Þingtíðindi Alþýðusambands Íslands ... - 20.05.1996, Page 37
Listasafn ASÍ
Ein af þeim stofnunum verkalýðshreyfingarinnar sem hvað minnst heyrist í en
er þó sýnileg víða er Listasafn ASÍ. Eftir að Listasafnið hafði verið í erfiðum
rekstri í mörg ár og safnað upp skuld við Alþýðusambandið hefur orðið gjör-
breyting þar á síðustu þrjú ár. Rekstur safnsins hefur skilað afgangi og hefur
starfið fyrst og fremst snúist um vinnustaðasýningar og að koma listinni út til
fólksins.
Húsnæði það sem safnið hefur verið í á Grensásvegi, og samnýtt hefur ver-
ið um sinn af safninu, miðstjórn og fræðslustofnunum ASI, hefur um margt ver-
ið óþénugt fyrir safnið. Það hefur því staðið yfir um skeið leit að nýju húsnæði
fyrir það.
í vetur bar síðan svo heppilega við að eitt þekktasta og virðulegasta listahús
landsins, Hús Ásmundar Sveinssonar myndhöggvara, Ásmundarsalur við
Freyjugötu, sem talið er henta mjög vel fyrir okkar starfsemi varð falt.
Rekstrarstjórn listasafns ASI og miðstjóm gerðu tilboð í húsið og af kaupum
varð. Nú á laugardaginn 25. maí kl. 11:00 verður húsið formlega tekið í notkun
á vegum listasafns ASI, með opnun sýningar sem þið eruð boðin velkomin til.
Niðurlag
Eins og ég áður sagði þá er það ekki meining mín að fara nákvæmar í þessi efni
nú. Skýrslurnar hafa verið sendar út til aðildarfélaganna, kynntar og ræddar á
okkar sambandsstjórnarfundum á hverju ári og fjölmörg ykkar verið beinir þátt-
takendur í þeim athöfnum sem þar er lýst og þakka ég það samstarf og hef því
ekki fleiri orð um nú.
En hér á eftir verður gerð grein fyrir helstu niðurstöðum úr reikningum sam-
takanna um megin fjárhagsleg málefni þeirra.
Reikningar ASÍ, MFA og Listasafns ASÍ
Hansína Á. Stefánsdóttir gjaldkeri ASÍ, gerði grein fyrir reikningum ASÍ og
Listasafns ASÍ fyrir árin 1992, 1993, 1994 og 1995 en fyrir þinginu lágu reikn-
ingar sambandsins og stofnana þess fyrir þessi ár. Olöf Svava Halldórsdóttir
gerði grein fyrir reikningum MFA fyrir sama tímabil.
Stuttar umræður urðu um reikningana. Tillaga barst frá Guðmundi Gunnars-
syni um að skipuð yrði þriggja manna nefnd til að skoða rekstur ASÍ vegna við-
varandi hallarekstrar sambandsins. Tillögunni var vísað til fjárhags- laga og
skipulagsnefndar.
Reikningar ASI, Listasafnsins og MFA voru því næst bornir upp fyrir öll árin
í einu, og samþykktir samhljóða.
35