Þingtíðindi Alþýðusambands Íslands ... - 20.05.1996, Page 43

Þingtíðindi Alþýðusambands Íslands ... - 20.05.1996, Page 43
þingfulltrúa ýmsar tillögur sem vörðuðu skipulagsmál Alþýðusambandsins og lagabreytingar, bæði sem unnar höfðu verið af ábyrgðarhópnum og sendar höfðu verið inn af aðildarfélögum og einstaklingum. Meginefnið sem unnið var til undirbúnings fyrir 38. þing ASÍ var tekið sam- an í tvö rit sem send voru út til aðildarfélaganna og væntanlegra þingfulltrúa í fyrri hluta apríl. Samtals voru þessi tvö rit á annað hundrað síður í A4 broti og þar tekið á flestu því sem verkalýðshreyfingin lætur sig varða í starfi sínu og við stefnumótun: í Drögum að stefnu og starfsáætlun fyrir ASI1996 - 2000 var tekið saman allt efni sem unnið var fyrir þingið að frátöldu því sem varðaði sérstaklega skipulags- mál verkalýðshreyfingarinnar og lagabreytingar. Þar var að finna um atvinnu- stefnuna og framtíðina; Launamanninn, fjölskylduna og vinnumarkaðinn; Verka- lýðshreyfinguna og umheiminn; og Verkalýðshreyfinguna og samfélagið. Þetta rit fékk fljótt viðurnefnið Rauða bókin í samræmi við litinn á kápu þess. í Drögum að stefnu um innri málefni ASÍ og tillögur að lagabreytingum ásamt drögum að lágmarksreglugerð fyrir sjúkrasjóði var tekið saman efni er varðaði sérstaklega skipulagsmál Alþýðusambandsins og lagabreytingar tengdar þeim, almennar lagabreytingar og tillögu að lágmarksreglugerð fyrir sjúkrasjóði. Græna bókin var þessi samantekt kölluð enda kápan græn. í framhaldi af útgáfu ritanna tveggja var síðan boðað til funda með stjórnum aðildarfélaga ASÍ og væntanlegum þingfulltrúm vítt og breitt um landið dagana 18. - 23. apríl þar sem efni þeirra var kynnt og fjallað um undirbúningur undir þingið að öðru leyti kynntur. Við það tækifæri kom út fyrsta tölublaðið af Þing- tíðindum, upplýsinga og fréttablaði um 38. þing ASÍ, sem síðan var gefið út dag- lega meðan á þinginu stóð. Fullyrða má að aldrei áður hafi verið lögð jafn mikil vinna í málefnaundir- búning vegna ASÍ þings og jafn margir félagar innan sambandsins komið þar að. Þingfulltrúakjör og fleira Á sambandsstjórnarfundi ASÍ 27. og 28. nóvember 1995 var m.a. tjallað um væntanlegt þing ASÍ. Á fundinum var undirbúningur þinghaldsins kynntur. Þá var einnig samþykkt eftirfarandi heimild til miðstjómar ASI: Sambandsstjórnarfundur Alþýðusambands íslands haldinn dagana 27. og 28. nóvember 1995 samþykkir að miðstjórn ASÍ hafi heimild til að veita af- brigðifrá 2. mgr. 28. gr. laga ASÍ sbr. 1. mgr. 41. gr. og 42. gr. Heimild þessi felur í sér að miðstjórn skal leitast við að tryggja að einstök félög sendi skýrslur sínar inn til miðstjórnar nægilega tímanlega til aðfull- trúatal félaganna á Alþýðusambandsþinginu verði miðað við fjölda félags- manna um áramótin 1995-96 en takist ekki að ná þessu markmiði skal mið- stjórn heimilt að veita afbrigði til að miða megi við fjölda félagsmanna eins og hann var um áramótin 1994-1995. 41
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106
Page 107
Page 108
Page 109
Page 110
Page 111
Page 112
Page 113
Page 114
Page 115
Page 116
Page 117
Page 118
Page 119
Page 120
Page 121
Page 122
Page 123
Page 124
Page 125
Page 126
Page 127
Page 128
Page 129
Page 130
Page 131
Page 132
Page 133
Page 134
Page 135
Page 136
Page 137
Page 138
Page 139
Page 140
Page 141
Page 142
Page 143
Page 144
Page 145
Page 146
Page 147
Page 148
Page 149
Page 150
Page 151
Page 152
Page 153
Page 154
Page 155
Page 156
Page 157
Page 158
Page 159
Page 160
Page 161
Page 162
Page 163
Page 164
Page 165
Page 166
Page 167
Page 168
Page 169
Page 170
Page 171
Page 172
Page 173
Page 174
Page 175
Page 176
Page 177
Page 178

x

Þingtíðindi Alþýðusambands Íslands ...

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Þingtíðindi Alþýðusambands Íslands ...
https://timarit.is/publication/1793

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.