Þingtíðindi Alþýðusambands Íslands ... - 20.05.1996, Page 149

Þingtíðindi Alþýðusambands Íslands ... - 20.05.1996, Page 149
Jafnhliða því að verkalýðshreyfingin eflir félagsmálafræðslu fyrir forystu- fólk sitt þarf að stórauka starfstengt nám fyrir hinn almenna félaga í hreyfing- unni þar sem fram fari ítarleg fræðsla um réttindi og skyldur launafólks og upp- byggingu og starfsemi verkalýðshreyfingarinnar. Fulltrúar í stjórnum lífeyrissjóða gegna mikilvægu hlutverki og þá verður að styðja í auknum mæli. Af framansögðu er ljóst að sá sem velst til forystu og starfa í verkalýðshreyf- ingunni verður að tileinka sér þekkingu á breiðu sviði, þekkingu sem er um margt einstök í samfélaginu. V. Verkalýðshreyfingin og umheimurinn Allt frá því Island varð sjálfstætt lýðveldi höfum við reynt að marka okkur stöðu sem fullgildur aðili í samfélagi þjóðanna. A sumum sviðum, eins og t.d. í haf- réttarmálum, erum við stórveldi. Á öðrum sviðum verðum við að viðurkenna lægri sess. Þetta breytir því ekki að við verðum að taka á okkur ábyrgð í samfé- lagi þjóðanna og huga vel að réttindum okkar og skyldum gagnvart öðrum þjóð- um. Það sama giidir auðvitað um íslenska verkalýðshreyfingu. Hún er einnig fullgildur aðili að alþjóðlegri verkalýðshreyfingu og verður að taka þá stöðu sína jafnalvarlega og stöðu sína innanlands. Á síðustu árum hefur umheimurinn sífellt færst nær okkur Islendingum. Fjarlægðir milli landa og svæða eru stöðugt að minnka og hagkerfi heimsins verða sífellt tengdari og háðari hvert öðru. Stórar viðkiptablokkir hafa orðið til og ýmsir skuldbindandi alþjóðasamningar hafa verið gerðir um viðskipti á milli landa. Einangrun einstakra hagkerfa er orðin mun erfiðari en áður. Island er eitt af þeim löndum heimsins sem er mjög háð utanríkisverslun. Framleiðsla okkar er einhæf og fer mestmegnis til útflutnings og við flytjum inn stóran hluta af neysluvörum þjóðarinnar. Hagsmunir Islands sem útflutnings- þjóðar eru því mjög miklir. Viðskiptaþjóðir íslands eru mjög margar og þar skipta fjarlægðir ekki mestu máli. Þrátt fyrir að Evrópa hafi verið okkar helsta viðskiptasvæði, höfum við á undanförnum árum haslað okkur völl á mörgum fjarlægum mörkuðum sem skipta okkur miklu. Langstærstur hluti viðskipta íslands, bæði í inn- og útflutningi, er við ríki Evrópu. Með aðild að evrópska efnahagssvæðinu (EES) er aðgangur að mörk- uðum helstu viðskiptalandanna tryggður. Með aðild að Fríverslunarsamtökum Evrópu (EFTA) og þeim viðskiptasamningum sem þar hafa verið gerðir má segja að ísland hafi hagstæða viðskiptasamninga við nær öll Evrópuríki. ísland er enn fremur aðili að GATT-samningunum og Alþjóða viðskiptastofnuninni sem tryggja hagstæð viðskipti við margar fleiri þjóðir, t.d. Bandaríkin. • ASI gerir þá kröfu til stjórnvalda að þau vinni ötullega að því að EES-samn- ingurinn nýtist íslensku efnahagslífi sem best. 147
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106
Page 107
Page 108
Page 109
Page 110
Page 111
Page 112
Page 113
Page 114
Page 115
Page 116
Page 117
Page 118
Page 119
Page 120
Page 121
Page 122
Page 123
Page 124
Page 125
Page 126
Page 127
Page 128
Page 129
Page 130
Page 131
Page 132
Page 133
Page 134
Page 135
Page 136
Page 137
Page 138
Page 139
Page 140
Page 141
Page 142
Page 143
Page 144
Page 145
Page 146
Page 147
Page 148
Page 149
Page 150
Page 151
Page 152
Page 153
Page 154
Page 155
Page 156
Page 157
Page 158
Page 159
Page 160
Page 161
Page 162
Page 163
Page 164
Page 165
Page 166
Page 167
Page 168
Page 169
Page 170
Page 171
Page 172
Page 173
Page 174
Page 175
Page 176
Page 177
Page 178

x

Þingtíðindi Alþýðusambands Íslands ...

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Þingtíðindi Alþýðusambands Íslands ...
https://timarit.is/publication/1793

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.