Þingtíðindi Alþýðusambands Íslands ... - 20.05.1996, Page 157

Þingtíðindi Alþýðusambands Íslands ... - 20.05.1996, Page 157
varaforseti, og síðan Hervar Gunnarsson, 1. varaforseti. Þökkuðu þau Benedikt gott samstarf og vináttu. Benedikt þakkaði fyrir sig og sama gerði Guðríður Elíasdóttir sem brýndi þingfulltrúa um að standa saman og þakkaði fyrir sig. Að lokum óskaði þingforseti nýrri forystu alls góðs og þakkaði Lionsmönn- um sérstaklega fyrir þá aðstöðu sem þeir höfðu búið þinginu og færði fulltrúa hússins farsíma að gjöf. Þá þakkaði hann starfsmönnum ASI og stofnana þess sérstaklega fyrir þá vinnu sem þeir hefðu unnið á þinginu. Þingforseti þakkaði samstarfsmönnum sínum við þingstjórnina samstarfið og gaf síðan forseta Al- þýðusambandsins orðið. Grétar Þorsteinsson, nýkjörinn forseti ASI, ávarpaði þingið og sleit því. Ræða nýkjörins forseta ASI við þingslit Þingforseti! Við nálgumst nú lok þessa þings. Ég vil byrja á því að bjóða nýja miðstjórnar- menn velkomna til starfa. Ég veit að við komum öll að þessu verkefni með því hugarfari að leggja okkur fram um að bæta kjör félaga okkar með öllum tiltæk- um ráðum - standið upp félagar. Ég veit að þetta gildir líka um alla aðra, sem hafa verið kjörnir til trúnaðar- starfa, ekki síst stjórn M.F.A. Öll ætlum við að leggja okkur fram um að bæta kjör félaga okkar með öllum tiltækum ráðum. Raunar er ég hand viss um að við öll, sem erum hér í þessum sal ætlum að leggja okkur fram um að bæta kjör fé- laga okkar með öllum tiltækum ráðum. Til þess að staðfesta það skulum við rísa úr sætum og klappa fyrir sjálfum okkur. Ég vil biðja fráfarandi miðstjórnarmenn að koma hér upp. Fyrir hönd Alþýðusambandsins vil ég þakka ykkur vel unnin störf á þessum vettvangi, sem mér er fullkunnugt um að þið hafið unnið með það eitt að leið- arljósi að tryggja sem best kjör og hagsmuni félagsmanna hreyfingarinnar. Ég vil biðja fáfarandi forseta að koma hér upp. Félagi Benedikt, ég vil fyrir hönd Alþýðusambands íslands færa þér þakkir fyrir ágætlega unnin störf á liðnu kjörtímabili, við mjög erfiðar aðstæður. Ég vil líka leyfa mér að færa þér persónulegar þakkir, bæði fyrir samstarfið á þessum vettvangi, sem og í gegnum tíðina, sem hefur umfram annað byggst á trausti og heilindum. Embættismenn þingsins, ritarar og forsetar eiga miklar þakkir skildar fyrir skörulega þingstjórn. Þar hefur oft reynt á þolinmæði og umburðarlyndi í bland við stjórnkænsku. Að svo mæltu vil ég biðja hina ágætu embættismenn okkar að koma hingað. Starfsfólk Alþýðusambandsins hefur lagt nótt og dag að undanförnu, við undirbúning og framkvæmd þingsins. Ég vil færa ykkur þakkir þingsins fyrir al- deilis prýðilega unnin störf. 155
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106
Page 107
Page 108
Page 109
Page 110
Page 111
Page 112
Page 113
Page 114
Page 115
Page 116
Page 117
Page 118
Page 119
Page 120
Page 121
Page 122
Page 123
Page 124
Page 125
Page 126
Page 127
Page 128
Page 129
Page 130
Page 131
Page 132
Page 133
Page 134
Page 135
Page 136
Page 137
Page 138
Page 139
Page 140
Page 141
Page 142
Page 143
Page 144
Page 145
Page 146
Page 147
Page 148
Page 149
Page 150
Page 151
Page 152
Page 153
Page 154
Page 155
Page 156
Page 157
Page 158
Page 159
Page 160
Page 161
Page 162
Page 163
Page 164
Page 165
Page 166
Page 167
Page 168
Page 169
Page 170
Page 171
Page 172
Page 173
Page 174
Page 175
Page 176
Page 177
Page 178

x

Þingtíðindi Alþýðusambands Íslands ...

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Þingtíðindi Alþýðusambands Íslands ...
https://timarit.is/publication/1793

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.