Þingtíðindi Alþýðusambands Íslands ... - 20.05.1996, Síða 120

Þingtíðindi Alþýðusambands Íslands ... - 20.05.1996, Síða 120
A. Leikskólinn Leikskólar eru fyrsta skólastig barna. Þar verður að leggja áherslu á andlegan og líkamlegan þroska barna, eflingu á félagslegum þroska, sköpunargleði og um- hverfisfræðslu. Samræma þarf leikskólastigið og grunnskólastigið þannig að færsla á milli skólastiganna verði barninu sem auðveldust. Þar sem leikskólinn er eitt af skólastigunum verður að tryggja öllum börnum aðgang að honum. B. Grunnskólinn Ný lög um grunnskóla eru um margt góður rammi fyrir öflugt og árangursríkt skólastarf. Lögin eiga að efla framsækna skólastefnu og starfsemi þessa skóla- stigs. • Tryggja verður sveitarfélögunum nauðsynlegar forsendur til að yfirtaka og efla starfsemi grunnskólans. Jafnframt verður að gera þær kröfur til sveitar- félaganna sjálfra að þau skapi þau almennu fjárhagslegu og félagslegu skil- yrði sem eru forsenda öflugs og metnaðarfulls skólastarfs. Góður grunnskóli á að vera eitt helsta metnaðarmál hvers sveitarfélags. • Grunnskólinn á að keppa að því að skilja við sérhvern nemanda sinn þannig að hann hafi bæði undirstöðu og áhuga á að sækja sér frekari þekkingu og undirbúning fyrir störf í atvinnulífinu og að hann sé virkur þátttakandi í lýð- ræðisþjóðfélagi. Þetta á jafnframt að vera skýlaus réttur allra nemenda. Grunnskóli sem bregst að þessu leyti hefur brugðist grundvallar skyldum sínum. • Til að geta leyst verkefni sitt vel af hendi verður grunnskólinn að starfa í ná- inni snertingu við umhverfi sitt. Tengsl atvinnulífs og skóla þurfa að vera mikil þar sem grunnskólinn þjónar mikilvægu hlutverki í að efla skilning nemendanna á því samfélagi sem þeir búa í, vinnumarkaði, atvinnufyrirtækj- um og þeim störfum sem þar eru unnin. Jafnframt þarf að veita nemendum í efri bekkjum grunnskólans fræðslu um réttindi og skyldur sem fylgja því að vera þátttakandi í atvinnulífinu. Um leið verður grunnskólinn að haga starfsemi sinni með tilliti til heimilanna og fjölskyldunnar. Grunnskólinn verður að búa nemendur sína undir að takast á við skyldur og ábyrgð sem fylgir þeirri ákvörðun að stofna og eiga fjölskyldu. • Hvetja ber foreldra og fulltrúa þeirra til virkari þátttöku í stefnumótun varð- andi skólastarfið og framkvæmd þess með þeim réttindum og skyldum sem því fylgir. Um leið verður skólinn að taka slíku samstarfi með jákvæðum hætti og nýta sér kosti þess. • Fylgja verður fast eftir markmiðum nýrra grunnskólalaga um einsetinn skóladag. Jafnframt verður að árétta þá kröfu að skóladagurinn sé samfelld- ur og að boðið sé upp á heilsdagsskóla með aðstöðu og aðstoð við nemend- ur til að vinna heimaverkefni og tryggan aðgang að íþrótta-, tómstunda- og listnámi. Heilsdagsskólinn verður að tryggja nemendum aðgang að hollu fæði. Þessi starfsemi á að fara fram foreldrum að kostnaðarlausu. 118
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92
Síða 93
Síða 94
Síða 95
Síða 96
Síða 97
Síða 98
Síða 99
Síða 100
Síða 101
Síða 102
Síða 103
Síða 104
Síða 105
Síða 106
Síða 107
Síða 108
Síða 109
Síða 110
Síða 111
Síða 112
Síða 113
Síða 114
Síða 115
Síða 116
Síða 117
Síða 118
Síða 119
Síða 120
Síða 121
Síða 122
Síða 123
Síða 124
Síða 125
Síða 126
Síða 127
Síða 128
Síða 129
Síða 130
Síða 131
Síða 132
Síða 133
Síða 134
Síða 135
Síða 136
Síða 137
Síða 138
Síða 139
Síða 140
Síða 141
Síða 142
Síða 143
Síða 144
Síða 145
Síða 146
Síða 147
Síða 148
Síða 149
Síða 150
Síða 151
Síða 152
Síða 153
Síða 154
Síða 155
Síða 156
Síða 157
Síða 158
Síða 159
Síða 160
Síða 161
Síða 162
Síða 163
Síða 164
Síða 165
Síða 166
Síða 167
Síða 168
Síða 169
Síða 170
Síða 171
Síða 172
Síða 173
Síða 174
Síða 175
Síða 176
Síða 177
Síða 178

x

Þingtíðindi Alþýðusambands Íslands ...

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Þingtíðindi Alþýðusambands Íslands ...
https://timarit.is/publication/1793

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.