Þingtíðindi Alþýðusambands Íslands ... - 20.05.1996, Page 110
Draga verður úr ofurskattlagningu á vinnu, hvort sem er í formi tekjuskatts
eða tryggingagjalds, ekki síst í miklu atvinnuleysi.
Auka ætti skattlagningu á umhverfisþætti til þess að draga úr mengun. Þetta
er hægt að gera með beinum mengunarsköttum eða skilagjöldum á þær vörur
sem taldar eru menga umhverfið.
Eðlilegt er að skattleggja fjármagnstekjur, sem í dag eru að stórum hluta
óskattlagðar, á sama hátt og launatekjur. Jafnframt þarf skattkerfið að stuðla að
auknum fjárfestingum í bæði menntun og starfsþjálfun og beinum fjárfestingum
í framleiðslutækjum.
Tryggja verður að skattkerfið stuðli ekki að svartri atvinnustarfsemi, t.d.
með flóknum og torskiljanlegum reglum.
Um afstöðu ASÍ til útfærslu tekjuskattkerfisins, m.a. jaðarskatta, skattleysis-
marka, hátekjuskatta o.s.frv. er fjallað í öðrum kafla í þessari stefnuskrá.
J. Orkumál
ASÍ telur að stefnan í orkumálum eigi að miða að því að efla og styrkja sam-
keppnisstöðu okkar þannig að þessi auðlind nýtist til að byggja upp íslensk at-
vinnufyrirtæki. Finna verður betra jafnvægi milli annars vegar áforma um að
fjölga stóriðjuverum og hins vegar áherslunnar á samkeppnishæfa orku til al-
menns iðnaðar og sjávarútvegs.
Orkusölufyrirtækin, bæði framleiðendur og dreifingaraðilar, verða að taka
upp virkari samkeppni við innflutta orkumiðla til þess að draga úr óþarfri
notkun þeirra.
Endurskoða verður kynningu og markaðssetningu Islands erlendis í þá átt að
ísland verði kynnt sem ákjósanleg staðsetning fyrir meðalstór iðnfyrirtæki (40-
100 starfsmenn).
Nauðsynlegt er að kanna ítarlega kosti þess að nýta jarðgufu til iðnaðarfram-
leiðslu, m.a. með því að skipuleggja afmörkuð iðnaðarsvæði þar sem boðið yrði
upp á alhliða lausnir í orkumálum.
ASÍ telur að við val á nýjum virkjanakostum verði að leggja heildarhags-
muni þjóðarinnar til grundvallar þar sem tekið er tillit til fórnarkostnaðar í öðr-
um atvinnugreinum.
K. Iðnaðarstefna
ASÍ mun beita sér fyrir því að mótuð verði sérstök stefna í málefnum almenns
iðnaðar sem miði að því að auðvelda nauðsynlegar skipulagsbreytingar og hraða
þeim. Markmið slíkra skipulagsbreytinga er að koma íslenskum iðnaði í fremstu
víglínu tækni- og vöruþróunar í alþjóðlegum samanburði.
Forsendan fyrir því að íslenskur iðnaður geti staðið sig í vaxandi alþjóðlegri
samkeppni er að hann búi að vel menntuðu og hæfu vinnuafli. Tryggja verður
möguleika á starfsþjálfun og endurmenntun fyrir verulegan hluta starfsmanna á
108