Ský - 01.12.2000, Side 69
F J ÁRMÁLATÍ ÐINDI
2000-2001
Milliliðalaus viðskipti
Markmíð NOREX er að bjóða fjárfestum, útgefendum
verðbréfa og kauphallaraðilum hagkvæman norrænan
verðbréfamarkað á háu gæðastigi,
„íslandsbanki er dæmi um fjármála-
stofnun sem nú hefur fjaraðild að kaup-
höllunum í Kaupmannahöfn og Stokk-
hólmi. Fjaraðildin gefur þeim heimild
til að selja eða kaupa til dæmis hlut í
Ericsson milliliðalaust og út á það
gengur NOREX-samstarfið að miklu
leyti,“ segir Finnur Sveinbjörnsson,
framkvæmdastjóri Verðbréfaþings Is-
lands.
I sumar sem leið skrifaði Verðbréfa-
þing ísiands undir samning um aðild að
NOREX-samslarfinu. Aðiiar samstarfs-
ins eru nú kauphallirnar í Kaupinanna-
höfn, Stokkhólmi og Osló og Verð-
bréfaþing íslands hf. Einnig hafa
kauphallirnar í Eistlandi, Lettlandi og
Litháen skrifað undir viijayfirlýsingu
um aðild að samstarfinu. Finnur segir
Finnland og Færeyjar ekki standa að
samstarfinu.
„Finnamir hafa ekki enn stigið skref-
ið og svo er enginn skipulagður verð-
bréfamarkaður í Færeyjum - eins ein-
kennilega og það kann að hljóma.“
Markmið NOREX er að bjóða tjár-
festum, útgefendum verðbréfa og kaup-
hallaraðilum hagkvæman norrænan
verðbréfamarkað á háu gæðastigi.
NOREX Alliance sér um rekstur sam-
starfsins auk þess að samræma við-
skiptareglur, aðildarkröfur og sameigin-
leg markmið. NOREX-samstarfið er
einstakt að því leyti að það er fyrsta
kauphallasamstarfið sem notar nú þegar
sameiginlegt viðskiptakerfí. Með aðild-
inni að NOREX eru íslensk verðbréfa-
fyrirtæki og bankar því orðnir nátengdir
nonæna verðbréfamarkaðnum.
„Reyndar er nú ekki enn komin löng
reynsla á samstarfið en það geta allir ver-
ið sammála um að það er ótvíræður kost-
ur og hagkvæmni fyrir ísienska verð-
bréfamarkaðinn að hafa milliliðalausa
aðild að norrænu verðbréfamörkuðunum
og svo öfugt,“ segir Finnur að lokum.
Fyrirtæki
í þessum
blaðauka
Búnaðarbankinn, Verðbréf 72
Frjálsi fjárfestingarbankinn 82
íslandsbanki - FBA 84
íslensk verðbréf 80
Kaupþing 84
Landsbréf 78
Netbankinn 72
SP-Fjámiögnun 76
Samband íslenskra sparisjóða 76
Spectra AB 80
VÍB 78
SP-24 74-75
Europay 82
Finnur Sveinbjörnsson útskýrir virkni
SAXESS-kerfisins á blaðamannafundi.
Nokkur
lykilorð
Verðbréf Samheiti yfir hlutabréf og
skuldabréf (verðbréf).
Hlutabréf Eigandi hlutabréfs á eign-
arhald í útgefanda hlutabréfsins.
Krónutala bréfsins gefurtil kynna
hversu stóran hlut eigandinn á í
fyrirtækinu. Eigandi bréfsins á rétt á
arðgreiðslu frá fyrirtækinu í
samræmi við eignarhlut. Eigandi á
rétt á sínum hluta í upplausnarvirði
fyrirtækisins ef það er leyst upp.
Hömlur geta verið settar á viðskipti
með hlutabréfin og er þess þá getið í
samþykktum félagsins. Þar sem við-
skipti með verðbréf eru pappírslaus
eru hlutabréfin ekki gefin út heldur
einungis kvittun fyrir viðskiptunum.
Skuldabréf Skjal þar sem fram
kemur viðurkenning á því að tekin
hafi verið peningafjárhæð að láni.
Lántakandinn lofar að greiða
skuldina aftur á tilteknum degi og
greiða jafnframt vexti af henni eins
og mælt er fyrir á skuldabréfinu.
Tryggingar skuldabréfa geta verið
með ýmsu móti, til dæmis sjálfskuld-
arábyrgð eða veð, en einnig eru bréf
með ábyrgð banka eða ríkissjóðs.
Vísitölur Til þess að fylgjast með því
hvernig hlutabréfamarkaðnum í heild
sinni vegnar eru reiknaðar hluta-
bréfavísitölur. Hér á landi er mest litið
á Úrvalsvísitölu Aðallista Verðbréfa-
þingsins og Heildarvisitölu Aðallista.
Heildarvísitalan mælir verðbreytingar
allra félaga á Aðallista, vegið eftir
markaðsverðmæti félaganna. Úrvals-
vísitalan er reiknuð á sambærilegan
hátt en í henni eru 15 stærstu fyrir-
tækin hverju sinni. Vísitalan er endur-
skoðuð á hálfs árs fresti (í júní og des-
ember). Val á fyrirtækjum í vísitöluna
fer þannig fram að tekin eru 20
stærstu fyrirtækin á mælikvarða
markaðsvirðis, þau 15 þessara fyrir-
tækja sem hafa verið með mest
viðskipti síðustu sex mánuði fyrir
endurskoðun mynda síðan vísitöluna.
Einnig eru til vísitölur fyrir Vaxtar-
listann og ýmsar greinar atvinnulífsins
en útreikningur þeirra er sambæri-
legur við hinar vísitölurnar.
Spákaupmennska Kaup og sala
verðbréfa innan sama dags eða
skamms tíma í því augnamiði að
hagnast á skammtímasveiflum á
verði verðbréfa í stað reksturs
fyrirtækis.
Heimild: Orðasafnfjármála,
strik.is, Islandsbanki-FBA