Ský - 01.12.2000, Blaðsíða 23

Ský - 01.12.2000, Blaðsíða 23
1 • Kvennakafli Skýja byrjar hér ■ ——að er staðreynd að karlmenn eru M meira áberandi en konur í fjöl- ^ miðlum. Hvernig stendur á því? Konur eru helmingur af þjóðinni, af hverju er ekki fjallað jafnt um þær og karlana? Ég held að ein af konunum sem tók þátt í kvenna-hringborðsumræðum Skýja (bls. 54) hafi hitt naglann á höfuðið með þessum orð- um: „Það er nú þannig í minni vinnu að karl- mennirnir eru ekkert hræddir við að tala fyrir framan annað fólk, þó að þeir viti stundum ekkert hvað þeir ætli að tala um. Ég myndi aldrei geta gert þetta nema vera búin að ákveða nákvæmlega hvað ég ætla að segja fyrirfram, vera með öll svör á reiðum höndum." Ég hafði ekki verið blaðamaður mjög lengi þegar ég rak mig einmitt á þetta vandamál; það er stundum mjög erfitt að fá konur til að tjá sig, en karlar eru oftar en ekki tilbúnir að svara spurningum um efni, sem jafnvel kemur svo í Ijós að þeir hafa ekki hundsvit á. Ég hef heyrt þeirri kenningu hald- ið á lofti, um rýran hlut kvenna í sjónvarpsfréttum, að þær séu óvilj- ugar að mæta með stuttum fyrir- vara fyrir framan myndavélarnar vegna þess að hárgreiðslan eða varaliturinn sé ekki í lagi. Ég held ekki. Það getur verið erfitt að fá konur til að láta í Ijós skoðun sína í símtali og þar þvælist hvorki hár né andlitsfarði fyrir. Ég veit að allt tal um eðlismun kynjanna fer óendanlega fyrir brjóstið á mörgum femínist- um, en ég held samt að þar liggi stærsti hlut- inn af hundinum grafinn. Ég á mér nefnilega þá kenningu að sömu ástæður liggi að baki háu hlutfalli karla í fjöl- miðlum og fyrir því að karlar eru mun líklegri en konur til að valda alvarlegum slysum í um- ferðinni, að karlmenn eru 96 prósent þeirra sem vistaðir eru í fangelsum landsins og að karlmenn eru meiri fyllibyttur en konur. Karl- menn eru hvatvísari, kærulausari, óábyrgari og hömlulausari en konur og auk þess almennt athyglisjúkari, sem vegur auðvitað þungt þeg- ar kemur að kastljósi fjölmiðlanna. Það síðast- nefnda sjáum við reyndar hjá karldýrum allt í kringum okkur í dýraríkinu; það þarf ekki að fara lengra en niður á Tjörn og horfa á skrautlega steggina reigja sig á sama tíma og gráar kollurnar láta lítið fyrir sér fara. Ráðherraskipuð nefnd um aukinn hlut kvenna í stjórnmálum vinnur nú að undirbúningi að stofnun gagnabanka eða Kvennabanka, sem gæti þjónað bæði blaða- og fréttamönnum sem og öllum öðrum sem þyrftu að fá upplýs- ingar um konur. í þessum banka eiga að vera nöfn alþingiskvenna og varaþingkvenna, kvenna með sérþekkingu, kvenna í stjórnunar- stöðum stórra fyrirtækja og opinberra stofn- ana, kvenna í stjórnunarstöðum hagsmuna- samtaka, kvenna sem eru bæjar- og sveitarstjórnar- fulltrúar, kvenna sem eru í nefndum og ráðum ríkis og sveitarfé- laga og nöfn blaða- og fréttakvenna. Hugmyndin er að með slíkum gagnabanka leiti fjölmiðlar almennt I rík- ari mæli álits kvenna en nú er gert. Ég veit ekki alveg hvort þetta er málið því sam- kvæmt minni reynslu af þeim blöð- um sem ég hef unnið hjá er yfirleitt lagt upp með að reyna að hafa kynjahlutfall álitsgjafa jafnt, þótt reyndin verði önnur á endanum. Þegar allt kemur til alls er þetta spurning um framboð og eftir- spurn. Það er botnlaus eftirspurn eftir fréttum og skoðunum en það vill svo til að það er meira framboð af skoðunum karla, sem auk þess hugsa minna um hvað þeir segja og eru því líklegri til að láta eitthvað fréttnæmt út úr sér. En það er svo allt annað mál hvort fjöl- miðlarnir eigi að beygja sig undir þetta ástand sem eitthvert náttúrulögmál. Ég held ekki. Jón Kaldal Konur í fjölmiðlum
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100

x

Ský

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Ský
https://timarit.is/publication/1812

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.