Ský - 01.12.2000, Blaðsíða 78
Ódýrustu neyslulánin
á markaðnum
Mikil umræða hefur átt sér stað um hag-
kvæmní bílalána og bílaeígn íslenskra
heímila og af því tilefni tókum víð tali Hjalta
Þór Kristjánsson hjá SP-Fjármögnun,
„Málið er að bíllinn er ákaflega mikil-
vægur eða öllu heldur þarfur þjónn við
rekstur heimilanna. Ástæður þess er að
miklu leyti að finna í því að við búum í
strjálbýlu landi með misgóðar sam-
göngur og bæði tíðarfarið og vinnuá-
lagið kalla oftar en ekki á að bæði tjöl-
skyldur og einstaklingar þurfa á bíl að
halda. Ég held almennt að fólk sé hætt
að líta á bíl sem fjárfestingu, heldur líti
á hann sem neysluvöru."
Hagkvæmur kostur
En hvernig er þá hagstæðast fyrir
heimili landsmanna að standa undir
þessari bílaeign?
„í fyrsta lagi má geta þess að bílalán-
in eru ódýrustu neyslulánin á markaðn-
um í dag. Bankalán, yfirdrættir og rað-
greiðslusamningar; allt eru þetta um-
talsvert dýrari kostir fyrir heimilin en
bflalánin. Staðreyndin er að hagkvæm-
asti kosturinn fyrir okkar viðskiptavini,
fjölskyldur sem einstaklinga um allt
land, er oft að taka lán til allt að sjö ára.
Þannig getur viðkomandi eignast bíl
sem býður öryggi, lítið viðhald og hag-
kvæman rekstur. Að auki er svo hag-
kvæmni í því að endurnýja bílinn reglu-
lega, á t.d. þriggja til fjögurra ára
fresti.“
Breytt staða á markaði
En hvernig stendur þá á allri þessari
neikvæðu umfjöllun og reynslusögum
af fólki sem er að missa stjórn á fjár-
málum heimilisins?
„Þrátt fyrir afar neikvæða fjöl-
miðlaumfjöllun um bílalán eru það
engu að síður staðreyndirnar sem tala
sínu máli. Bflalánin hafa hreinlega ekki
notið sannmælis hjá fjölmiðlum. Þegar
sú staða kom upp á bílamarkaðnum að
notuðum bílum, sem á hvíla bflalán, fór
að fjölga hratt og að því er virtist óvænt
fyrir marga, þá fór umræðan að breyt-
ast. Bflalán er nokkuð sem vart þekktist
fyrir nokkrum árum síðan og er því í
raun jákvæð nýjung á markaðnum. En
það er og verður alltaf eitthvað um fólk
sem leggur út í fjárfestingar sem það
ræður ekki við og þetta litla hlutfall ein-
staklinga sem er í vandræðum er það
sem skapar fréttir.“
í góðum farvegi
„Það hefur aldrei þótt nein frétt í því
að hlutfall vanskila á bílalánamarkaði
hefur síður en svo vaxið. Þvert á móti
stendur fólk sig ákaflega vel í að halda
öllu í skilum, sem sýnir okkur líka mik-
ilvægi bílsins fyrir heimilin. Við reyn-
um alltaf að beina okkar viðskiptavin-
um í skynsamlegan farveg í þessum
efnum og bjóða þeim aðstoð við að
horfa á málið í heild sinni þegar á þarf
að halda. Við veitum til að mynda að-
eins 75% lán af andvirði kaupverðs á
nýjum bíl og viðskiptavinurinn nýtur
svo staðgreiðsluverðs á bflnum. Enda er
það okkar reynsla að flestir eru með
þessi mál í afskaplega góðum farvegi
og njóta góðs af þeim möguleika sem
bílalánið býður.“
Víðtæk fjármálaþjónusta og ráðgjöf
Samband íslenskra
sparísjóða
Sparisjóðirnir samanstanda af sjálf-
stæðum og sterkum fjármálastofnunum
sem starfræktar eru í flestum sveitarfé-
lögum landsins. Samstarf sparisjóðanna
gefur þeim stærðarhagkvæmni og góð-
an slagkraft. Sparisjóðirnir hafa náið
samstarf sín í milli á sviði markaðs-
mála, tæknimála og fræðslumála auk
samstarfs á fjármálasviðinu. í sameign
þeirra eru Sparisjóðabanki íslands,
Kaupþing hf., SP-Fjármögnun hf. og
Alþjóða líftryggingafélagið hf.
Sparisjóðirnir hafa í sívaxandi mæli
aukið erlend viðskipti sín og taka því þátt
í millibankamarkaði. Sparisjóðimir eru í
dag í tengslum við hundruð banka um
heim allan. Gjaldeyris- og peningamark-
aðsviðskipti eru langviðamesti þátturinn
í erlendum viðskiptum sparisjóðanna.
Grunnurinn að sparisjóðunum felst í
fjölbreyttu þjónustuframboði sem tekur
mið af því að bjóða viðskiptavinum upp
á víðtæka fjármálaþjónustu og ráðgjöf.
Starfsfólk sparisjóðanna leggur sitt af
mörkum með að þjónustan sé persónu-
leg, en í senn örugg og sniðin að þörf-
um hvers og eins. Veldu örugga framtíð
með Sparisjóðinn sem þinn viðskipta-
banka.
76 Ský