Ský - 01.12.2000, Blaðsíða 50

Ský - 01.12.2000, Blaðsíða 50
I HRAUSTUM LIKAMA Svokallaðar fitnesskeppnir hafa tekið ísland með áhlaupi. Þessar keppnir eru sambland af fegurðar-, líkamsrækt- ar- og þrautakeppní og sígrar sá sem nær bestum ár- angri í samanlögðu. Kvenfólkið hefur sórstaklega komíð sterkt til leíks í fitnessíþróttínni en stúlkurnar halda þar sín- um kvenlegu línum ólíkt því sem tíðkast í vaxtarræktinni. Hér ræðir Þórdís Lilja Gunnarsdóttir við Freyju Sigurð- ardóttur íslandsmeistara kvenna í greininni en Ijósmynd- irnar tók Jón Kaldal að tjaidabaki fyrir Gaiaxy-fítness- keppni sem fór fram í haust, „Ég er langmesti kroppurinn í Sand- gerði," segir Freyja Sigurðardóttir sem hampar þeim eftirsóknaverða titli að vera Galaxy-íslandsmeistari kvenna í fitness í ár. Kærasti Freyju, Jakob Már Jónasson, er ekki síður guðlega vaxinn en hann lenti í öðru sæti í IFBB fitnesskeppni karla. „Jakob er rosalega stoltur af mér enda ekkert skrítið og frábær tilfinn- ing að vera í svona framúrskarandi líkamlegu og andlegu formi. Það er geysilegur áhugi á fitness hér í Sand- gerði og flestir sem keppa fyrir hönd Suðurnesjamanna koma frá Sand- gerði," segir Freyja. Baksviðs í keppninni sjálfri er ýmsum töfraaðferðum beitt áður en haldið er fram á sviðið til að heilla dómar- ana og salinn. Kringlóttar dósir með áburði sjást í krepptum lófum yfir- spenntra meyjanna þar sem þær maka vöðvana majorkabrúnku til að skerpa línurnar. „Ég nota sjálf alltaf brúnkusprey en margar nota þennan svokallaða skóáburð. Svo verður maður náttúrlega að vera búinn að taka óteljandi Ijósatíma áður en keppnis- dagurinn rennur upp." Brýtur samt ekki í bága við hollustuna að brenna húðina með útfjólubláum geislum? „Jú, svo sannarlega er ekki hollt að liggja í Ijósum en það er algjört skilyrði fyrir því að vera með því brúnkan gerir allan skurð greinilegri." Á himinháum hælum klöngrast stúlkurnar milli áfanga- staða og er æði skondið að sjá suma, næstum karlmann- lega skrokkana á jafn kvenlegu skótaui og með andlitin förðuð eins og fyrir uppfærslu á Shakespeare. „Mér finnst þetta nú orðið dálítið mikið ýkt," segir Freyja og það er þykkt í henni. „Ég er ekkert sérstak- lega sátt við þetta dragdrottninga- útlit, en auðvitað þarf maður ekki að taka þátt í því frekar en maður vill. Eins finnst mér að reglur ættu að vera skýrari. Það er alltaf hamr- að á því við stelpur sem keppa að vera ekki of mikið skornar en á endanum sigrar alltaf sú sem er mest skorin. Ég spái því að mörkin milli vaxtarræktar og fitness verði æ óljósari eftir því sem á líður." Freyja, sem er nítján ára og nemandi á náttúrufræðiþraut í Fjölbrauta- skóla Suðurnesja, hafði æft fimleika í tíu ár þegar hún byrjaði að lyfta lóðum. „Ég er búin að æfa í eitt og hálft ár. Að jafnaði æfi ég fimm daga vikunnar og hef einn góðan nammidag í viku. Þá leyfi ég mér allt og úr verður ein allsherjar pizzu- og súkkulaðiorgía." En það mega nú varla vera nammi- dagar fyrir keppni? „Nei, nei, nei, nei. Tveimur mánuð- um fyrir keppni er mataræðið skipulagt í þaula. Þá eyk- ur maður prótín og borðar nær eingöngu skyr, fisk, grænmeti og eggjahvítur. Það getur auðvitað verið leiðigjarnt að lifa á svo einhæfu fæði en á móti kemur að það er hægt að matreiða það á milljón vegu." Meðfram hörkunni í eldhúsinu þarf einnig að herða sig í ræktinni. Freyja segist lyfta þungu einu sinni á dag þrem- ur mánuðum fyrir keppni og tvisvar á dag þegar mánuð- ur er í lokatakmarkið. „Síðan léttir maður á lóðunum síð- ustu dagana til að skurðurinn verði flottari." Gráta fitnessdrottningar þegar úrslitin verða Ijós. „Nei, aldrei. Mér var allavega alls ekki mál að gráta þegar ég vann," segir Freyja og hlær feimnislega. En kom sigurinn Freyju í opna skjöldu? „Auðvitað ekki. Ég var allan tím- ann búin að stefna að því að sigra." Freyja Sigurðardóttir 48 I Slcý
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100

x

Ský

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Ský
https://timarit.is/publication/1812

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.