Ský - 01.12.2000, Blaðsíða 47
Stærstu fyrirtækin sem
konur stýra*
Rannveig Rist
ísai 6. stærsta fyrirtækið
Hrönn Greipsdóttir
Radisson SAS, Hótel Saga 123.
stærsta fyrirtækið
Svava Johansen
NTC hf. 127. stærsta fyrirtækið
Guðrún Lárusdóttir
Stálskip hf. 160. stærsta fyrirtækið
Rakel Ólsen
Sigurður Ágústsson hf. 194.
stærsta fyrirtækið
*miðað við lista Frjáisrar verslunar um
300 stærstu fyrirtæki landsins. Þar er
miðað við veltu.
mun færri konur en karlar í verkfræði-
deild Háskólans. „Rannveig hefur sýnt
frumkvæði og forystu og stýrir einu
stærsta fyrirtæki landsins," sagði einn
af þeim sem rætt var við og annar:
„Það er mikill sómi að Rannveigu Rist
og garnan að sjá hana þar sem hún er,
það er alltof sjaldgæft að konur veljist
til forystustarfa í fyrirtækjum.“
Þóra Guðmundsdóttir, annar aðal-
eigandi flugfélagsins Atlanta, fékk ný-
lega viðurkenningu Félags kvenna í at-
vinnurekstri. Atlanta er talið tólfta
stærsta fyrirtæki landsins samkvæmt út-
tekt Frjálsrar verslunax. Flugrekstur
og stjórn álverksmiðju myndu seint
teljast til hefðbundinna kvennastarfa
þegar sú skilgreining er notuð.
í Háskóla íslands eru konur í mikl-
um minnihluta prófessora. Engin kona
er prófessor eða dósent við viðskipta-
og hagfræðideild þar sem fólk býr sig
undir störf í viðskiptalífi landsins, ein
er á lista yfir tuttugu og fimrn fasta
kennara við skorina, Svava Grönfeldt
lektor. Öðru máli gegnir urn Háskólann
í Reykjavík. Þar eru konur í rnörgum af
lykilstöðunum, þar á meðal Guðfinna
Bjarnadóttir rektor. Hún situr einnig í
nokkrum stjómum fyrirtækja. Sex kon-
ur eru í tíu manna framkvæmdastjórn
Háskólans í Reykjavík en engin í Há-
skólaráði en í Háskólaráði Háskóla Is-
lands eru tvær konur aðalmenn.
í atvinnulífinu eru einnig nefndar
útgerðarkonurnar Guðrún Lárusdóttir
og Rakel Olsen sem stýra öflugum
sjávarútvegsfyrirtækjum. Um Guðrúnu,
sem stýrir Stálskipum í Hafnarfirði, er
sagt að hún sé snjöll og afar harðdræg í
viðskiptum, enda hiki hún ekki við að
láta duglega í sér heyra ef henni er mik-
ið niðri fyrir. Sagt er að jafnan gusti af
henni á fundum Landssambands ís-
lenskra útvegsmanna en hún er fyrsta
konan sem þar hefur setið í stjórn.
Rakel, sem rekur útgerð Sigurðar
Ágústssonar í Stykkishólmi, þykir
einnig mikill kvenskömngur.
Nokkrar aðrar konur, sem líta má á
sem fulltrúa atvinnulífsins, voru nefnd-
ar. Svava Johansen, sem á tískuverslana-
samsteypuna NTC hf. sem rekur meðal
annars tískuverslunina Sautján, er þar
nefnd. í þessum hópi eru aðallega erf-
ingjar rnanna sem náðu að efnast og
hafa mikil völd og ítök í íslensku við-
skiptalífi. Margrét Garðarsdóttir, ekkja
Halldórs H. Jónssonar, fyrrverandi
„stjórnarformanns lslands“ var nefnd.
„Hún stjórnar sonum sínum og stjórnar-
setum þeirra. Klár og merkileg kona.“
Systumar Lilja og Ingibjörg Pálmadæt-
ur, dætur Pálma í Hagkaupi, komust
einnig á blað með orðunum: „Pening-
um fylgja völd og völdum tækifæri til
áhrifa.“
Lilja er myndlistarkona þótt áhrif
hennar séu örugglega meiri á öðrum
vettvangi. Viðmælendurnir eru hins
vegar á því að ýmsar góðar listakonur
hafi haft mikil áhrif þótt þær sitji ekki
í valdastöðum. „í menningunni er
Sl<y
45