Þingtíðindi Alþýðusambands Íslands ... - 20.05.1996, Page 118
og virk þátttaka stéttarfélaga mun hafa mikið að segja um að breyta áformum í
vel heppnaða starfsemi. Verkalýðshreyfingin verður að taka enn ríkari þátt í
framkvæmd starfsmenntunar með því að starfrækja starfsmenntaskóla í tengsl-
um við MFA, hvetja til öflugs starfs á vegum fræðslumiðstöðva starfsgreina
ásamt því að stuðla að virkri þátttöku starfsgreina í starfsmenntun.
Ríkisvaldið þarf að leggja fram miklu meira fé en það gerir nú samkvæmt
lögunum um starfsmenntun í atvinnulífinu. Fyrirtæki verða að koma inn í þessa
starfsemi af fullum krafti með fjármagni, samstarfi við stéttarfélögin um skipu-
lag, undirbúning og framkvæmd og gera starfsfólki sínu auðvelt að taka þátt í
starfsmenntun m.a. í vinnutíma. Fyrirtækin þurfa að vera burðarás í fjármögnun
starfsmenntunar í atvinnulífinu. Stéttarfélögin verða enn að herða róður sinn í
starfsmenntun enda er takmarkið starfsmenntað launafólk.
Starfsmenntun í skólakerfinu verður því aðeins öflug að stéttarfélögin leggi
verulega vinnu af mörkum við skipulagningu, framkvæmd og stjórnun þessa
framfaramáls. Stéttarfélögin búa yfir mikilli þekkingu um störf og starfsgreinar.
Þessa þekkingu verður að flytja inn í skólana. Gífurleg vinna er framundan
vegna undirbúnings fyrir starfmenntun í skólum. Afar miklir hagsmunir eru í
húfi. Eins og önnur menntun er starfsmenntun ráðandi um velfamað og kjör
launafólks. Atvinnulífið nær ekki að dafna nema í krafti menntunar og þekking-
ar. Fararnesti atvinnuveganna í samkeppni á alþjóðavettvangi er þekking og
hæfni starfsfólksins.
• Mikilvægt er að verkalýðshreyfingin vinni ötullega að setningu markmiða,
skipulagi, framkvæmd og stjórnun starfsmenntunar í atvinnulífinu. Hags-
munir launafólks eru leiðarljósið. Mestir hagsmunir eru hjá þeim sem minnst
hafa borið úr býtum í grunn- og framhaldsskólum.
• Verkalýðshreyfingin mun beita sér fyrir auknu framboði á starfsmenntun
ásamt því að möguleikar launafólks til að stunda námið fylgi eftir. Mun
meira fjármagni þarf að veita til starfsmenntunar meðal launafólks. Það
verður að koma frá ríkisvaldi og fyrirtækjum. I kjarasamningum verður að
tryggja fjármagn til starfsmenntunar þar sem lögð verði áhersla á málefni
starfshópa er ekki hafa slík ákvæði í samningum sínum.
• Verkalýðshreyfingin verður að beita sér fyrir stöðugu fræðslustarfi fyrir at-
vinnulaust fólk. Starfsmenntun getur verið lausn fyrir atvinnulausa og því
verður að tryggja þeim óhindraðan aðgang að námi við hæfi. Taka verður til-
lit til þess að almennt nám, starfsmenntun og nám í list- og menningargrein-
um verður oft að fara saman svo að námið verði aðgengilegt í augum at-
vinnulausra.
• Með sérstökum starfsmenntaskóla í tengslum við MFA vill verkalýðshreyf-
ingin auka þjónustu sína verulega við launafólk. Slíkur starfsmenntaskóli
þarf jöfnum höndum að veita stéttarfélögum ráð um starfsmenntun fyrir
launafólk, skipuleggja og hrinda starfsmenntun í framkvæmd og taka þátt í
samstarfi á sviði starfsmenntunar fyrir launafólk.
116