Þingtíðindi Alþýðusambands Íslands ... - 20.05.1996, Page 147

Þingtíðindi Alþýðusambands Íslands ... - 20.05.1996, Page 147
verður verkalýðshreyfingin að berjast fyrir efnalegri velferð og félagslegu ör- yggi. Skapa verður samfélag þar sem þátttaka á vinnumarkaði og möguleikar til að lifa fjölskyldulífi hafa verið samræmd og einstaklingarnir eiga möguleika á að sækja sér menntun og lífsfyllingu í sátt við umhverfi sitt og náttúruna. Atökin í samfélaginu snúast ekki aðeins um kjör og réttarstöðu launafólks í starfi og þeirra sem höllum fæti standa. Samhliða knýja andstæðingar verka- lýðshreyfingarinnar á um að samskiptareglum á vinnumarkaði verði breytt með valdboði og lögþvingunum. Vegið er að sjálfum grundvelli verkalýðsfélaganna og lýðræðislegum rétti launafólks til að hafa með sér samtök og knýja á um bætt kjör og aukin réttindi í frjálsum samningum við atvinnurekendur og stjórnvöld. Gegn þessum árásum setur Alþýðusamband Islands fram kröfuna um að lýðræðislegur réttur launafólks og samtaka þess verði virtur. Samskiptareglur á vinnumarkaði á að móta í samningum þeirra aðila sem eftir þeim eiga að starfa en ekki með einhliða lögboði. Þá er það sjálfsögð krafa að samtök á vinnumark- aði taki sjálf á þáttum sem kunna að mega betur fara í innra skipulagi þeirra. Mikilvægur þáttur í þróun samskiptareglna á vinnumarkaði er að dregið verði úr miðstýringu samtaka atvinnurekenda við samningagerð. Viðurkenndur verði réttur launafólks til upplýsinga um afkomu og rekstur fyrirtækjanna og til aðild- ar að ákvörðunum og samningum á þeim vettvangi. Alþýðusamband íslands leggur áherslu á nauðsyn þess að skipulag og starfs- hættir verkalýðshreyfingarinnar taki mið af væntingum félagsmannanna sjálfra, verkefnum hreyfingarinnar og aðstæðum á hverjum tíma. Nauðsynlegt er að hlutverk og verkaskipting milli ólíkra eininga í verkalýðshreyfingunni verði gerð skýrari. Skapa verður betri tengsl milli allra eininga hreyfingarinnar og fé- lagsmannanna, treysta samstöðu þeirra og virkja betur í ákvarðanatöku og starfi. Alþýðusambandið leggur áherslu á að markvisst verði unnið að því að virkja ungt fólk í verkalýðshreyfingunni, leita eftir og virða skoðanir þess og skapa unga fólkinu starfsvettvang í félögunum og heildarsamtökunum. Til að ná til ungs fólks er mikilvægt að efla fræðslustarf hreyfingarinnar meðal ungs fólks í skólum og virkja trúnaðarmenn á vinnustöðum í kynningarstarfi fyrir þá sem eru að koma út á vinnumarkaðinn. Treysta verður stöðu og áhrif kvenna í forystu verkalýðshreyfingarinnar og starfi og vinna að því að tryggja jafnræði kynjanna innan samtakanna. í þeim til- gangi móti ASÍ sér jafnréttisáætlun til að vinna eftir. Til að treysta stöðu sína í samfélaginu og tryggja að skoðanir verkalýðs- hreyfingarinnar hafi áhrif verður að vinna að því að kynna sjónarmið launafólks og afla þeim stuðnings. Á vettvangi Alþýðusambandsins verði starfandi kynn- ingar- og útbreiðsluhópur, skipaður fulltrúum landssambanda ASÍ auk MFA. ASI verði miðstöð umræðu og skipulagningar á kynningarmálum hreyfingar- innar í heild. Útgáfa og útbreiðsla Vinnunnar verði efld bæði innan og utan hreyfingarinnar. Að því er stefnt að málgagn ASÍ berist öllum stjórnarmönnum, trúnaðarmönnum og trúnaðarráðsmönnum stéttarfélaganna. 145
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106
Page 107
Page 108
Page 109
Page 110
Page 111
Page 112
Page 113
Page 114
Page 115
Page 116
Page 117
Page 118
Page 119
Page 120
Page 121
Page 122
Page 123
Page 124
Page 125
Page 126
Page 127
Page 128
Page 129
Page 130
Page 131
Page 132
Page 133
Page 134
Page 135
Page 136
Page 137
Page 138
Page 139
Page 140
Page 141
Page 142
Page 143
Page 144
Page 145
Page 146
Page 147
Page 148
Page 149
Page 150
Page 151
Page 152
Page 153
Page 154
Page 155
Page 156
Page 157
Page 158
Page 159
Page 160
Page 161
Page 162
Page 163
Page 164
Page 165
Page 166
Page 167
Page 168
Page 169
Page 170
Page 171
Page 172
Page 173
Page 174
Page 175
Page 176
Page 177
Page 178

x

Þingtíðindi Alþýðusambands Íslands ...

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Þingtíðindi Alþýðusambands Íslands ...
https://timarit.is/publication/1793

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.