Ský - 01.12.2000, Blaðsíða 59
betra. Það var byrjað á því að selja
fimm titla fyrir karla, þrjá fyrir konur,
og þrjú „gay"blöð. „Gay"blöðin og
herrablöðin fóru hratt, en blöð eins og
Playgirl og annað bifaðist ekki því að
það var engin kona sem hafði áhuga á
þessu yfirhöfuð. Þetta var bara hlægi-
legt. Við konur fáum þetta út úr ein-
hverju öðru, út úr erótískum sögum og
ástarsögum. Það er miklu betra fyrir
okkur að hafa bara einhvern lesinn
heim.
ANNA MARGRÉT: Lesið þið einhvern
tíma ástarsögur?
IÐA BRÁ: Nei, þær eru svo illa skrifaðar.
MARGRÉT: Ég var einu sinni í veikind-
um og fékk bunka af þessu að lesa.
Þegar ég var búin með þá fyrstu upp-
götvaði ég að sú næsta var alveg eins.
Þetta var einhvern veginn sama bókin.
LAUFEY BRÁ: Ég varð rosalega spæld
þegar ég var ung og las svona. Aðal-
persónunni var lýst, hún var rosafalleg
með Ijóst sítt hár og blá augu. Svo
horfði maður framan á bókina og þá
var hún með svart hár og allt öðruvísi.
Ég náði þessu ekki.
EVA BERGÞÓRA: Eða hún var allt í einu
orðin dökkhærð á blaðsíðu fimmtán.
LAUFEY BRÁ: En karlmenn hugsa allt
öðruvísi en konur. í kynlífi hugsa karl-
menn til dæmis bara um kynlífið sjálft,
en konan hugsar meira að segja um
myndirnar á veggjunum. Hún er búin
að fantasera og búa sér til umgjörð um
þetta allt saman, kert, og svo framveg-
is, hún er búin að smíða sér einhverja
veröld. Það er kannski þess vegna sem
við skiljum ekki þessa nektardansstaði.
Karlmenn hugsa bara „píka", „brjóst",
„ríða", en við konur viljum hafa þetta
fallegt.
IÐA BRÁ: En fólk, það er að segja kon-
ur, heldur alltof oft að hjónabandið
eigi að vera eins og bíómynd, kerti,
rómantík og svo framvegis. Þetta gefur
fólki ranghugmyndir og leiðir oft til
skilnaðar.
MARGRÉT: Og karlmenn halda þá
kannski að hjónabandið eigi að vera
eins og Playboy-tímarit? (hlátur)
LAUFEY BRÁ: Við konur stöndum ekki
nógu mikið saman heldur. Það eru til
þær konur sem hafa kosið að vera
dansarar á nektarstöðum; af hverju
erum við hinar þá að berjast fyrir því að
bjarga þeim? Við erum alltof mikið að
reyna að vera eins og karlmenn, en við
erum konur.
Konur eru konum
verstar
BRYNDÍS: Nú er ég einhleyp, barnlaus,
að njóta lífsins, með áhuga á minni
vinnu, og mér finnst þetta trufla karl-
menn. Þeir skilja ekki af hverju ég vil
ekki vera með þeim og segja þá að ég
hljóti að vera lesbía. Ef ég vil ekki sofa
hjá þeim er ég lesbía. Þeir þurfa alltaf
að sigra og geta ekki tekið því að ég
segi: „Nei, ég er ekki lesbía, ég hef
bara ekki tíma til að standa í sambandi
með þér, ógæfu-alkóhólistinn þinn."
(hlátrasköll)
MARGRÉT: Ég var nú að hugsa um þess-
ar konur sem eru í viðtölum og segja
allt voða óljóst eins og: „Við teljum ...
kannski ... og það er ekki víst ..." en
við ættum kannski að líta á þetta sem
kost og notfæra okkur hann.
IÐA BRÁ: Yfirmaður minn myndi
skamma mig fyrir að tala svona óljóst.
MARGRÉT: En myndi hann gera það ef
hann væri kona?
IÐA BRÁ: Ég veit það ekki. En maðurinn
minn skammar mig fyrir þetta líka.
LAUFEY BRÁ: Mér finnst æðislegt ef ég
þarf að rukka einhvern og það er kona.
Annars eru það endalaus símtöl; ef það
er kona veit ég að ég fæ borgað á rétt-
um tíma.
BRYNDÍS: Ég held líka að fjölmiðlakon-
ur séu réttlátari og sanngjarnari en
karlmenn.
EVA BERGÞÓRA: Ég held ekki. Mér
finnst þetta bara mjög misjafnt.
LAUFEY BRÁ: Konur eru nú konum
verstar.
MARGRÉT: Útlitið er svo ofarlega hjá