Ský - 01.12.2000, Blaðsíða 69

Ský - 01.12.2000, Blaðsíða 69
F J ÁRMÁLATÍ ÐINDI 2000-2001 Milliliðalaus viðskipti Markmíð NOREX er að bjóða fjárfestum, útgefendum verðbréfa og kauphallaraðilum hagkvæman norrænan verðbréfamarkað á háu gæðastigi, „íslandsbanki er dæmi um fjármála- stofnun sem nú hefur fjaraðild að kaup- höllunum í Kaupmannahöfn og Stokk- hólmi. Fjaraðildin gefur þeim heimild til að selja eða kaupa til dæmis hlut í Ericsson milliliðalaust og út á það gengur NOREX-samstarfið að miklu leyti,“ segir Finnur Sveinbjörnsson, framkvæmdastjóri Verðbréfaþings Is- lands. I sumar sem leið skrifaði Verðbréfa- þing ísiands undir samning um aðild að NOREX-samslarfinu. Aðiiar samstarfs- ins eru nú kauphallirnar í Kaupinanna- höfn, Stokkhólmi og Osló og Verð- bréfaþing íslands hf. Einnig hafa kauphallirnar í Eistlandi, Lettlandi og Litháen skrifað undir viijayfirlýsingu um aðild að samstarfinu. Finnur segir Finnland og Færeyjar ekki standa að samstarfinu. „Finnamir hafa ekki enn stigið skref- ið og svo er enginn skipulagður verð- bréfamarkaður í Færeyjum - eins ein- kennilega og það kann að hljóma.“ Markmið NOREX er að bjóða tjár- festum, útgefendum verðbréfa og kaup- hallaraðilum hagkvæman norrænan verðbréfamarkað á háu gæðastigi. NOREX Alliance sér um rekstur sam- starfsins auk þess að samræma við- skiptareglur, aðildarkröfur og sameigin- leg markmið. NOREX-samstarfið er einstakt að því leyti að það er fyrsta kauphallasamstarfið sem notar nú þegar sameiginlegt viðskiptakerfí. Með aðild- inni að NOREX eru íslensk verðbréfa- fyrirtæki og bankar því orðnir nátengdir nonæna verðbréfamarkaðnum. „Reyndar er nú ekki enn komin löng reynsla á samstarfið en það geta allir ver- ið sammála um að það er ótvíræður kost- ur og hagkvæmni fyrir ísienska verð- bréfamarkaðinn að hafa milliliðalausa aðild að norrænu verðbréfamörkuðunum og svo öfugt,“ segir Finnur að lokum. Fyrirtæki í þessum blaðauka Búnaðarbankinn, Verðbréf 72 Frjálsi fjárfestingarbankinn 82 íslandsbanki - FBA 84 íslensk verðbréf 80 Kaupþing 84 Landsbréf 78 Netbankinn 72 SP-Fjámiögnun 76 Samband íslenskra sparisjóða 76 Spectra AB 80 VÍB 78 SP-24 74-75 Europay 82 Finnur Sveinbjörnsson útskýrir virkni SAXESS-kerfisins á blaðamannafundi. Nokkur lykilorð Verðbréf Samheiti yfir hlutabréf og skuldabréf (verðbréf). Hlutabréf Eigandi hlutabréfs á eign- arhald í útgefanda hlutabréfsins. Krónutala bréfsins gefurtil kynna hversu stóran hlut eigandinn á í fyrirtækinu. Eigandi bréfsins á rétt á arðgreiðslu frá fyrirtækinu í samræmi við eignarhlut. Eigandi á rétt á sínum hluta í upplausnarvirði fyrirtækisins ef það er leyst upp. Hömlur geta verið settar á viðskipti með hlutabréfin og er þess þá getið í samþykktum félagsins. Þar sem við- skipti með verðbréf eru pappírslaus eru hlutabréfin ekki gefin út heldur einungis kvittun fyrir viðskiptunum. Skuldabréf Skjal þar sem fram kemur viðurkenning á því að tekin hafi verið peningafjárhæð að láni. Lántakandinn lofar að greiða skuldina aftur á tilteknum degi og greiða jafnframt vexti af henni eins og mælt er fyrir á skuldabréfinu. Tryggingar skuldabréfa geta verið með ýmsu móti, til dæmis sjálfskuld- arábyrgð eða veð, en einnig eru bréf með ábyrgð banka eða ríkissjóðs. Vísitölur Til þess að fylgjast með því hvernig hlutabréfamarkaðnum í heild sinni vegnar eru reiknaðar hluta- bréfavísitölur. Hér á landi er mest litið á Úrvalsvísitölu Aðallista Verðbréfa- þingsins og Heildarvisitölu Aðallista. Heildarvísitalan mælir verðbreytingar allra félaga á Aðallista, vegið eftir markaðsverðmæti félaganna. Úrvals- vísitalan er reiknuð á sambærilegan hátt en í henni eru 15 stærstu fyrir- tækin hverju sinni. Vísitalan er endur- skoðuð á hálfs árs fresti (í júní og des- ember). Val á fyrirtækjum í vísitöluna fer þannig fram að tekin eru 20 stærstu fyrirtækin á mælikvarða markaðsvirðis, þau 15 þessara fyrir- tækja sem hafa verið með mest viðskipti síðustu sex mánuði fyrir endurskoðun mynda síðan vísitöluna. Einnig eru til vísitölur fyrir Vaxtar- listann og ýmsar greinar atvinnulífsins en útreikningur þeirra er sambæri- legur við hinar vísitölurnar. Spákaupmennska Kaup og sala verðbréfa innan sama dags eða skamms tíma í því augnamiði að hagnast á skammtímasveiflum á verði verðbréfa í stað reksturs fyrirtækis. Heimild: Orðasafnfjármála, strik.is, Islandsbanki-FBA
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100

x

Ský

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Ský
https://timarit.is/publication/1812

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.