Þingtíðindi Alþýðusambands Íslands ... - 20.05.1996, Blaðsíða 105
an hagvöxt og trausta þróun afkomu hins opinbera, viðskiptajöfnuð, stöðugt
gengi og lága verðbólgu. ASI mun vinna að því að bætt framleiðni í íslenskum
fyrirtækjum skili sér í bættum kjörum með beinum launahækkunum, án þess að
þær fari beint út í verðlagið.
Harðnandi alþjóðleg samkeppni og hröð tækniþróun gera kröfu til aukinnar
aðlögunarhæfni bæði hjá starfsmönnum og fyrirtækjum. ASI mun setja fram
markvissa og samþætta stefnu í atvinnu-, vinnumarkaðs- og menntamálum, sem
beint verður að nýjum atvinnutækifærum. Móta verður verkáætlun fyrir heild-
stæða atvinnustefnu þar sem áhersla er lögð á innbyrðis samtengingu atvinnu-
lífsins í víðari skilningi í stað þröngra hagsmuna einstakra atvinnugreina. Slík
verkáætlun hlýtur að ganga þvert á ráðuneyti og atvinnugreinar. Tryggja verður
betra samspil milli hins opinbera og atvinnulífsins og aukna möguleika á því að
hið opinbera taki virkan þátt í þróun nýsköpunarhugmynda.
ASI mun halda áfram að kanna samfélagslegar afleiðingar svartrar atvinnu-
starfsemi með það að markmiði að leggja fram tillögur að leiðum sem dregið
geta úr efnahagslegum hvötum til slíkrar starfsemi.
Bæta verður þróunarmöguleika atvinnulífsins. Endurskoða verður bæði at-
vinnustefnu og verkefni til atvinnusköpunar í öllum grundvallaratriðum þannig
að þau mæti þörfum atvinnugreina og fyrirtækja. Rannsóknir eiga að styðja við
vöruþróun þannig að ísland verði framarlega í alþjóðlegri þróun.
Bæta verður opinbera þjónustu samhliða jákvæðri atvinnuþróun og útrým-
ingu atvinnuleysisins. ASI mun sérstaklega beita sér fyrir því að styrkja grunn-
þjónustu hins opinbera og atvinnusköpun í félags-, heilbrigðis- og menntamál-
um. Jafnframt verða fjárfestingar í umhverfisvernd, aukin notkun innlendra
orkulinda og nýjustu samskipta- og samgöngukerfa nauðsynlegur þáttur í nú-
tímalegri opinberri þjónustu.
Full atvinna tryggir stöðugleika í þróun samfélags, atvinnugreina, fyrirtækja
og opinberra stofnana. Gera verður tilraunir með ný skipulags- og eignarform.
ASI mun beita sér fyrir umræðu um nýja möguleika, þar með talið að hið opin-
bera geti tekið virkari þátt í framleiðslu vöru og þjónustu.
C. Atvinnustefna
Miklar breytingar eiga sér stað í íslensku atvinnulífi. Islensk fyrirtæki standa
frammi fyrir stórum og nýjum verkefnum í vaxandi alþjóðlegri samkeppni.
Heimurinn er sífellt að minnka. Frjáls viðskipti yfir landamæri, aukin al-
þjóðavæðing, nýir markaðir í austri og tækniþróun leiða til þess að gerðar eru
vaxandi kröfur til íslenskra fyrirtækja um endurnýjun og aðlögunarhæfni. At-
vinnustefnan verður að styðja fyrirtækin í þessu breytingaferli.
ASÍ telur að höfuðmarkmið atvinnustefnunnar - bæði hér innanlands og á
evrópskum vettvangi - sé að fjölga atvinnutækifærum og skapa góð og hvetjandi
störf sem tryggi hátt almennt launastig. Jafnframt verður atvinnustefnan styðja
samfélagsleg markmið um gott og heilbrigt vinnuumhverfi, fjölga mengunar-
103