side 60
Side 61
Side 62
Side 63
Side 64
Side 65
Side 66
Side 67
Side 68
Side 69
Side 70
Side 71
Side 72
Side 73
Side 74
Side 75
Side 76
Side 77
Side 78
Side 79
Side 80
Side 81
Side 82
Side 83
Side 84
Side 85
Side 86
Side 87
Side 88
Side 89
Side 90
Side 91
Side 92
Side 93
Side 94
Side 95
Side 96
Side 97
Side 98
Side 99
Side 100
Side 101
Side 102
Side 103
Side 104
Side 105
Side 106
Side 107
Side 108
Side 109
Side 110
Side 111
Side 112
Side 113
Side 114
Side 115
Side 116
Side 117
Side 118
Side 119
Side 120
Side 121
Side 122
Side 123
Side 124
Side 125
Side 126
Side 127
Side 128
Side 129
Side 130
Side 131
Side 132
Side 133
Side 134
Side 135
Side 136
Side 137
Side 138
Side 139
Side 140
Side 141
Side 142
Side 143
Side 144
Side 145
Side 146
Side 147
Side 148
Side 149
Side 150
Side 151
Side 152
Side 153
Side 154
Side 155
Side 156
Side 157
Side 158
Side 159
Side 160
Side 161
Side 162
Side 163
Side 164
Side 165
Side 166
Side 167
Side 168
Side 169
Side 170
Side 171
Side 172
Side 173
Side 174
Side 175
Side 176
Side 177
Side 178

x

Þingtíðindi Alþýðusambands Íslands ...

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Þingtíðindi Alþýðusambands Íslands ...
https://timarit.is/publication/1793

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.