Ský - 01.12.2000, Blaðsíða 76
Kynning
Nýr og spennandi banki
Netkaffi S24 er í Kringlunni. Efri mynd: Frá afgreiðslu S24.
Hvernig get ég nýtt mér
S24 kortin?
Debetkort S24
Eiginlega má segja að debetkort S24
gegni margþættu hlutverki og henti til
ýmissa nota. Hægt er að nota kortin
m.a. á eftirfarandi hátt:
• Veltu- og/eða launareikningur
• Yfirdráttur/afborgunarsamningur
• Sparnaður
Veltu- og/eða launareikningur
S24 kortin henta einkar vel fyrir laun
og alla daglega notkun s.s. innkaup
heimilisins o.s.frv.
Yfirdráttarlán/Atborgunarsamningur
Auk þess að bjóða upp á yfirdráttarlán á
góðum vöxtum er hægt að útbúa af-
borgunarsamning til allt að fimm ára.
Afborgunarsamningarnir virka þannig
að yfirdrætti er breytt í afborgunar-
samning sem greitt er af mánaðarlega,
sömu vextir eru á samningnum og á
heimildinni. Þetta hentar mjög vel þeg-
ar viðskiptavinir vilja dreifa greiðslu-
byrði.
Sparnaður
S24 debetkortið hentar einnig mjög vel
til sparnaðar þar sem ávöxtun þess er
mjög há. Kortið er ekki bundið neinum
skilyrðum um binditíma og lágmarks-
upphæð og er því tilvalið til að ávaxta
peninga í skemmri eða lengri tíma.
Hvað er S24?
S24 er ný tegund af bankaþjónustu þar
sem áherslan er lögð á betri kjör á
debet- og kreditkortum á þeim forsend-
um að viðskiptavinurinn sér um að af-
greiða sig sjálfur. S24 er sjálfstæð
rekstrareining innan Sparisjóðs Hafnar-
fjarðar.
Afhverju betri vextir?
S24 er það sem kallað hefur verið „direct“
banki og er hugtakið vel þekkt erlendis.
Hins vegar er það svo til nýtt á íslandi.
Hugtakið felur m.a. í sér að rekstrarkostn-
aði er haldið í lágmarki með því að við-
skiptavinimir afgreiða sig sjálfir og nota
til þess netbanka, GSM-banka, símaþjón-
ustu, hraðbanka, snertibanka o.fl. Þannig
getur S24 boðið viðskiptavinum sínum
miklu betri kjör en áður hafa þekkst.
Hvað býður S24 upp á?
S24 býður einstaklingum upp á debet-
og kreditkort sem bera mjög góða vexti.
Yfirdráttarvextir S24 eru mjög hag-
stæðir og geta sparað viðskiptavinuin
tugi þúsunda á ári (miðað við vexti ann-
arra sambærilegra korta). Debetkorta-
reikningarnir henta einnig mjög vel tii
að ávaxta peninga í skemmri eða lengri
tíma.
Vextir S24*
Innlánsvextir
Debetkort 9,45%
Gulldebetkort 0-999.000 1.000.000-4.999.999 5.000.000 og hærra 10,65% 11,05% 12,05%
Útláns-/Yfirdráttarvextir
Debetkort Gulldebetkort 17,60% 14,90%
Kreditkort Gullkreditkort 17,60% 14,90%
*M.v. vaxtatöflu 11. nóvember 2000.
74 I Ský