Ský - 01.12.2000, Blaðsíða 33
Dýrley Sigurðardóttir, símadama
*Ef þú gætir breytt einum hlut í þjóðfélaginu
í dag, hvað myndi það vera?
„Það fyrsta sem mér dettur í hug er þessi
æsifréttamennska sem er orðin ríkjandi í
þjóðfélaginu. Það eru margir sem eiga um
sárt að binda og blaðamenn ættu að virða
það. Þeir verða að vera mildari í svona litlu
þjóðfélagi."
*Hver er merkasta konan á íslandi í dag og af
hverju?
„Sólveig Pétursdóttir. Hún er að gera mjög
mikið fyrir þjóðfélagið og taka á ýmsum við-
kvæmum málum, til dæmis aðstæðum fanga
og að herða eftirlit með eiturlyfjasmygli. Eit-
urlyf eru upphaf allrar eymdar."
*Hver er merkasti maður á íslandi í dag og af
hverju?
„Ólafur Ragnar Grímsson, hann kemur vel fyr-
ir, er aðlaðandi og skemmtilegur og góður
fulltrúi þjóðarinnar. Svo stendur Davíð Odds-
son alltaf fyrir sínu."
*Aðeins örlítil prósenta kvenna er forstjórar
hjá íslenskum fyrirtækjum. Er okkur sama?
„Nei - okkur er ekki sama. En ég held að þessi
mál séu í þróun. Við konur eigum eftir að
hasla okkur völl. Við tökum ef til vill minni
áhættu en karlmenn og þurfum meira sjálfs-
traust."
*Finnst þér (slendingar vera fordómafullir
gagnvart öðrum kynþáttum?
„Já, við erum mjög fordómafull. Við dæmum
aðrar þjóðir, því að þessi vandamál eru fjarri
okkur, en um leið og þetta er farið að nálgast
okkar þjóðfélag erum við mjög fordómafull."
*Hvað finnst þér um rétt samkynhneigðra til
að ala upp börn?
„Ég hef alls enga fordóma gagnvart samkyn-
hneigðum. Manni finnst þetta dálítið skrýtin
tilhugsun að þeir ali upp börn en ég held að
það geti alveg blessast. Mikilvægast er að
börnin séu elskuð. En ef til vill er það enn
ákjósanlegra að börn eigi tvær mæður en tvo
feður, börn þurfa á móður að halda."
*Þurfa karlmenn meira á konum að halda en
konur á karlmönnum?
„Við konur þurfum jafnmikið á karlmönnum
að halda eins og þeir á okkur."
*Truflar þessa nýja bylgja af nektarstöðum á
íslandi þig?
„Nei, þetta truflar mig ekki neitt, þetta er jú
til erlendis og íslendingar fara á þessa staði
þar. Við íslendingar erum svo nýjungagjarnir.
Hins vegar vildi ég að það væri meira eftirlit
með þessu, maður veit ekki hvað getur legið
þarna að baki."
Ský
3