Þingtíðindi Alþýðusambands Íslands ... - 20.05.1996, Page 111

Þingtíðindi Alþýðusambands Íslands ... - 20.05.1996, Page 111
næstu árum. ASÍ mun því beita sér fyrir öflugu átaki í verk- og tæknimenntun í almennum iðnaði. ASÍ telur að stuðla verði með öllum ráðum að stækkun fyrirtækja í almenn- um iðnaði og auknu samstarfi og sérhæfingu þeirra þannig að þau geti staðið undir kostnaði við vöruþróun og markaðsmál. ASI telur að stjórnvöld hafi mikilvægu hlutverki að gegna við að tryggja samkeppnishæfni iðnaðar með öflugu og skilvirku stoðkerfi í formi rannsóknar- og þróunarverkefna, tækniþróunar og yfirfærslu tækni frá öðrum löndum, öflun- ar nýrra markaða og þróunar nýrra samstarfsforma milli lítilla og meðalstórra fyrirtækja. Mikilvægt er að koma á skipulögðu þríhliða samstarfi um mótun og fram- kvæmd nýsköpunarstefnu fyrir atvinnulífið. ASI telur að nýta eigi Iðnþróunar- sjóð í þessu sambandi og því nauðsynlegt að gerðar verði breytingar á lögum sem um sjóðinn gilda. L. Sjávarútvegsmál ASÍ styður þá meginstefnu að sóknin í fiskistofnana verði takmörkuð miðað við vísindalegar kannanir fiskifræðinga. Nauðsynlegt er að við val á stjórnkerfi við takmörkun veiðanna verði langtíma hagsmunir þjóðarinnar um hámarksafrakst- ur hverju sinni tryggðir. Við núverandi aðstæður telur ASÍ að auðlindaskattur á sjávarútveginn sé ekki leið til að tryggja eignaryfirráð þjóðarinnar á fiskimiðunum. Þess í stað tel- ur ASÍ að stjórnvöld eigi að beita þessum yfirráðarétti sem atvinnupólitísku tæki til að tryggja framgang heilsteyptrar stefnu í atvinnumálum. Þetta verður að gera með því að setja nánari og þrengri skilyrði fyrir ráðstöfunarrétti útgerðarmanna á fiskveiðiheimildum. Slík skilyrði eiga að stuðla að því að allur afli fari fullunninn til neytenda til þess að hægt verði að skapa forsendur fyrir aukinni verðmætasköpun í greininni. Stefnt skal að því að allur afli fari til vinnslu innanlands. • ASÍ telur mikilvægt að þegar verði hafinn undirbúningur að mótun sérstakrar framkvæmdaáætlunar um hraðari breytingar á fiskvinnslunni úr þeirri hráefnaframleiðslu sem nú er í átt til meiri fullnýtingar afla. • í því sambandi verður að endurskoða lögin um Þróunarsjóð sjávarútvegsins og nýta hann í þessu verkefni. ASÍ telur óeðlilegt að það fjármagn sem til ráðstöfunar er í þessum sjóði sé nýtt til þess að losa fjármagnseigendur und- an eðlilegri áhættu sinni án þess að hugað sé að úrbótum fyrir þá starfsmenn sem missa vinnuna við úreldingu fyrirtækjanna. ASÍ telur að afnema eigi framsalsrétt útgerðarmanna á veiðiheimildum. • Koma verður í veg fyrir að útgerðarmenn sem fá kvóta úthlutaðan endur- gjaldslaust geti selt hann öðrum eða leigt án þess að nýta hann sjálfir. • Tryggja verður möguleika á því að útgerðarmenn geti skipst á veiðiheimild- 109
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106
Page 107
Page 108
Page 109
Page 110
Page 111
Page 112
Page 113
Page 114
Page 115
Page 116
Page 117
Page 118
Page 119
Page 120
Page 121
Page 122
Page 123
Page 124
Page 125
Page 126
Page 127
Page 128
Page 129
Page 130
Page 131
Page 132
Page 133
Page 134
Page 135
Page 136
Page 137
Page 138
Page 139
Page 140
Page 141
Page 142
Page 143
Page 144
Page 145
Page 146
Page 147
Page 148
Page 149
Page 150
Page 151
Page 152
Page 153
Page 154
Page 155
Page 156
Page 157
Page 158
Page 159
Page 160
Page 161
Page 162
Page 163
Page 164
Page 165
Page 166
Page 167
Page 168
Page 169
Page 170
Page 171
Page 172
Page 173
Page 174
Page 175
Page 176
Page 177
Page 178

x

Þingtíðindi Alþýðusambands Íslands ...

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Þingtíðindi Alþýðusambands Íslands ...
https://timarit.is/publication/1793

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.