Þingtíðindi Alþýðusambands Íslands ... - 20.05.1996, Page 148
Auk hefðbundinnar fjölmiðlunar er nauðsynlegt að Alþýðusambandið nýti
sér jafnframt allar nýjar leiðir til upplýsingamiðlunar, svo sem margmiðlunar-
tæknina.
Mikilvægt er að Alþýðusambandið taki frumkvæðið í þessu efni, tryggi sam-
ráð og samstarf aðildarsamtakanna og efli innra fræðslustarf verkalýðshreyfing-
arinnar.
IV. 2. Innra frœðslustarf verkalýðshreyfingarinnar
Þekking og menntun eru mikilvægir aflvakar framfara í samfélaginu. A sama
hátt eru þekking og þróttmikið innra fræðslustarf undirstaða öflugrar og fram-
sækinnar verkalýðshreyfingar. Þessi staðreynd er aldrei augljósari en þegar
tekist er á um sjálf grundvallaratriðin í þróun þjóðfélagsins. Slík átök fara vax-
andi hér á landi. Tekist er á um það hvort hér eigi að þróast samfélag samstöðu
og jafnaðar þar sem full atvinna og efnaleg velferð eru viðurkenndar sem mann-
réttindi eða samfélag ójafnaðar og einstaklingshyggju. Urslitin í þessum átökum
munu ekki síst ráðast af innra fræðslustarfi verkalýðshreyfingarinnar.
Samtök launafólks verða að byggja á traustum þekkingargrunni og skipu-
leggja starf sitt með markvissum hætti, mennta og þjálfa forystusveit sína og
velja sér réttar baráttuaðferðir í hverri lotu. Þannig er best tryggt að sjónarmið
samstöðu og jafnaðar njóti víðtæks stuðnings meðal félagsmanna í hreyfingunni
og eigi ríkan hljómgrunn hjá þjóðinni allri. Samskipti og átök við stjórnvöld og
atvinnurekendur við samningaborðið kalla á stöðugt víðtækari þekkingu meðal
samningamanna hreyfingarinnar og þá þekkingu verður að útvega.
Stjórnarmenn í stéttarfélögum þurfa á fræðslu að halda í félagsstarfi enda
bera þeir mikla ábyrgð gagnvart félagsmönnunum. Starfsemi stéttarfélaga er
fjölþætt og efla verður starfsmenntun starfsmanna hreyfingarinnar.
í fræðslustarfi sínu fyrir forystufólk verður verkalýðshreyfingin, eins og
áður, að leggja áherslu á fræðslu fyrir trúnaðarmenn á vinnustöðum. Tryggja
verður að trúnaðarmönnum standi til boða símenntun til að auðvelda þeim að
rækja hlutverk sitt samkvæmt lögum og kjarasamningum, miðla skoðunum
samstarfsmanna sinna og viðhorfum og skýra afstöðu verklýðshreyfingarinnar á
hverjum tíma á sínum vinnustað.
Eitt mikilvægasta verkefnið í innra fræðslustarfi verkalýðshreyfingarinnar er
að stórefla þekkingu trúnaðarmanna á vinnustöðum og annars forystufólks á
uppbyggingu, rekstri og afkomu fyrirtækja. Markmiðið er að þjálfa fjölda trún-
aðarmanna sem hafi forsendur og möguleika til að taka þátt í og leiða samninga-
viðræður við stjórnendur fyrirtækja um staðbundna kjarasamninga sem endur-
spegli afkomu og möguleika fyrirtækjanna sjálfra til að bæta vinnuaðstæður og
greiða hærri laun. Víðtæk þekkingar- og hæfnisuppbygging á þessu sviði innan
verkalýðshreyfingarinnar er mikilvæg forsenda þess að hér á landi þróist at-
vinnulíf og aðstæður fyrir launafólk sem er sambærilegt við það sem best gerist
meðal annarra þjóða.
146