Þingtíðindi Alþýðusambands Íslands ... - 20.05.1996, Page 96

Þingtíðindi Alþýðusambands Íslands ... - 20.05.1996, Page 96
áhersluatriði: Að lögð yrði áhersla á að efla stöðu ungs fólks og kvenna og skip- aður yrði sérstakur áróðurshópur, að útgáfu Vinnunnar yrði haldið áfram í sama formi og undanfarið ár og félögum gert skylt að kaupa hana a.m.k. fyrir alla trúnaðarmenn og stjórnarmenn. Þorbjörn ræddi lýðræðislega uppbyggingu verkalýðshreyfingarinnar og samskiptareglur á vinnumarkaði og hugmyndir að breytingum á þeim reglum. Þá ræddi hann hugmyndir um kynningarstarf ASI, bæði inn á við og út á við. Þorbjörn kynnti tvær tillögur sem bárust nefndinni og voru þær afgreiddar sjálfstætt. Tillaga um að 38. þing ASI beini þeim tilmælum til félaga sinna að efla vinnudeilusjóði til að mæta öflugum sjóðum atvinnurekenda, sem var sam- þykkt. Tillögu um að 38. þing ASI samþykki að setja útflutningsbann á íslenskar vörur verði frumvarp til breytinga á vinnulöggjöfinni samþykkt var vísað til miðstjórnar. Umræður urðu nokkrar. Til máls tóku: Jón Kjartansson, Brjánn Jónsson og Eiríkur Stefánsson. Fram kom tillaga um þjónustusamning ASI og Iðnnemasambandsins fyrir þá iðnnema sem ekki eiga aðild að landssambandi, en þar sem hún barst of seint var henni vísað inn í kjaranefnd, þaðan sem hún var síðar afgreidd. Samþykkt stefna er aftar í ritinu. Verkalýðshreyfíngin og umheimurinn Framsögu fyrir hönd starfshópsins hafði Guðmundur Ómar Guðmundsson. Hann sagði stefnumörkunina fyrst og fremst felast í því að draga fram stöðuna á evrópska efnahagssvæðinu og í samskiptum við systursamtök erlendis, en nor- ræna samstarfið (NFS) væri þungamiðja samskipta ASÍ við alþjóðlega verka- lýðshreyfingu. Nefndin væri ekki með tillögur með eða á móti aðild að ESB, enda væri það mál ekki á dagskrá. Guðmundur sagði Islendinga verða að bera ábyrgð, huga að réttindum og skyldum gagnvart öðrum þjóðum og styðja það að félagsleg ákvæði um lág- marksréttindi launafólks verði sett inn í viðskiptasamninga. Við mættum ekki bara líta á okkur sem þiggjendur. Leggja ætti áherslu á að fullgilda þær reglur og tilskipanir sem við værum skuldbundin til að taka upp skv. EES-samningn- um. Um tvær leiðir væri að ræða; ríkisstjórnin gæti sett þær í gildi með reglu- gerð eða lögum eða aðilar vinnumarkaðarins gætu samið um framkvæmd þeirra. ASI legði áherslu á samningaleiðina. Krafan um að stjórnvöld staðfestu helstu samþykktir Alþjóðavinnumálastofnunarinnar (ILO) væri eitt af stóru baráttu- málum íslensks launafólks. A því sviði hefðu Islendingar staðið sig afburða illa. Hann benti á að samþykktir ILO fengju ekki vægi nema þær væru staðfestar af 94
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106
Page 107
Page 108
Page 109
Page 110
Page 111
Page 112
Page 113
Page 114
Page 115
Page 116
Page 117
Page 118
Page 119
Page 120
Page 121
Page 122
Page 123
Page 124
Page 125
Page 126
Page 127
Page 128
Page 129
Page 130
Page 131
Page 132
Page 133
Page 134
Page 135
Page 136
Page 137
Page 138
Page 139
Page 140
Page 141
Page 142
Page 143
Page 144
Page 145
Page 146
Page 147
Page 148
Page 149
Page 150
Page 151
Page 152
Page 153
Page 154
Page 155
Page 156
Page 157
Page 158
Page 159
Page 160
Page 161
Page 162
Page 163
Page 164
Page 165
Page 166
Page 167
Page 168
Page 169
Page 170
Page 171
Page 172
Page 173
Page 174
Page 175
Page 176
Page 177
Page 178

x

Þingtíðindi Alþýðusambands Íslands ...

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Þingtíðindi Alþýðusambands Íslands ...
https://timarit.is/publication/1793

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.