Þingtíðindi Alþýðusambands Íslands ... - 20.05.1996, Page 115
Alþýðusamband íslands áréttar að forsendur markvissrar stefnumótunar og
framkvæmdar á sviði menntunar eru áhrif og virk þátttaka verkalýðshreyfingar-
innar og aðila vinnumarkaðarins.
Alþjóðlegt samstarf um menntun vex hröðum skrefum. Alþýðusamband Is-
lands bendir á að aðild og virk þátttaka í slíku samstarfi er smáþjóðum eins og
íslendingum sérstaklega mikilvæg. Með samstarfi við aðrar þjóðir Evrópu á
sviði þróunar og nýsköpunar á fræðslusviðinu verður til dýrmæt þekking og
reynsla. Leggja ber sérstaka áherslu á aukið samstarf við hin Norðurlöndin um
miðlun og yfirfærslu þekkingar og reynslu í skólastarfi hvað varðar starfsmennt-
un í atvinnulífinu og almenna fullorðinsfræðslu.
B. Almenn fullorðinsfræðsla
Verkalýðshreyfingin leggur mikla áherslu á almenna menntun fyrir þá sem eru
komnir af hefðbundnum skólaldri, þ.e. fullorðið fólk. Auk þess sem almenn
menntun eflir sjálfstraust, styrkir sjálfsmyndina og eykur þor og kjark er verið
að efla þekkingu fólks í íslensku, stærðfræði, tungumálum og samfélagsgrein-
um. Þekking í þessum grunngreinum sem margir hafa farið á mis við í skóla-
kerfinu á barns- og unglingsárum sínum er undirstaða frekara náms og forsenda
aðlögunarhæfni og nauðsynlegra viðbragða í síbreytilegu atvinnulífi. Endur-
bæta verður lög um almenna fullorðinsfræðslu í þessu skyni en ekki afnema þau
eins og til stendur.
Verkalýðshreyfingin verður að opna leiðir fyrir fullorðið fólk með skamma
skólagöngu að baki til almennrar menntunar. Þetta verður m.a. gert með því að
efla MFA sem fullorðinsfræðslustofnun, styrkja fjárhagslegan grundvöll sam-
bandsins og með framlögum vegna forgangshópa til að greiða kostnað vegna
námskeiðahalds. Fólk sem hefur ekki notið almenns grunnnáms á uppvaxtarár-
um þarf að eiga rétt á grunnnámi sér að kostnaðarlausu.
Nauðsynlegur aðdragandi að almennu námi fullorðins fólks með skamma
skólagöngu felst m.a. í tómstundanámi. Tilgangurinn er að ryðja námsótta úr
vegi og auka námsþjálfunina með verkefnum sem tvinna saman tómstundaiðju
og nám.
• Almenn góð menntun í grunngreinum t.d. íslensku, stærðfræði, ensku og
samfélagsgreinum er eitt af brýnustu úrlausnarefnum í menntamálum þeirra
sem eiga skemmsta skólagöngu að baki. Verkalýðshreyfmgin verður fyrst og
fremst að treysta á eigin aðgerðir og framkvæmdir á þessum sviðum. Um 50
- 60 þúsund manns á vinnumarkaði hafa ekki aðra formlega menntun að baki
en grunnskólann sem oft á tíðum skilaði lítilli þekkingu til nemenda sinna.
Við þennan hóp hefur verkalýðshreyfingin sérstakar skyldur. Efla þarf sjálfs-
traust fólks, styrkja sjálfsmyndina og auka kjark og þor til að takast á við ný
verkefni og nýjar aðstæður í atvinnulífinu sem og samfélaginu öllu. Starf-
semi MFA á sviði almennrar fullorðinsfræðslu ber að efla.
113