Þingtíðindi Alþýðusambands Íslands ... - 20.05.1996, Page 35
una að virkari upplýsingamiðli bæði inn á við og út á við, svo hún þjónaði bet-
ur margþættu hlutverki sínu sem er:
• Að vera málgagn verkalýðshreyfingarinnar, fréttamiðill og andlit bæði út á
við og innávið.
• Að koma sjónarmiðum hreyfingarinnar á framfæri í þjóðfélaginu.
• Að miðla upplýsingum til félagsmanna.
• Að stuðla að lýðræðislegri og gagnrýninni umræðu.
Vinnan er blað hreyfingarinnar og á að endurspegla þá fjölbreytni og framsækni
sem einkennir fjöldahreyfingu launafólks. Því var ákveðið að breyta bæði formi
blaðsins og efnistökum í þá átt að gera blaðið líflegra, tengdara atburðum líð-
andi stundar og efni þess að jafnaði styttra og hvassara. Við höfum reynt að lýsa
blaðinu í hnotskurn á eftirfarandi hátt:
Sveigjanlegur fréttamiðill með hvössum fréttum á útsíðum, líflegri uppsetn-
ingu, lifandi og gagnrýninni umræðu, auk hæfilegrar blöndu af afþreyingarefni
og efni á léttum nótum. Fólk og aftur fólk er þungamiðja blaðsins; kjör fólks,
hugmyndir fólks og draumar, fólk að leik og í starfi.
Eftir að hafa stigið þetta skref með breytingunum á blaðinu kemur líka til
kasta fólks. Við þurfum að auka útbreiðslu Vinnunnar, ekki síst meðal félags-
manna í hreyfingunni og þar kemur að ykkar þætti. Félög og sambönd innan
ASÍ verða að taka á með ritstjórn Vinnunnar ef takast á að gera blaðið að því
öfluga málgagni sem hreyfingin þarf svo mjög á að halda.
Frœðslustarf
Megin stoðir í fræðslustarfi okkar hjá Alþýðusambandinu síðasta kjörtímabil
voru MFA, Félagsmálaskóli alþýðu og Tómstundaskólinn. MFA var með fjöl-
þætta starfsmenntun í allmörgum starfsgreinum, starfsfræðslu um verkalýðs-
hreyfinguna í grunnskólum, námskeið fyrir atvinnulaust fólk, MFA skólann sem
býður langt og umfangsmikið nám fyrir atvinnulaust fólk með skamma skóla-
göngu, samstarf við farskóla um fræðslustarf og námskeið um félagsmál fyrir
ýmis félög sem leita til MFA með þjónustu. Þá hefur MFA haft milligöngu um
þátttöku á námskeiðum og í skólum erlendis í samvinnu við verkalýðshreyfing-
una á Norðurlöndunum. Tvenn vinnustaðaleikrit voru styrkt og þeim komið á
framfæri. Starfsemi Félagsmálaskóla alþýðu einkenndist af fræðslu fyrir trúnað-
armenn á vinnustöðum, tveggja vikna önnum þar sem félagsmál verkalýðs-
hreyfingarinnar ásamt þjálfun í að koma fyrir sig orði sátu í fyrirrúmi. Tóm-
stundaskólinn stækkaði verulega á kjörtímabilinu og er orðinn geysiöflug
fræðslustofnun á sviði fullorðinsfræðslu.
A kjörtímabilinu 1988 til 1992 voru nemendur í fræðslustarfi okkar liðlega
9 þúsund. A kjörtímabilinu sem nú er að ljúka voru nemendur okkar um 26 þús-
und. Þetta er mjög góður árangur. Ef fjöldi nemenda á námskeiðum fyrir at-
vinnulaust fólks er dreginn frá kemur í ljós að öðrum nemendum en atvinnu-
lausu fólki fjölgaði um 80% á milli kjörtímabila. Við höfum á ýmsum sviðum
33