Ský - 01.12.2000, Blaðsíða 98

Ský - 01.12.2000, Blaðsíða 98
GOTURNAR I LIFI MINU Það ætti að jafna Árbæinn við jörðu Úlfhildur Dagsdóttir segir frá götunum í lífi sínu Vatnsstígur Ég fæddist við hinn ágæta Vatnsstíg. Þaðan minnist ég helst þess að hafa lent í jarðskjálfta sem vöggubarn og að hafa haft ákaflega gaman af því þegar Móðir Jörð vaggaði mér. Ferjuvogur Frá Vatnsstíg flutti ég í Vogana og bjó þar meira og minna í fjórtán ár því eftir að ég fluttist úr Ferjuvogin- um dvaldist ég mikið hjá ömmu minni og afa sem bjuggu í Eikjuvogi. Auk þess gekk ég í skóla í Vogunum, átti þar mína vini og félaga og leit í alla staði á hverfið sem mitt hverfi, þrátt fyrir að ég byggi annars staðar síðar meir. Ég lék mér mikið í fallega garðinum í Ferjuvogi, sköllóttur krakki sem vakti athygli og undrun nágrannanna. Hringbraut Þar bjó ég tiltölulega neðarlega, rétt hjá JL húsinu. Ég man aðeins eftir íbúðinni en tengdist hverfinu aldrei sérstaklega. Blöndubakki í Breiðholtinu eignaðist ég annað umhverfi og kynntist þar nýjum hópi krakka, fyrir utan Vogakrakkana. í Blöndubakkanum bjó ég í tvö-þrjú ár, í dæmigerðri Breiðholtsblokk, U- laga með garði í miðjunni. Þar var róluvöllur í miðjunni og ég man eftir miklum hasar þar. Mér fannst alltaf gaman að búa í Breiðholtinu, fílaði það í tætlur. Brúnastekkur Þetta er einbýlishúsahverfi. Þar bjuggum við mamma í lítilli leigu- íbúð. Voða mikil snobbgata og allt öðruvísi fólk en í Blöndubakkanum. Ský Suðurhólar Þá er ég komin upp í Efra-Breiðholt og hasarinn byrjar. Þar fór ég fyrst að finna fyrir því að ég byggi í þessu uggvænlega hverfi. En ég kunni vel við mig. Þetta var ein af fyrstu verka- mannablokkunum og álitið hálfgert gettó á sínum tíma, upp úr '80. Mikil uppbygging í gangi. Hraunbær Svo þegar ég var þrettán flutti ég í Hraunbæinn - skelfilegustu götu allra tíma. Og Árbæinn finnst mér að ætti bara að jafna við jörðu. Það er hverfi sem á ekki rétt á sér. Þar upp- lifði ég algjöran smáborgaramóral. Meðan Breiðholtið var alltaf lifandi og örvandi umhverfi var Árbærinn bara dauður. Mér fannst þetta viður- styggilegt og ég hataði þetta tímabil en þarna bjó ég til 18 ára aldurs. Fremristekkur Aftur í Breiðholtið og nú stimpla ég mig inn í einbýlishúsaelítuna. Ég hef annars aldrei verið gefin fyrir einbýlishús og þarna komst ég að því að þau henta mér ekki, þrátt fyrir að hafa haft það gott þarna. Þetta var líka sérlega gott partýhús. Gvendur Jaki bjó í næsta húsi og var ákaflega óvinsæll af nágrönn- um vegna þess að hann nennti ekki að gera neitt fyrir garðinn. Þarna ríkti nefnilega gríðarleg samkeppni við næstu götur um hvaða gata státaði af fallegustu görðunum og mikið klagað yfir því að Jakinn hefði hvað eftir annað skemmt möguleika Fremristekkjarins á að hreppa þessa viðurkenningu. South Circular Road í Dublin Frá '92 var ég við nám í útlöndum um fjögurra ára skeið, við Trinity College í Dublin. South Circular Rd. er í suðurhverfinu og enn held ég mig borgaramegin í tilverunni - norðurhverfið er slömmið, sjáðu til. Þarna bjó ég með ungu fólki í há- skólanámi og þetta var mjög skemmtilegt tímabil. Skemmtilegar kringumstæður: Kanall meðfram götunni, moska á móti, við hliðina bænahús gyðinga. Eldfim og forvitnileg blanda. Crampton Quay Það er skemmtilegasta gata sem ég hef búið við, í Temple Bar hverfinu við hina frægu á Liffey í Dublin. Fyrr- verandi slömm en á þessum árum er Dublin í miklum uppgangi og smám saman að myndast mjög artí stemmning. Þetta er aðalbarahverfið í Dublin og bar á hverju götuhorni. Stöðug umferð og hávaði. Mér fannst þetta dásamlegt: Maður sofn- aði alltaf við drykkjulæti á kvöldin og vaknaði við þau aftur. Þarna bjó ég frá '95 til '96 í pínulítilli stúdíó- íbúð og fanst það dýrlegt. Fjölnisvequr Leigði þar herbergi í rúmt ár en var með lögheimilið ennþá á Fremri- stekk. Það sem ég man helst eftir eru norðurljósin. Það voru alltaf norður- Ijós á Fjölnisveginum, sumar, vetur, vor og haust. Og afar gaman að kenna sig við svona virðulega og gróna götu. Bjarnarstígur Þángað flutti ég fyrir tveimur árum og bý þar enn í góðu yfirlæti. Þetta er örlítil gata sem fáir vita um, milli Njálsgötu og Skólavörðustígs, og minnir mig svolítið á Crampton Quay í Dublin, nema án hasarsins. Mér fannst þetta næstum því of rólegt fyrst en ég er að venjast rólegheitun- um. Pínulítil einangruð suburbia inni í miðbænum. -fin UÓSM.lPÁLL STEFÁNSSON
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100

x

Ský

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Ský
https://timarit.is/publication/1812

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.