Ský - 01.12.2000, Blaðsíða 38
Þú segir að hver einstaklingur skipti máli í betra
samfélagi og geti haft áhrif á gang mála. Hvað
segirðu við konuna sem er búin að vinna við lág-
launastarfið heimilishjálp lungann úr ævinni?
Hvernig getur hún öðlast tækifæri til frekari
frama?
Sé hún óánægð og vilji breyta sínu Kfsmunstri þarf hún
fyrst að skilgreina til hvers hana langar. Að því loknu
þarf hún að skilgreina leiðirnar að markmiði sínu og
pæla í því hvað hún geti gert til að komast nær draum-
um sínum. Vilji fólk taka sér eitthvað nýtt fyrir hendur
er hægt að snúa við blaðinu á hvaða aldri sem er og
tækifæri til menntunar eru ótrúlega góð á íslandi.
Þér getur nú varla verið alvara miðað við fátækleg
framfærslulán LÍN?
Jú, vegna þess að námsmenn hafa það mun betra en
margir aðrir þjóðfélagshópar. Ég átti ekki krónu þegar
ég byrjaði í Háskóla íslands. Ég var í ódýrri leiguíbúð á
Görðunum ásamt mannsefninu mínu, Aðalsteini
Jónassyni, þá laganema, og syni okkar Jónasi Aðalsteini
sem gekk í niðurgreiddan leikskóla fyrir börn stúdenta.
Þegar tekið er tillit til alls höfðum við það mun betra
sem námsmenn heldur en einstaklingar sem eru á lægstu
launum hjá ríkinu. Auðvitað er oft hart í ári hjá náms-
mönnum, en það er vel hægt að mennta sig án þess
að vera kominn af efnafólki og þess vegna segi ég að
tækifærin eru fyrir hendi.
Pólitík getur verið skemmtileg
Hvaðan kemurðu, Ásdís Halla?
Ég fæddist í Ólafsvík og ólst þar upp fyrstu níu árin. Frá
Ólafsvfk flutti ég til Svíþjóðar og svo til Noregs með
foreldrum mínum sem héldu út af ævintýraþrá eins og
svo margir á þeim árum. Þegar heim kom settumst við
að á Akranesi en mér lá svo á að komast til Reykjavíkur
í Háskóla íslands að ég tók stúdentsprófið á liðlega
þremur árum uppi á Skaga.
Hvað fékkstu í samræmdu prófunum? Fjögur A?
Veistu, ég tók ekki samræmdu prófin. Ég var þá komin
í ákveðið tilraunaverkefni sem fólst í því að þeir sem
fengu níu eða hærra í kjarnafögunum fyrir áramót í
tíunda bekk, fengu að byrja í því fagi í Fjölbrauta-
skólanum á Akranesi. Ég fékk hærra en níu í öllum
fögum og byrjaði því í framhaldsskólanum á áramótum.
Hefurðu þá aldrei fallið í neinu?
Jú, jú, ég byrjaði í lögfræði í Háskólanum og féll hressi-
lega. Mér fannst námið ótrúlega þurrt og leiðinlegt en
lét mig hafa það að mæta í próf án þess að hafa opnað
bók allt misserið. Þá grundvallaðist val mitt á því að
flestir stjórnmálamenn voru lögfræðingar og ég var
ekki betur að mér en svo að ég taldi nauðsyn að læra
lögfræði hefði maður áhuga á stjórnmálum. Á þeim
tíma var það mikið áfall fyrir sjálfsmyndina að falla og
mér fannst ég vera mesti lúser í heimi þótt ég vissi að
ég ætti ekki annað skilið.
Fórstu svo markvisst yfir í stjórnmálafræðina til að
ná pólitískum frama?
Nei, alls ekki. Ég hafði alltaf gengið með þann draum í
maganum að verða blaðamaður og skrifa um stjórnmál.
Eftir að ég útskrifaðist úr stjórnmálafræðinni 1991 var ég
svo heppin að fá starf sem blaðamaður hjá Morgunblað-
inu. Blaðamennskan er skemmtilegasta starf sem ég hef
verið í og hún átti einstaklega vel við mig.
Samt stoppaðir þú ekki nema tvö ár í drauma-
starfinu?
Það er rétt. Ég hætti þegar Geir H. Haarde, sem þá var
formaður þingflokks sjálfstæðismanna, hringdi í mig og
var að leita að blaðamanni í starf framkvæmdastjóra
þingflokksins, vegna þess að sá sem gegnir því starfi þarf
að ritstýra Flokksfréttum og skrifa mikið. Ég ákvað að
slá til vegna þess að ég taldi mig verða betri blaðamann
eftir slíka reynslu.
Þar með varðstu fyrsta konan til að gegna því
embætti. Þú hefur oft verið ein í settlegu karla-
veldi. Hvernig hefurðu komist inn í þessi karla-
vígi?
Satt best að segja veit ég það ekki. Ég hef fengið ómet-
anleg tækifæri og tekist á við þau óhikað.
,... mér finnst svo áberandí
hvaö okkar kynslóð er Iftið
spennt lyrir því að axla
ábyrgð og hversu lítið
henni finnst til þess koma
að vera í forystuhlutverki"
Hefur þú beitt þínum kvenlegu töfrum til að kom-
ast áfram í metorðastiganum?
Nei, ekki meðvitað en flestir beita persónutöfrum sínum
með einhverjum hætti, annaðhvort meðvitað eða ómeð-
vitað.
Skiptir útlit máli í pólitík?
Já, að einhverju leyti vegna þess að útlit er hluti af ímynd
og getur sagt fólki ýmislegt um það hvers konar karakter
maður er. Auðvitað er svo hægt að draga ósanngjarnar
ályktanir um fólk út frá útliti þess.
Er pólitík sexí?
Nei, ekkert sérstaklega en hún er ákaflega gefandi þegar
vel gengur og maður skynjar að maður hefur jákvæð
áhrif á samfélagið.
Tókstu þátt í stúdentapólitíkinni á námsárum
þínum í Háskólanum?
Já og fékk alveg nóg af því starfi. Mér fannst sú pólitík
skila afskaplega litlu og vera alveg ótrúlega leiðinleg.
Hún var rætin, grimm og andstyggileg en um leið góður
skóli. Ég ákvað þá með sjálfri mér að koma aldrei aftur
nálægt pólitík.
Hvaða hugarfarsbreyting átti sér síðar stað?
Ég hafði engin afskipti af stjórnmálum eftir að ég hætti
í stúdentapólitíkinni og allt þar til ég fór að vinna sem
framkvæmdastjóri þingflokks Sjálfstæðisflokksins. Þá átt-
aði ég mig á því að pólitík getur verið skemmtileg og
36 í ský