Þingtíðindi Alþýðusambands Íslands ... - 20.05.1996, Page 138
• Að viða að sér og miðla upplýsingum.
• Að vinna að stórbættri réttarstöðu launafólks vegna vinnuslysa og at-
vinnusjúkdóma, m.a. með því að stuðla að því að nýjar réttarvenjur skap-
ist í vinnuslysa- og atvinnusjúkdómatilfellum.
• Að vinna að því að starfsemi Vinnueftirlits rfldsins verði endurskipulögð og
áherslum í starfi þess breytt til samræmis við breyttar forsendur og síauknar
kröfur sem til þess eru gerðar.
Alþýðusamband Islands vill:
• Að Vinnueftirlit ríkisins beri meginábyrgð á að framfylgja þeirri löggjöf
sem gildir á hverjum tíma.
• Að Vinnueftirlit ríkisins annist gerð námsgagna, kennslugagna og
kennslu leiðbeinenda um vinnuverndarmál.
• Að Vinnueftirlit ríkisins annist nauðsynlega skráningu vinnuslysa og
sjúkdómstilfella sem rekja má beint til vinnu eða vinnuaðstæðna ein-
staklinga, meðal annars með það fyrir augum að auðvelda fyrirbyggjandi
aðgerðir.
Mótmœli gegn niðurskurði á fjármagni til VER
38. þing ASI haldið 20. til 24. maí 1996 mótmælir þeim fyrirmælum Félags-
málaráðuneytisins um að Vinnueftirliti ríkisins sé ætlað að skera starfsemi sína
niður um ríflega 20%.
Samkvæmt fjárhagsáætlun fyrir árið 1997 gerði stjóm VER ráð fyrir að
starfsemin yrði ekki minni en á árinu 1996.
Vegna nýrra reglugerða um aðbúnað, öryggis- og hollustuhætti telur þingið
að auka þurfi frekar starsemi VER til að íslenskt verkafólk búi við svipað vinnu-
umhverfi og tíðkast í nágrannalöndunum.
Þingið krefst þess að sá hluti tryggingagjalds (0,07% af launasummu sem
greidd er í landinu) sem atvinnuvegirnir greiða og era ætlaðir Vinnueftirlitinu
renni óskertir til starfsemi þess.
Þingið telur að því fé sem varið er til vinnuverndarmála sé vel varið, því
hvert slys er þjóðfélaginu dýrt og allt fyrirbyggjandi starf í öryggis- og aðbún-
aðarmálum skilar sér margfaldlega í ódýrara heilbrigðiskerfi.
Heilsuverndarskoðun
38. þing ASÍ lýsir mikilli óánægju með áhugaleysi stjórnvalda og atvinnurek-
enda á heilsu og aðbúnaði verkafólks, sem felst í því að skipulagðri og almennri
heilsuvernd starfsmanna skuli ekki vera komið á, þrátt fyrir 16 ára gömul laga-
fyrirmæli þar um.
Þingið bendir á, að á sama tíma er heilsuvernd starfsmanna orðin viðvarandi
þáttur í öryggis- og aðbúnaðarmálum verkafólks í nær öllum nágrannalöndum
okkar og sker Island sig úr með lakari framkvæmd vinnuverndar á þessu sviði
og öðrum varðandi þennan málaflokk.
136