Ský - 01.12.2000, Blaðsíða 6

Ský - 01.12.2000, Blaðsíða 6
ÞARF HOFUÐBORG ÍSLANDS FLUGVÖLL? Þann 3.febrúar 2001 er stefnt að atkvæðagreiðslu meðal íbúa höfuðborgarinnar um hvort Reykjavíkurflugvöllur skuli vera áfram íVatnsmýrinni. Hér rekur Leifur Magnús- son ýmis rök fyrir því að flugvöllurinn verði áfram á sama stað. Vorið 2000 hófust löngu tímabærar endur- bætur á flugbrautum Reykjavíkurflugvallar og var á árinu lokið lagfæringu austur/vest- urflugbrautarinnar. A næstu tveimur árum er fyrirhugað að gera tilsvarandi endurbæt- ur á norður/suðurflugbrautinni. Allt er þetta í samræmi við vandaða framkvæmdaáætlun Flugmálastjómar, sem samþykkt var af Al- þingi, samgönguráðuneyti, umhverfisráðu- neyti, Flugráði og Reykjavíkurborg, og er samkvæmt gildandi aðalskipulagi höfuð- borgarinnar til 2016. Að loknum þessum endurbótum er jafn- framt stefnt að byggingu nýrrar samgöngu- miðstöðvar á flugvellinum og verulegu átaki flugmálayfirvalda til að endurbæta og fegra allt flugvallarsvæðið þannig að það verði höfuðborginni og landinu öllu til sóma. Atkvæðagreiðsla meðal höfuð- borgarbúa Það hlýtur því að vekja nokkra undran að borgarráð Reykjavíkur hafi fyrr í ár ákveðið að stefnt skuli að atkvæðagreiðslu meðal íbúa Reykjavíkur „um framtíðarnýtingu Vatnsmýrar og staðsetningu Reykjavíkur- flugvallar", og í því skyni skipað sérfræði- hóp til nánari undirbúnings. Tvisvar áður hefur verið efnt til atkvæðagreiðslu rneðal borgarbúa, annarra en vegna hefðbundinna kosninga til Alþingis og borgarstjómar, og í báðum tilvikum var unnt að svara með ein- földu jái eða neii. í fyrra skiptið var spurt um samþykki til hundahalds, en í síðara til- vikinu hvort Kjalarneshreppur skyldi sam- einaður Reykjavík. Kjörsókn reyndist að- eins 20% og 25% í þessum tvennum kosningum. Akvörðun um staðsetningu og gerð flug- vallar höfuðborgarinnar er hins vegar mjög flókið tæknilegt, fjárhagslegt og pólitískt viðfangsefni, sem ekki hentar vel til al- mennrar atkvæðagreiðslu. Þá er slíkt að sjálfsögðu ekki einkamál íbúa Reykjavíkur, svo framarlega sem það sveitarfélag vilji áfram teljast höfuðborg Islands. Skyldur höfuðborgar Væntanlega er ekkert að finna í lögum og reglum landsins, sem formlega felur einu sveitarfélagi umfram önnur það merka hlutverk að vera höfuðborg. Því hlutverki fylgir fjöldi forréttinda, t.d. varðandi stað- setningu lykilstofnana ríkisins og þar með á sviði almennrar atvinnuþróunar. Flins vegar má ætla að skyldumar felist þá fyrst og fremst í því að tryggja greiðar, öruggar og hagkvæmar samgöngur við aðra hluta landsins. Það var því væntanlega með slfkt í huga sem bæjarstjórn Reykjavíkur samþykkti á fundi sínum 26. júní 1919 að leigja Flugfé- lagi íslands (hinu fyrsta) hluta af Vatns- mýrinni undir flugvöll, og bæjarráð Reykjavíkur ákvað á fundi sínum 8. mars 1940 „að ætla flugvelli stað í Vatnsmýr- inni“. Samgönguleiðir Með endurbættu vegakerfi stækkar aug- ljóslega það svæði landsins, sem getur á hagkvæman hátt tengst höfuðborginni með samgöngum á landi. Hins vegar er ljóst að byggðir á Vestfjörðum, Norðurlandi eystra, Austurlandi og í Vestmannaeyjum verða áfram og um ókomna tíð verulega háðar góðum og öruggum flugsamgöngum til og frá höfuðborginni. Þessum byggðum er nú vel þjónað með áætlunarflugi sem sinnt er með fullkomn- um 19-50 sæta skrúfuþotum og er í eðli sínu almenningssamgöngur. Þá þarf einnig að hafa í huga að í hverri viku eru að með- altali flogin um fimm sjúkraflug til Reykja- víkur með 7-19 sæta flugvélum, auk þess sem fjöldi sjúklinga og slasaðra er einnig fluttur til hátæknisjúkrahúsa höfuðborgar- innar með þyrlunr Landhelgisgæslunnar og með áætlunarflugvélunum. Forsvarsmenn Almannavama ríkisins og heilbrigðisþjón- ustu iandsins hafa sérstaklega bent á hversu Reykjavíkurflugvöllur sé mikilvægur hlekkur bæði í almannavörnum landsins og í heilbrigðisþjónustunni, þegar mínútur geti í reynd skilið milli lífs og dauða. Áhættumat og umhverfismái Árið 1997 var breskri sérfræðistofnun falið að gera formlegt áhættumat fyrir Reykja- víkurflugvöll. Meginniðurstaða þess var sú að „áhættan við Reykjavíkurflugvöll er innan þeirra marka, sem miðað er við á öðrum sviðum þjóðlífsins". Var hér m.a. miðað við gildandi líkindamörk fyrir áhættu af völdum snjóflóða í íbúðabyggð og vegna bílaumferðar um vegi landsins. Fyrir liggur að vatnasvið Tjarnarinnar í Reykjavík er fyrst og fremst Vatnsmýrin og vesturhluti Öskjuhlíðar og þarf því að leggja mikla áherslu á að grunnvatnsstaðan í Vatnsmýrinni breytist ekki, t.d. vegna aukinnar byggðar á svæðinu. Sérstök úttekt var gerð á þessum málum vegna yfirstand- andi endurbóta flugbrautanna og staðfesti að þær framkvæmdir myndu ekki hafa nein skaðleg áhrif. Þær nýju flugvélar, sem nú þjóna þorra áætlunarflugleiða innanlands, eru verulega umhverfisvænni en eldri gerðir. Þannig er til að mynda svonefnt hljóðspor Fokker 50 skrúfuþotu (miðað við 85 db hávaðamörk) aðeins um 29 prósent af flatarmáli tilsvar- andi svæðis F-27 skrúfuþotna, sem áður þjónuðu innanlandsfluginu í 27 ár. Samkvæmt bókun sem samgönguráð- herra og borgarstjóri undirrituðu 14. júní 1999 er gert ráð fyrir að snertilendingar í æfinga- og kennsluflugi flytjist á flugvöll í hæfilegri fjariægð frá Reykjavík og myndi 4 iský
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100

x

Ský

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Ský
https://timarit.is/publication/1812

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.