Ský - 01.12.2000, Blaðsíða 57
Margrét Sigurðardóttir, Kolbrún Petrea Gunnars- Eva Bergþóra Guðbergs-
söngkona og nemi dóttir, eigandi verslunar- dóttir, fréttamaður
í tónsmíði. innar GK. á Stöð 2.
ANNA MARGRÉT: Þegar við ákváðum
að SKÝ yrði helgað konum í þetta sinn
fór ég að hugsa um þau kvennablöð
sem eru á markaðnum. Þetta eru að
mestu leyti blöð helguð tísku, megrun-
arkúrum og „Hvernig á að ná betri full-
nægingu", samanber blöð eins og
Cosmopolitan. Höfum við konur aðeins
áhuga á þessu? Eru karlablöð oft ekki
miklu skemmtilegri ?
EVA BERGÞÓRA: Nú eru líka komnir
þessir kvennavefir. Þar er fjallað um
börn og heilsu, kynlíf, vandamál, per-
sónuleikapróf og svo framvegis. En af
hverju svona „sér" efni fyrir okkur kon-
ur? Ekki eru einhver svona „sér" efni
fyrir karla. Markhópurinn á Stöð 2 eru
konur á aldrinum 18 til 35 ára og þær
fá þá dæmigerða sjónvarps þætti þar
sem rætt er um „vandamálin af ein-
lægni". Á þetta við okkur? Þetta vekur
ekki áhuga minn og ekki hafa mínar
vinkonur áhuga á þessu.
BRYNDÍS: Þetta kemur af þörf okkar til
að flokka allt niður í skúffur. Þessi blöð
eru fyrir konur, þessi blöð eru fyrir
karla.
MARGRÉT: Þetta stafar sjálfsagt af ein-
hverjum mun, eins og að konur mála
sig og ekki karlar og þetta er allt ýkt.
Konur eru merktar með einhverjum
merkimiðum.
IÐA BRÁ: Ég er samt alltaf að fá sent
eitthvert efni af þessum vefsíðum eins
og femin.is á netpósti, persónuleika-
próf og annað. Það eru greinilega ein-
hverjar konur sem hafa áhuga á þessu.
BRYNDÍS: Mér finnst að í fjölmiðlum sé
miklu algengara að tekin séu viðtöl við
karlmenn.
EVA BERGÞÓRA: Nei, ég held að það
séu bara fleiri karlar í þannig stöðum
að við tökum viðtöl við þá. Hins vegar
vilja konur oft ekki koma í viðtöl. Mað-
ur þarf hálfpartinn að pína þær og
draga þær í það en oft eru þetta konur
sem gefa sig út fyrir að vera með ein-
hverjar skoðanir.
BRYNDÍS: Það sem við konur þurfum
virkilega á að halda er hvatning til að
koma fram í fjölmiðlum. Við höfum
alltaf áhyggjur af því að fólk dæmi
okkur af því hvernig við lítum út.
EVA BERGÞÓRA: Við erum líka svo var-
kárar. Við þurfum alltaf að vera með
einhver viðhengi við svör eins og „Ég
vil nú taka það fram að allir þátttak-
endur stóðu sig vel" og svo framvegis.
Við viljum aldrei særa neinn.
LAUFEY BRÁ: Við konur erum alltaf að
dæma hvor aðra. Til dæmis þegar ég
var með „Djúpu laugina" þá var nei-
kvæða krítikin sem við fengum bara út
á það hvernig við litum út, ekki hvað
við sögðum. Fólk hugsaði: þarna eru
konur sem eru áberandi, að bulla svo-
lítið og fannst þetta hreinlega ekki fara
okkur. Ef þetta hefðu verið tveir karl-
menn hefði þetta verið litið allt öðrum
augum.
BRYNDÍS: Ég tók eftir greininni í síðasta
Skýi um Sólveigu Sveinbjörns sem
hannaði dömubindastólinn. Hún er
einmitt að vinna út frá hugmyndinni
að við konur verðum að vera svona dís-
ir, léttar og svífandi, fullkomnar og fal-
legar með enga svitalykt en samt þurf-
um við að vera með allt pottþétt
heima, vaska upp og ala upp börnin.
IÐA BRÁ: Það er nú þannig í minni
vinnu að karlmennirnir eru ekkert
hræddir við að tala fyrir framan annað
fólk, alveg þó að þeir viti stundum ekk-
ert hvað þeir ætla að tala um. Ég
myndi aldrei geta gert þetta nema vera
búin að ákveða nákvæmlega hvað ég
ætla að segja fyrirfram, vera með öll
svör á reiðum höndum.
LAUFEY BRÁ: Já, svo að enginn geti
haldið að þú sért einhver vitleysingur.
BRYNDÍS: Ef við hugsuðum þannig að
við mættum gera átta mistök á dag
væri þetta miklu auðveldara.
EVA BERGÞÓRA: Það ætti að leggja
meiri áherslu á það í skólakerfinu að
tala fyrir framan annað fólk. Eins og
þeir gera í Bandaríkjunum frá unga
aldri.
ANNA MARGRÉT: En af hverju höfum
við konur ennþá miklu minna sjálfsálit
en karlar ?
IÐA BRÁ: Þetta er bara hefðin. Ég fór til
Búlgaríu um daginn og þar er ekki jafn-
mikill kynjamismunur. Þar voru konur
bara skikkaðar til að vinna, ef þær
eignuðust börn fóru þær aftur í vinnu
eftir þrjár vikur. Ef þú ert alin upp við
það að mamma þín er forstjóri eða eitt-
hvað álíka finnst þér þetta miklu eðli-
legra. Það tekur nokkrar kynslóðir að
breyta þessu.
MARGRÉT: Svo hefur uppeldið heilmik-
ið að segja. Stelpan á alltaf að vera
prúð og sæt og strákar eru bara
skemmtilegri ef þeir eru fjörugir og
með ólæti.
LAUFEY BRÁ: Mér finnst við bara setja
okkur á þennan stað sjálfar.
IÐA BRÁ: Einmitt, konur komast alveg
jafnlangt og karlar ef þær bara vilja
það.
MARGRÉT: Ég er í tónsmíðanámi þar
sem eru átta karlmenn og tvær konur,
ský 155