Ský - 01.12.2000, Blaðsíða 14
Friðrik Frióriksson
FYRST & FREMST
Vægðarlaus kokkteill
Singapore Sling
spilar einfaldlega
rokk og ról
Félagamir sex í Singapore Sling hafa vakið talsverða athygli und-
anfarið á íslensku tónlistarsenunni. Hrár og kraftmikill tónn í anda
New York árið 1967 einkennir sveitina, sem hefur verið iðin við
spilamennsku upp á síðkastið. Forsprakki hljómsveitarinnar, Hen-
rik Bjömsson - lagahöfundur, gítarleikari og söngvari - gaf sjálfur
út geisladiskinn Overdriver síðastliðið sumar og í framhaldi af
góðum viðtökum safnaði hann liði og stofnaði Singapore Sling.
Þessi óvenjulega nafngift sprettur af vinsælum kokkteil sjöunda
áratugarins, og „er einnig nafn á illfinnanlegri, súrrealískri klám-
og ofbeldismynd eftir grískan leikstjóra.“
Henrik er ekki nýliði í tónlistinni, en hann var upprunalega með
Barða Jóhannsyni í hljómsveitinni Bang Gang, sem var á sínum
tíma „surf‘ band. „Eg byrjaði að semja tónlist þegar ég vai' 17 ára,
fljótlega eftir að ég uppgötvaði The Velvet Underground. Það var
hinsvegar ekki fym en að ég fjárfesti í fjögurra rása tæki fyrir tæp-
um fjórum árum að ég fór að taka upp músík af einhverri alvöru."
Henrik segist ekki vera að spá sérstaklega í íslenska tónlistarmark-
aðinn, heldur semur fyrir sjálfan sig. Textarnir eru á ensku og Hen-
rik segir: „Það er alltaf spurt hvers vegna. Það er alveg eins hægt að
spyrja: „Af hverju spilarðu á rafmagnsgítar?" Enskan er eins og eitt
af hljóðfærunum sem ég nota. Islenskur texti í þessari tónlist væri
óeðlilegur." Sem helstu áhrifavalda nefnir hann Velvet Und-
erground, The Doors, The Stoogees, Jesus and Mary Chain,
Suicide, Sonic Youth, Jon Spencer og Angelo Badalamenti. Að-
spurður um tónlistarstefnuna segir hann: „Rokk og ról. Einfalt,
mínimalískt, kúl rokk og ról.“ En hefur Henrik einhvern tíma
smakkað Singapore Sling? „Já ég gerði það einu sinni. Þetta er
frekar vægur kokkteill. Ekkert eins og músíkin.“
nn
LEIKHUS
Þetta er leikgerð llluga Jökulssonar
eftir ævintýrum Rudyards Kiplings um
drenginn Móglí, sem elst upp hjá úlfa-
fjölskyldu í frumskógum Indlands, og
bestu vini hans, hlébarðann Bakíra og
björninn Balú. Þeir þurfa að kljást við
apahyski og vara sig á tígrisdýrinu
grimma Shere Khan og hinum trygga
fylgisveini hans, sjakalanum Tabskví,
sem vita ekkert betra en mannakjöt.
Friðrik Friðriksson er í titilhlutverkinu
en í öðrum hlutverkum eru meðal ann-
arra Jóhann G. Jóhannsson, Halldór
Gylfason, Jóhanna Vigdís Arnardóttir
og Edda Björg Eyjólfsdóttir. Leikstjóri
er Bergur Þór Ingólfsson. Þetta er
jólafrumsýningin í Borgarleikhúsinu.
Antígóna
í þessu verki Sófóklesar takast hug-
sjónir, trú og innsta sannfæring ein-
staklingsins á við ofurefli valdsins.
Magnað verk sem hefur sterka
skírskotun til nútímans. Kjartan Ragn-
arsson leikstýrir einvala liði leikara
Þjóðleikhússins, þar á meðal eru Hall-
dóra Björnsdóttir, Arnar Jónsson,
Rúnar Freyr Gíslason, Erlingur Gísla-
son, Hjalti Rögnvaldsson, Valdimar
Örn Flygenring, Anna Kristín Arn-
grímsdóttir, Kristbjörg Kjeld og Lilja
Guðrún Þorvaldsdóttir. Þetta er jóla-
frumsýning Þjóðleikhússins.
Með fulla vasa af grjóti
Gamanleikrit um tvo írska náunga
sem taka að sér að leika í alþjóðlegri
stórmynd. Fjölskrúðugar persónur
verksins eru allar leiknar af tveimur
leikurum: kvikmyndaleikstjórinn,
Hollywoodleikkonan, þorpsbúarnir
og fjölmargir aðrir. Þetta er glænýtt
verðlaunaverk eftir Marie Jones sem
hefur slegið rækilega í gegn þar sem
það hefur verið sett upp. Leikstjóri er
lan McElhinney, en hann er eigin-
maður höfundarins og stýrði fyrstú
uppfærslunni á írlandi. Leikarar ehJ
Hilmir Snær Guðnason og Stefáb
Karl Stefánsson. Frumsýnt í Þjóðleik'
húsinu í janúar.
Þjóöníöingur
Verk Henriks Ibsen segir frá lækninurn
Tómasi Stockmann, sem stenduf
skyndilega einn gegn samfélaginú
þegar hann gerir uppgötvun sem set-
ur væntanlegar stórframkvæmdir bæj'
arins í uppnám. Hvers virði er sann-
leikurinn gegn auðsóttum gróða?
Hversu langt erum við tilbúin til að
ganga í baráttunni fyrir réttlaeti?
Hvenær eru hagsmunir samfélagsins
míkilvægari en tjáningarfrelsið? Hall'
dóra Geirharðsdóttir og Ingvar E. Sig'
urðsson fara með hlutverk Stock'
mann-hjónanna og leíkstjóri er Marí®
Kristjánsdóttir. Frumsýnt í Borgarleik'
húsinu í janúar.
Ský