Þingtíðindi Alþýðusambands Íslands ... - 20.05.1996, Page 105

Þingtíðindi Alþýðusambands Íslands ... - 20.05.1996, Page 105
an hagvöxt og trausta þróun afkomu hins opinbera, viðskiptajöfnuð, stöðugt gengi og lága verðbólgu. ASI mun vinna að því að bætt framleiðni í íslenskum fyrirtækjum skili sér í bættum kjörum með beinum launahækkunum, án þess að þær fari beint út í verðlagið. Harðnandi alþjóðleg samkeppni og hröð tækniþróun gera kröfu til aukinnar aðlögunarhæfni bæði hjá starfsmönnum og fyrirtækjum. ASI mun setja fram markvissa og samþætta stefnu í atvinnu-, vinnumarkaðs- og menntamálum, sem beint verður að nýjum atvinnutækifærum. Móta verður verkáætlun fyrir heild- stæða atvinnustefnu þar sem áhersla er lögð á innbyrðis samtengingu atvinnu- lífsins í víðari skilningi í stað þröngra hagsmuna einstakra atvinnugreina. Slík verkáætlun hlýtur að ganga þvert á ráðuneyti og atvinnugreinar. Tryggja verður betra samspil milli hins opinbera og atvinnulífsins og aukna möguleika á því að hið opinbera taki virkan þátt í þróun nýsköpunarhugmynda. ASI mun halda áfram að kanna samfélagslegar afleiðingar svartrar atvinnu- starfsemi með það að markmiði að leggja fram tillögur að leiðum sem dregið geta úr efnahagslegum hvötum til slíkrar starfsemi. Bæta verður þróunarmöguleika atvinnulífsins. Endurskoða verður bæði at- vinnustefnu og verkefni til atvinnusköpunar í öllum grundvallaratriðum þannig að þau mæti þörfum atvinnugreina og fyrirtækja. Rannsóknir eiga að styðja við vöruþróun þannig að ísland verði framarlega í alþjóðlegri þróun. Bæta verður opinbera þjónustu samhliða jákvæðri atvinnuþróun og útrým- ingu atvinnuleysisins. ASI mun sérstaklega beita sér fyrir því að styrkja grunn- þjónustu hins opinbera og atvinnusköpun í félags-, heilbrigðis- og menntamál- um. Jafnframt verða fjárfestingar í umhverfisvernd, aukin notkun innlendra orkulinda og nýjustu samskipta- og samgöngukerfa nauðsynlegur þáttur í nú- tímalegri opinberri þjónustu. Full atvinna tryggir stöðugleika í þróun samfélags, atvinnugreina, fyrirtækja og opinberra stofnana. Gera verður tilraunir með ný skipulags- og eignarform. ASI mun beita sér fyrir umræðu um nýja möguleika, þar með talið að hið opin- bera geti tekið virkari þátt í framleiðslu vöru og þjónustu. C. Atvinnustefna Miklar breytingar eiga sér stað í íslensku atvinnulífi. Islensk fyrirtæki standa frammi fyrir stórum og nýjum verkefnum í vaxandi alþjóðlegri samkeppni. Heimurinn er sífellt að minnka. Frjáls viðskipti yfir landamæri, aukin al- þjóðavæðing, nýir markaðir í austri og tækniþróun leiða til þess að gerðar eru vaxandi kröfur til íslenskra fyrirtækja um endurnýjun og aðlögunarhæfni. At- vinnustefnan verður að styðja fyrirtækin í þessu breytingaferli. ASÍ telur að höfuðmarkmið atvinnustefnunnar - bæði hér innanlands og á evrópskum vettvangi - sé að fjölga atvinnutækifærum og skapa góð og hvetjandi störf sem tryggi hátt almennt launastig. Jafnframt verður atvinnustefnan styðja samfélagsleg markmið um gott og heilbrigt vinnuumhverfi, fjölga mengunar- 103
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106
Page 107
Page 108
Page 109
Page 110
Page 111
Page 112
Page 113
Page 114
Page 115
Page 116
Page 117
Page 118
Page 119
Page 120
Page 121
Page 122
Page 123
Page 124
Page 125
Page 126
Page 127
Page 128
Page 129
Page 130
Page 131
Page 132
Page 133
Page 134
Page 135
Page 136
Page 137
Page 138
Page 139
Page 140
Page 141
Page 142
Page 143
Page 144
Page 145
Page 146
Page 147
Page 148
Page 149
Page 150
Page 151
Page 152
Page 153
Page 154
Page 155
Page 156
Page 157
Page 158
Page 159
Page 160
Page 161
Page 162
Page 163
Page 164
Page 165
Page 166
Page 167
Page 168
Page 169
Page 170
Page 171
Page 172
Page 173
Page 174
Page 175
Page 176
Page 177
Page 178

x

Þingtíðindi Alþýðusambands Íslands ...

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Þingtíðindi Alþýðusambands Íslands ...
https://timarit.is/publication/1793

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.